Hver þekkir stefnumál Ólafs í umhverfis- og landbúnaðarmálum?

Þetta þykir mér undarlega gagnrýnilaus framsetning á viðtali. Ólafur segir: "Fólk þekkir mínar skoðanir, m.a. á umhverfismálum og landbúnaðarmálum og veit fyrir hvað ég stend." og blaðamaðurinn spyr ekkert frekar út í það.

Hvaða fólk veit fyrir hvað hann stendur? Ég hef bara heyrt af honum í starfi framkvæmdastjóra Mjólku þar sem að hann hefur verið áberandi vegna meðal annars ýmissa tilkynninga til Samkeppniseftirlits vegna samkeppninnar við Mjólkursamsöluna. Að öðru leyti hef ég bara ekki hugmynd um fyrir hvað Ólafur stendur. Þekkir þú hann?

Mér þykir hins vegar afar merkilegt að hann skuli í viðtalinu segja frá því opinberlega að hingað til hafi uppröðun á framboðslistum Framsóknarmanna verið ákveðin í bakherbergjum. Mjög merkilegt.

Ætli "nýji" Framsóknarflokkurinn breyti þessu?


mbl.is Ólafur í Mjólku íhugar framboð gegn Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki Ólaf að góðu einu.

Hann var í forsvari fyrir Sól í Hvalfirði sem hafði mikil áhrif á löggjöf um umhverfismál eftir að hafa unnið mál fyrir Evrópudómstólnum.

Ólafur er áræðinn, hugmyndaríkur, duglegur og umfram allt heiðarlegur. Svoleiðis menn þarf inn á Alþingi til að fást við þær aðstæður sem nú er við að etja.

Eiríkur Grímsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:21

2 identicon

Stofnaði "Sól í Hvalfirði" forðum, barist á móti öllum atvinnuskapandi framkvæmdum á svæðinu í formi stóriðju, sem nú er líffæð fólksins á svæðinu! Ég held að hann ætti að halda sig áfram við Kotasæluna og jógúrtina. þröngsýni og einstrengingsháttur er það sem Framsókn var að reyna að losa sig við, ef ég skil málið rétt!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: Halla Rut

Ég hef bara aldrei heyrt á þennan mann minnst. Hvað þá að ég viti fyrir hvað hann stendur. Fréttamenn láta yfirleit bara mata sig gagnrýnislaust.

Að röðun hafi verið ákveðin í bakherbergjum get ég vel trúað. Nú hefur forusta Frjálslynda flokksins gert lista um hvernig þeir vilja hafa þetta. Án kosninga. Þeir halda svo landsfundinn í Stykkishólmi svona til að engin úr Reykjavík eða að austan komi þangað. Svona er þetta og hefur alltaf verið. Viðhorf manna er þó breytt núna og mun þetta aðeins verða þeim endanlega að falli. 

Halla Rut , 2.2.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Halla Rut, nú er krafan um gegnsæji og skýrleika orðin alger. Burt með allt klíkuvafstur og tökum upp opið lýðræði.

Baldvin Jónsson, 2.2.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband