Viðskiptamaður ársins 2005 enn að slá öðrum við - tvö Íslandsmet í röð

Ég er ekki hérna til að hlakka yfir óförum Björgólf Thors, mér finnast þetta skelfilegar fréttir. Það væri afar áhugavert að fá af því fréttir hvort að Björgólfur Thor og félögin hans í heild töpuðu eða græddu á árinu 2008.

En þessi uppbygging viðskiptablokkar er án ef sú besta, að vera með eggin sín dreifð í margar körfur, en slíkt krefst mikillar yfirsýnar og því ekki allra að höndla það. Með slíkri dreifingu geta menn nefnilega verið að græða persónulega þrátt fyrir að félögin þeirra séu að tapa. Það er að segja, menn geta verið að taka út úr öðrum félögum mikinn arð þó að önnur félög standi ekki endilega undir miklum arði á sama tíma.

Þetta er augljóslega líka besta leiðin að virðist gagnvart lánveitendum. Ég litli kallinn hef aldrei komist í að skulda nógu mikið til þess að þurfa ekki að hafa persónulegar áhyggjur af skuldunum mínum. Misskiptingin er svo furðuleg. Atvinnubílstjóri sem dæmi kaupir sér trukk og vagn og setur að veði AUK bílsins, fasteignina sína. Sama saga er um alla eða flest alla rekstraraðila smá rekstrar. Ef ég hins vegar á meðal- eða stóran rekstur að þá virðist málum vera þannig háttað að ég væri ekki í persónulegum skuldbindingum fyrir félagið að kröfu bankans, og myndi því "aðeins" tapa hlutafénu fari félagið illa. Hlutaféð getur verið alveg niður í 500.000, þó að það sé gjarnan hærri upphæð ef umfang rekstursins er mun meira.

En svo við snúum okkur aftur að fréttinni, hér slær Björgólfur Thor sem sagt tvö íslandsmet í röð, fyrst með tapi Eimskip og síðan með enn meira tapi Straums. Samtals um eða yfir 200 milljarðar.  Ég efast samt ekki um að hann eigi enn meiri eignir en hann átti fyrir 8 árum síðan og vonandi gengur honum sem best áfram.

Mig langar hins vegar að höfða til samvisku þinnar Björgólfur Thor og segja þér að okkur er ekki öllum illa við ykkur feðgana. Það er ekki verið að plotta gegn ykkur. En það fór sem fór og þjóðin á eðlilega kröfu á því að þið standið skil á þeim eignum, ef einhverjum, sem þið hafið komið undan.

Þú ert slíkur snillingur Björgólfur að þú verður ekki lengi að þéna nokkur hundruð milljarða aftur. Tækifærin eru allsstaðar nú þegar hálfur heimur er á brunaútsölu. Við hin hins vegar, litla fólkið, munum eyða allri okkar ævi og ævi líklega næstu 2-3 kynslóða líka í að krafsa í þessar erlendu skuldir. Skuldir sem urðu til til þess að þú og hinir útrásargreifarnir gætuð byggt upp ykkar alþjóðlegu viðskiptaveldi.

Ég bið þig kæri Björgólfur Thor, ekki skilja okkur eftir allslaus hérna á þessu frosna skeri.


mbl.is Straumur tapaði 105 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti hann fari í heimsmetabók guiness? Ef ekki þá allavega á söguspjöld Íslandssögunar. Það þarf nú sérstakar gáfur til að ná þessu "markmiði". En ég er algjörlega sammála þér að hann verður ekki lengi að þéna aftur milljarða. Það sem ég er híns vegar að velta fyrir mér er hvernig er hægt að reka fyrirtæki með svona mikið tap? Hvernig greiðir þetta fyrirtæki reikningana sína og launin starfsmanna? Ætti það sé hægt að reka heimili á sama hátt og þessi fyrirtæki?

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Maelstrom

Fyrirtækið hjá þeim var ekki 'rekið' með svona miklu tapi.  Ísland fór á hausinn og það stefnir í MIKIÐ af gjaldþrotum hjá fyrirtækjum landsins.  Straumur er banki og lánar út peninga.  Þegar fyrirtæki fara á hausinn borga þau ekki skuldir sínar og bankinn sem lánaði þeim tapar.  Tap Straums á árinu voru vegna varúðarfærslna vegna fyrirsjáanlegs útlánataps.

 Það er því mjög bjánalegt að setja alla undir sama hatt og saka alla sem áttu/eiga peninga um að vera gjörspillta saurlífsseggi.  Heiðarlegasti maður í heimi gæti farið á hausinn við þær aðstæður sem nú eru uppi.  Það má í raun líkja þessu við óskipulagt Dómínó.  Kubbarnir eru að falla alls staðar og þetta er oft spurning um hvort einhver dettur á þig og fellir þitt fyrirtæki.

Maelstrom, 4.2.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Maelstrom, ég geri mér grein fyrir af hverju tap Straums skapast. Það á reyndar hreint ekki við um Eimskip, en útlánatap er ástæðan hjá Straumi.

Ég set heldur hvergi Björgólf undir einhvern hatt í þessari færslu hér að ofan, en bið hann góðfúslega um að skila því sem þjóðinni ber, EF eitthvað er.

Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Adriana, fyrirtækið átti einfaldlega mjög mjög mikla peninga orðið. Þeir eiga enn um tvisvar sinnum meira fé en bindiskyldan kveður á um.

Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Maelstrom

Reyndar segir bindiskyldan til um hlutfall innlána sem lánastofnun þarf að leggja inn í Seðlabankann sem tryggingu.  Minnir að hún sé 2% hér á landi.  Mögulega búið að lækka það niður í 1% (ein af snilldaraðgerðum SÍ).

Þú ert að vitna í eiginfjárhlutfallið (CAD hlutfall fyrir banka).  Bankar þurfa að hafa að hafa 8% CAD hlutfall en Straumur er nú með rúmlega 16% hlutfall.  Ef við höfum í huga að þeir rúmlega helminguðu eigið fé sitt á árinu 2008 þá er það gríðarlega gott. 

Maelstrom, 4.2.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband