Komið í veg fyrir fákeppni í skjóli samdráttar - gott veganesti fyrir Nýja Ísland

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er ánægjulegur. Ég óttaðist það um tíma að vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu akkúrat núna yrði þessum samruna "hleyft í gegn" þrátt fyrir augljósa monopoly stöðu á eftir, en Samkeppniseftirlitið stóð sína plikt á vaktinni. Get ekki hjá því komist að hugleiða hvernig staðan í dag væri öðruvísi hefðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins staðið sína vakt á sama máta án meðvirkni gagnvart peningaöflunum.

Hér ályktar Samkeppniseftirlitið réttilega um það að ef af samrunanum hefði orðið hefði reksturinn haft algera einokunarstöðu á markaði og gert nýjum mögulegum dagblöðum nánast algerlega ógerlegt að koma inn á markaðinn í því samkeppnis umhverfi sem þá hefði skapast.

Það er mun betra að leyfa illa reknum fyrirtækjum að fara á hausinn en að skapa þeim slíka skekkju á markaði að enginn geti keppt við þau og þau þurfa því ekki að reka sig sérlega vel fyrir vikið.

Á eðlilegum markaði - sem vonandi verður núna til með auknu gagnsæi og heiðarleika - er eðlileg krafa að rekstraraðilar þurfi að standa vel að verki til þess keppa á sanngjarnan máta. Að sömu leikreglur muni gilda fyrir alla aðila á markaði.


mbl.is Samruni Árvakurs og Fréttablaðsins ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyjum þorrann - auðmennirnir eru enn að - ráðamenn fastir í viðjum málþófs

Samkvæmt þessari frétt af vef RÚV var verið að úthluta illa fengnu fé úr sjóðum Ólafs Ólafssonar og fjölskyldu. Við höfum hingað til tekið slíkum fregnum fagnandi en erum nú mörg hægt og rólega að vakna upp við það að þetta eru á endanum við sjálf sem þurfum að greiða þetta - og völdum það ekki sjálf.

Ég velti því fyrir mér hvort að Rauða Krossinum, Huga Guðmundssyni og UNICEF líði ekkert undarlega með að þiggja þetta fé sem orðið er opinbert að hafi orðið til með vafasömum hætti. Myndir þú þiggja slíka peninga með góðri samvisku?

Hörður Torfason og fullt fullt af góðu fólki við hlið hans hafa staðið sig alveg hreint ótrúlega við að halda þjóðinni við efnið. Það er fyrst og fremst fyrir baráttu mótmælenda og vel valinna bloggara (sem flestir eru afar duglegir við mótmælin líka) að nú eru tímar þar sem hlutirnir fá ekki auðveldlega að gleymast lengur. Þetta eru nýjir tímar - tímar mikils upplýsingaflæðis. Tímar þar sem að ráðamenn sem og aðrir þurfa að ígrunda svör sín og yfirlýsingar vel - héðan í frá gleymist ekkert - það er allt skráð á öldur internetsins nú orðið.

Kæru landar - ekki gefast upp. Fylgjum þessu eftir áfram þar til að markmiðum heiðarleika, jafnræðis og gagnsæis er náð.

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn vilja samþykkja alræði AGS á Íslandi

Það er ekki annað að sjá af þessari yfirlýsingu Birgis Ármannssonar en að Sjálfstæðiflokksmenn séu bara ánægðir með að vera búnir að tapa fjárræði þjóðarinnar til erlendrar stofnunar, stofnunar sem hefur ekkert allt of fallegan feril við nánari skoðun.

Nú stígur AGS hins vegar heldur langt út fyrir valdsvið sitt að mínu mati, nema þá að afsal fjárræðis hafi líka falið í sér afsal sjálfræðis og okkur bara einfaldlega ekki verið sagt frá því?!  Það getur svo sem verið. Þá er það orðið svo að í nánust framtíð munu birtast svona "saklausar" fréttir af athugasemdum AGS sem eru þá í raun tilskipanir en ekki athugasemdir. Við stingum upp á einhverju, þeir ákvarða um hvað má gera og hvað á að gera.  Birgir er hér augljóslega mjög ánægður með inngrip AGS inn í stjórnarfrumvarpið. Var hann, sem og aðrir Sjálfstæðismenn, kannski meðvitaður um valdfærsluna til AGS allan tímann?

Þannig er það þegar að maður missir sjálfræði sitt til þriðja aðila. Þá einfaldlega ráðum okkur sjálf ekki lengur.


mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sjáum við skýrt birtingarform þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir hafa verið undanfarin ár

Virði félags er orðið í fáum tilfellum metið út frá framleiðni þess og tekjum heldur spila fjölmargir þættir inn í að auki sem hægt er að föndra við til þess að auka virði félagsins. Ég trúi því að ein stærstu mistök sem að viðstkiptalífið hefur gert...

Kaldhæðnin er sú að það er ofríki og spilling "Sjálfstæðis"flokksins sem nú ýtir þjóðinni í átt að afsali sjálfstæðis

Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn, eins kaldhæðið og það nafn nú virðist, hefur ríkt í 18 ár án hlés og að mestu frá 1929 er nú svo komið að þjóðin stendur frammi fyrir því að vera að velja um hvort að hún eigi að afsala sér sjálfstæði sínu algerlega eður...

Seðlabankinn - 2 down 1 to go - Eiríkur tilkynnir afsögn frá 1. júní

Glæsilegt Eiríkur vel gert, þú ert maður að meiru af þessari hugrökku ákvörðun. Það er augljóslega ekki lengur setið við þessar aðstæður. Bankinn hruninn og ekkert meira áríðandi en að endurreisa trúverðugleika hans á alþjóðavísu. Það er líklega að bera...

Skýrsla Gylfa og Jóns um hrunið - alger skyldulesning - skrifuð á mannamáli

Smelltu hér: http://risk.lse.ac.uk/rr/files/i.pdf

Eru skattalögin virkilega svona óskýr?

Hvernig getur það ekki legið skýrt fyrir hvað skal borga og hvað ekki? Hafi félagið hins vegar verið Lúxembúrskt er væntanlega málið þannig liggjandi að Magnús ætti að greiða skatta þar en ekki hingað heim. En af hverju er meira að segja svona einfalt...

Drepum þá alla - látum Guð skera úr um sekt þeirra

"Kill'em all - Let God sort'em out" var eitt af þeim slagorðum sem bandarísku fallhlífarsveitirnar notuðu fyrir nokkrum áratugum. Í dag í hernaði er svipuð hugmynd þegar beitt er klasasprengjum - þar sem að á hræðilegan máta allt er sprengt í tætlur á...

Kæru Seðlabankastjórar - þjóðinni finnst gróflega að sér vegið!!!

Ég er búinn að renna snöggt í gegnum nokkrar síður í kvöld þar sem víðsvegar er verið að taka saman áhugaverðar staðreyndir um Davíð og aðgerðir hans og hegðun fram að þessu. Ákvað að taka þetta sem mest saman hérna í upptalningu, upptalningin er ekki í...

Hvers vegna á Davíð Oddsson umsvifalaust að segja af sér?

Ég er búinn að renna snöggt í gegnum nokkrar síður í kvöld þar sem víðsvegar er verið að taka saman áhugaverðar staðreyndir um Davíð og aðgerðir hans og hegðun fram að þessu. Ákvað að taka þetta sem mest saman hérna í upptalningu, upptalningin er ekki í...

Er ekki mál til komið að hætta alfarið loðnuveiðum við Íslandsstrendur?

Ekkert í hafinu skiptir þjóðarhag meira máli en velgengi þorskstofnsins. Það er sú auðlind úr hafi sem skilar hæstum tekjum sama hvernig er reiknað. Því hefur mér alltaf þótt það afar undarlegt að leggja svona mikla áherslu á það að veiða frá honum...

Rasisminn blómstrar hjá bloggurum undir fyrirsögnum mbl.is

Þessi fyrirsögn sem mbl.is er að hafa nánast orðrétt eftir Aftenposten í Noregi er svo gildishlaðin að það er ömurlegt. Hvað er að því að vera Pólverji? Hvað er að því að vera atvinnulaus Íslendingur í atvinnuleit? Af hverju er það eins og að vera...

Ofbeldismaðurinn Ólafur Klemensson lætur aftur til skarar skríða - nú með enn meiri hættu

Að halda að maður komist upp með það að aka á manneskju af því að þér líka ekki pólitískar skoðanir hennar í vitna viðurvist er ekki líklegt til þess að teljast nálgast andlegt heilbrigði. Maðurinn er augljóslega skaphundur og mun á endanum valda...

Siðblindan mu nú víkja fyrir almennri kröfu um ærlegheit og heiðarlega samræðu

Undir niðri hafa margir vitað þetta um langt skeið, vitað að verið væri að stjórna með öllum tiltækum ráðum. Með öllum tiltækum ráðum verið að halda "lýðnum" í skefjum. Allt til þess að geta haldið áfram að arðræna okkur og skuldsetja okkur meira en...

Jón Ásgeir ráðinn ríkisstarfsmaður undir stjórn nýrrar ríkisstjórnar - er hann hæst launaði ríkisstarfsmaðurinn??

Þetta er ótrúlega merkileg frétt finnst mér. Hvað skildi vera til dæmis mikil viðveruskylda hjá honum fyrir utan setu á stjórnarfundum innifalin í þessum tæpu 3,4 milljónum á mánuði sem á að borga honum? Hvað ætli kosti þyrlan sem að á að borga undir...

Er þá ekki kurteisis hjalinu og protocol einfaldlega lokið og tími til kominn að klára vinnu við frumvarpið?

Það liggur á því að klára frumvarpið um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Fyrst að hægt var að koma á lögum um gríðarleg gjaldeyrishöft á einni kvöldstund og neyðarlögum sem fela í sér alræðisvald ráðamanna yfir þjóðinni á rétt um sólarhring, þá...

Fengu þingmenn upp til hópa lán á súper kjörum frá bönkunum?

Ein af þeim sögum sem er búin að vera sterk undanfarna mánuði er að Lúðvík, Björgvin G. og margir fleiri á Alþingi hafi fengið lán hjá bönkunum á algerum súper dílum. Vöxtum undir 2% og aðgengi að mjög háum upphæðum. Nú er mér spurn, mun þetta koma í...

Innihald svarsins bundið trúnaði? Hvað ætli sé hæft í snúrusögum úr svörtuloftum?

Mér finnst merkilegt að ekki komi fram minnsta tilvísun í innihald svars þeirra félaga í þessari frétt. Enn og aftur er fréttaflutningur hér á mbl.is frekar takmarkaður - ég ætti að sjálfsögðu að vera löngu búinn að jafna mig á þessari stöðugu undrun....

Hvað varð af Elínu?

Merkilegast finnst mér við þessa frétt að ég virðist annað hvort hafa algerlega misst af því eða þá að Elín hafi hætt sem bankastýra án þess að það kæmist í fréttirnar. Hvenær hætti Elín? Ásmundur Stefánsson, samflokksmaður forsætisráðherra, verður síðan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband