Baugur fallinn - líklegum bókhaldsleikjum lokið

Þetta eru ótrúlegir tímar sem við lifum þessa dagana og eiga eflaust eftir að koma okkur enn frekar á óvart á næstunni. Margir hrópa nú að spilaborgirnar séu að hrynja og mikið til í því. En hvað sem við köllum þetta að þá voru þetta einfaldlega viðskiptaaðferðir sem byggðu að virðist á mikilli skuldsetningu félaganna. Skuldsettar yfirtökur algengar og sjaldan mikið eigið fé til staðar í þeim aðgerðum.

Meðan að allt er á fleigiferð virkar margt voða töff, menn að græða svaðalega og hetjur fæðast í augum þjóðarinnar. Hvort sem að hetjunum líkar það síðan betur eða verr að þá hverfur nú hratt af þeim ljóminn þegar að drullusokkarnir ætlast til þess að þjóðin greiði fyrir ófarir þeirra og áhættusækni.

Hvernig tengist það gjaldþroti Baugs spyrja kannski einhverjir? Jú, þetta er allt hluti af sömu rúllettunni að virðist. Glitnir rúllar, tekur Stoðir og Stoðir hafa áhrif á Baug. Baugur skuldaði Glitni gríðarlegar fjárhæðir sem lenda nú á ríkinu - sem já - erum ég og þú.

Samkvæmt þessar frétt hérna http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/04/eignir_baugs_ekki_a_brunautsolur/ á að tryggja að eignirnar fari ekki á brunaútsölu. Það kemur okkur öllum vel, en ég verð þó að telja það afar ólíklegt að eignirnar seljist á einhverju hærra verði en sem væri brunaútsala, nú þegar að allir markaðir liggja niðri og munu gera um nokkurt skeið.

En hvernig er það, er ekkert undarlegt að koma upp á borðið í allri vinnunni hjá þessum skilanefndum? Er ekki að skapast grundvöllur fyrir aðgerðum og mögulegum eignafrystingum einhverra aðila af þessari vinnu?


mbl.is Glitnir gjaldfellir lán Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góðar spurningar Baldvin, auðvitað hlýtur eitthvað gruggugt að koma í ljós. Bara spurning hvort við fáum að vita það eða ekki og þá hvenær.

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband