Er siðbót það að tryggja sér völd??

Það hefur fáum dulist hvað mér er illa við þessa nýju ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn með mun minna fylgi en stjórnin sem var varið að setja af, en með stuðningi Framsóknar gegn "vægum" völdum. Druslur og dusilmenni.

Verð að leyfa mér að efast verulega um þetta hafi verið bláköld alvaran sem meirihlutinn vildi, og eins og ég segi hérna, er augljóslega ekki meirihluti fyrir. Hefði ekki þessi "nýji" Framsóknarflokkur stigið fram,  Framsóknarflokkur sem allir rembast við að dásama núna fyrir að vera svo breyttur. Framsóknarflokkur sem engu að síður er ekki breyttari en svo, að hann er tilbúinn til þess að tryggja minnihluta stjórn völd gegn því að fá að ráða smá sjálfur, að þá hefði aldrei orðið af þessari ríkisstjórn.

Já, málið stendur því þannig fyrir mér að ENN EINU SINNI get ég beint orkunni minni í að þola ekki Framsóknarflokkinn. Algerlega taktlaus hreyfing í mínum huga.

Ég velti því líka verulega fyrir mér með Steingrím J.??  Bað hann sjálfur um að fá EKKI FLEIRI ráðuneyti eða fannst honum bara nóg komið?? Það var mikið rætt um vanhæfi Árna Matt af því að hann væri dýralæknir meðal annars, hvað er það sem gerir Jarðfræðinginn Steingrím J. svo hæfan að hann fær ekki bara eitt heldur þrjú ráðuneyti til þess að gera jarðfrðirannsóknir á?

Mér er ekki skemmt. Þetta lið allt gerir ekkert nema að opinbera valdagræðgi sína enn og aftur.

Mér hugnast vel inngrip Forseta í umræðurnar fyrir stjórnarskipan, en Ólafur, til þess að það inngrip sé trúverðugt þarftu að sjálfsögðu að segja af þér embætti hið fyrsta.

Það er engin siðbót í því fólginn að vilja bara að aðrir taki til hjá sér!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Voðalega ertu eitthvað pirraður Baldvin. Ertu kominn í "kosningagír"? Er ekki ágætt að gefa þessarri stjórn séns, þau verða bara stutt í stólunum sínum hvort eð er. Reynum öll að senda þeim jákvæðar styrkjandi hugsanir, ekki veitir af, svona þjóðarinnar vegna, að allt gangi vel. Bestu kveðjur með bros á vör

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég ætla nú ekki að fara að verja Framsókn, en fannst þér ekki skrítið samt að SF og VG ætluðu að mynda hérna minnihlutastjórn sem aðeins var búin að tryggja að hún yrði varin vantrausti á þingi? Þurftu þeir ekki eðlilega að fá hjálp frá Framsókn til að koma einhverjum málum í gegnum þingið?

Og svo burt með forsetann, sammála því.

Aðalsteinn Bjarnason, 2.2.2009 kl. 12:45

3 identicon

Jamm jamm Baldin... If you can't beat them,,, join them!!

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ragnhildur, maður á ekki að styðja hvað sem er bara til þess að vera jákvæður. Enginn talsmaður ljóss og friðar hefur stungið upp á því í gegnum mannkynssöguna. Allir helstu talsmenn og erindrekar beittu sér af krafti gegn óréttlæti þegar að svo bar undir. Ég er ekki að setja mig á stall með slíkum eðalmönnum og erindrekum, en Guð blæs mér í brjóst krafti til þess að biðja stundum, og til þess að berjast stundum. Ef þetta er svo frábært, var tilgangurinn þá bara að losna við Sjálfstæðisflokkinn hjá fólkinu? Var tilgangurinn bara áralöng gremja út í Sjálfstæðismenn?  Nei, ekki hjá mér og þeim sem hafa verið að berjast með mér. En augljóslega hjá fjölmörgum VG liðum sem að tóku fullan þátt í mótmælum á þeim forsendum.

Aðalsteinn, þetta er gamla Ísland sem þú ert að lýsa hérna. Það Ísland þar sem eðlilegt þykir að mynda stjórn gegn meirihluta lýðræðisins með því að fá til liðs með sér einhverja sem leggja til fulltrúa en lítið sem ekkert vald. Lýðsskrum.

Baldvin Jónsson, 2.2.2009 kl. 13:05

5 identicon

Ég er bara ekki að fatta afhverju fólk er að gagnrýna Baldvin. Hann er sannkristinn maður og á þeim bæ er boðið að aðeins einn gvöð skuli menn hafa. Það ætti því ekki að koma á óvart að flokkurinn skuli vera einn og trúin á almætti leiðtogans algert. Að Baldvin dragi orð eins og lýðræði inní svona umræðu kemur mér á því skemmtilega á óvart því það ætti jú að vera algerlega andstætt flokksbábiljunni.

Magnús (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hver er flokkurinn sem þú vísar til Magnús? Og hvað er það að vera "sannkristinn" skv. þinni skilgreiningu?

Ég veit ekki hver þú ert Magnús en sýnist á athugasemd þinni hérna að þú hafir ekki minnstu hugmynd um hver ég er heldur.

Baldvin Jónsson, 2.2.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband