Dorrit leggur til "útrásar hugmynd" um innrás erlendra aðila í þjónustu

Ég reyndar get nú ekki tekið undir með henni um að enginn hafi beðið Ólaf að hætta, það virðist bara algerlega hafa farið fram hjá hans ektakvinnu og mögulega honum líka. Það er einmitt undirstaða þess að Ólafur sé trúverðugur með tillögur sínar um siðbót að hann segi sjálfur af sér sem hluti af því kerfi sem hrundi.

En mér líst afar vel á hugmyndir Dorritar og er því algerlega fylgjandi að við förum að vinna að því fullum fetum að auglýsa Ísland sem þjónustu stað. Það þarf að kosta mikið að koma hingað til þess að við getum haft af því einhverjar tekjur, en til þess að það get kostað þarf að sjálfsögðu að huga að því að þjónustan sem er veitt og allt sem henni viðkemur sé fyrsta flokks. Við eigum mikil sóknarfæri þarna, það hefur bara vantað verulega á markaðssetninguna.

Þá er einnig ýmislegt í heilbrigðisþjónustu sem að á að vera mjög samkeppnishæft í dag, ágætlega lærðir sérfræðingar og gengið í ræsinu. Um að gera að sækja gjaldeyri þangað.


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband