Lækkun um 10% Kristinn?? - Er vinsældaleitar lykt af þessu?

Af hverju aðeins 10% Kristinn?  Er það kannski vegna þess að það hefur afar lítil áhrif á framlög til Frjálslyndra í krónum talið?  Tek fram að  mér finnst þetta hið besta mál, það er að vekja athygli á því að þessi framlög beri að lækka, en 10% finnst mér afar skammt farið.

Hvers vegna ekki heldur að ganga mun lengra og skilgreina málið svona:

1. Allir flokkar fá sömu krónutölu í framlag
2. Allir flokkar fá greiðsluna sem eingreiðslu um leið og þeir hafa sýnt fram á að geta boðið fram í öllum kjördæmum.
3. Öllum flokkum ber að hafa bókhald sitt aðgengilegt öllum með stuttum fyrirvara og fá ekki styrki úr sjóðnum nema að því uppfylltu.

Væri þetta ekki eðlilegra skref Kristinn og til þess fallið að jafna aðkomu allra flokka að almenningi?


mbl.is Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru ekki vitlausar hugmyndir og mér finnst að skilyrði 3 ætti að taka upp strax og helst afturvirkt.

Karma (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:22

2 identicon

alveg sammála

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Væri ekki gott að flokkanir myndu þurfa að framvísa reikningum líka og fengju borgað eftir á?

Ágúst Guðbjartsson, 4.2.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jú Ágúst, var einmitt að koma af málefnahóps fundi hjá Lýðveldisbyltingunni þar sem var einmitt verið að ræða þetta atriði meðal annarra. Hugmyndin er þessi að frambjóðendur muni þurfa að gera grein fyrir kostnaðinum og fá greitt í samræmi við það upp að einhverju hámarki.

Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband