Obama gæti orðið okkur þarft viðmið um framkvæmd siðbótar

Obama gengst brosandi opinberlega við því að hann hafi gert mistök, klúðrað málum. Svo ég verði nú aðeins full dramatískur hérna, að þá er þetta mér sem ferskur andblær í heimi pólitíkurinnar. Mikið er nú gott að geta fylgst með manneskju einu sinni í slíku starfi sem að hefur heilbrigt sjálfsmat og sjálfstraust og getur gengist við sér og gjörðum sínum sem manneskja. Það er alveg nýtt fyrir mér á þessum vettvangi.

Hér er ekki um að ræða stórkostleg svik á íslenskan mælikvarða af hálfu tilnefnds heilbrigðisráðherra, en nógu stór til þess að Obama getur notað þau til þess að setja táknrænt skýr mörk.

Það að þetta séu ekki stórkostleg svik á okkar mælikvarða kristallar kannski einmitt rót vandans. Við erum einfaldlega þjóð með afar þunnt siðferði. Það vilja fáir gangast við því en staðan er þó sú að við erum afar fljót að gleyma prinsippunum ef að þau skaða veskið okkar. Frá því að ég man eftir mér hefur mér alltaf fundist það í umræðunni að það sé til dæmis bara eðlilegt að stela frá skatti.

Við urðum afar reið Gordon Brown fyrir aðgerðir hans gegn okkur. En fyrir liggur að um var að ræða gríðarlegan flutning fjár dagana á undan í Bretlandi. Hefðum við ekki einfaldlega brugðist nákvæmlega eins við? Hefðum við ekki látið lög lönd og leið ef við hefðum haldið að Bretar væru að ræna okkur?

Ég er ánægður með tímana sem við nú lifum, jafnvel þó að þeir verði okkur afar erfiðir. Þetta eru nefnilega vonandi tímar siðbótar í samfélaginu. Tímar þar sem að við förum að gangast við því að bera sameiginlega ábyrgð á hlutum, kannski mismikla, en við komum þó öll að málum sem samfélag.


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Já en Bretar rændu okkur og hafa gert það lengi, við höfum ekki ennþá fengið greiddar skaðabætur eftir hernámið þeirra 10. maí 1940 að fullu.

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skaðabætur??  Íslendingar upp til hópa fögnuðu nú Bretanum og þeim uppgangi sem honum fylgdi. Vegagerð, bygging Reykjavíkurflugvallar, mikil aukning á fiskútflutningi til Bretlands o.s.frv.

Ég tel nú ólíklegt að það halli annað en á okkur í þeim samskiptum.

Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Er Stokkhólmsheilkennið nokkuð að byrgja þér sýn Baldvin ?

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband