Hef oft vísað í húmor Geirs áður - hér er hann að sjálfsögðu án vafa að grínast meira, er það ekki?
30.1.2009 | 20:52
Óttast hann að verði meiri sundrung og misklíð í verðandi ríkisstjórn en þeirri sem okkur tókst að koma frá??
Auðvitað hlýtur hann að vera að grínast með það. Ríkisstjórn getur held ég bara varla fræðilega verið sundurleitari eða meira ósamstíg en fráfarandi ríkisstjórn. Í versta krísuástandi sem að hefur riðið yfir þjóðina í fjölmargar kynslóðir líður bara og bíður og nákvæmlega ekkert gerist. Engin áætlun, engin aðgerðarpakki sem er kominn af stað, ekkert - nákvæmlega ekkert.
Það eina sem hefur veirð kynnt eru íslenskar þýðingar á skilyrðum og aðgerðarpakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væri miðað við það í raun ódýrara að taka bara við tilskupunum frá þeim (sem að sjálfsögðu munu líklega senda á endanum þjóðina alla leið á höfuðið) heldur en að vera að taka við tilskipunum frá þeim OG borga öllu þessu fólki hér heima laun við skjalaþýðingu fyrir hönd AGS. Það fást löggiltir skjalaþýðendur til verksins fyrir mikið lægri upphæðir.
En valdhroki Samfylkingar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks skín í gegnum þessa ætluðu stjórnarmyndun. Það er ljóst. Hefði þetta fólk snefil af auðmýkt til að bera hefði það boðið Forseta vorum upp á að sett yrði utanþingstjórn samhliða stjórnlagaþingi.
Það hefði verið eina ærlega lausnin á skelfilegu ástandi. Ég er hræddur um að við munum búa við sömu málefna deyfð næstu mánuðina fram að kosningum eins og við höfum þurft að þola hingað til frá hruninu.
Er ekki rétt að vera ekkert að ganga frá pottununum og sleifunum strax?
![]() |
Geir óttast sundrung og misklíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki hatur - þetta heitir rökhyggja og hæfileiki til þess að sjá hlutina í víðara samhengi
30.1.2009 | 18:16
Það er að sjálfsögðu bara mín skýring sem kemur hér fram í fyrirsögninni. En út frá mínum sjóndeildarhring hata ég ekki Davíð Oddsson og hef aldrei. Hann er meira að segja eini stjórnmálamaður sem að ég man eftir að hafa á einhverjum tíma haft alveg sérstakt dálæti á.
Ég tel hins vegar augljóst að alger vanhæfni Geirs og félaga til þess að sjá tjónið sem af Davíð hefur hlotist hafi á endanum valdið þeim enn meiri skaða, skaða sem að þeir hefðu ekki tekið sénsinn á fyrirfram heði þeim grunað hver yrði niðurstaðan. Ég er ekki að tala um skaða gagnvart þjóðinni, hann virðist vera Sjálfstæðismönnum ótengdur með öllu miðað við yfirlýsingar þeirra þar um undanfarið og miðað við áramótaávarp Geirs eru fáir sem geta bjargað okkur nema Guð almáttugur sjálfur.
Nei, skaðinn sem að ég er að tala um er algert hrun í stuðningi hjá þjóðinni við Sjálfstæðisflokkinn. Algert hrun í skoðanakönnunum. Algert hrun innan flokksins í stuðningi við formanninn sem hefur afar sjaldan gerst þar innanborðs. Já algert hrun á tiltrú á flokknum og stefnu hans.
Hefðu þeir ekki brugðist öðruvísi við í lok september hefðu þeir séð þetta fyrir?
Ég er ekki viss. Þeir sáu nokkuð skýrt fyrir í október 2007 hvert stefndi eð bankakerfið og lokuðu bara augunum. Það kannski virkar í miklum hagvexti, að loka bara augunum og bíða (að "Haardera" eins og það er títt kallað þessa dagana) en í fyrirsjáanlegu kerfishruni virkar það ekki, augsýnilega
... bara alls ekki.
![]() |
Geir: Stjórnuðust af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér lýst vel á það að fá sérfræðinga til þess að gegna ráðherraembættum, en velti þó einu fyrir mér. Ég geri mér grein fyrir því að tíminn er naumur, en væri ekki eðlilegast samt að auglýsa þessar stöður og velja úr hópi einstakling þann hæfasta? Gylfi er eflaust afar hæfur en þolir þá þar af leiðandi samkeppni um umsókn væntanlega. Þá er verið að leita að konu í starf Dóms- og Kirkjumálaráðherra og legið í einhverri einni eða tveimur. Af hverju ekki að auglýsa??
Annars langaði mig að skrifa þessa hugleiðingu mest til þess að benda nýrri ríkisstjórn á plagg sem að hún ætti samstundis að þýða, staðfæra og gangast undir. Eitt fyrsta verk BBarack Obama í embætti var að láta semja siðareglur og skulu allir embættismenn sem ráðnir eru og koma inn við forsetaskiptin skrifa undir þær siðareglur.
Ég sá þessa hugleiðingu hjá Jóni Ólafssyni heimspekingi þar sem er vísað í þetta skjal Obama. Þetta þykir mér afar góð hugmynd og til þess fallin að breytingarnar og hreinsunin geti hafist þegar í stað.
Hvað segið þið kæra ríkisstjórn? Eruð þið tilbúin til þess að skrifa undir og taka af allan vafa um einlægan vilja ykkar til þess að breyta hlutunum?
Í siðareglum Obama er meðal annars tekið fyrir að embættismenn þiggi gjafir frá "lobbyistum" (mætti líklega þýða sem hagsmunaaðilar á íslensku, er ekki alveg það sama en tekur á málinu í heild), tekið fyrir að embættismenn séu að vinna að málum fyrstu 2 árin sín í embætti sem ná yfir hvers lags tengsl við fyrri vinnuveitanda og margt fleira gott þarna.
Hvet ykkur til þess að kynna ykkur skjalið.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilt þú fá 500.000 Evrur frá ríkisstjórninni?
29.1.2009 | 23:49
Hvalveiðar - má tengja þær ferðaþjónustu? Einnig skilaboð um lýðsstjórn frá Herman Goering
29.1.2009 | 20:11
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leiðinlegt að heyra Egill....
29.1.2009 | 16:17
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ein frábær tilvitnun í Keynes skýrir ýmislegt
29.1.2009 | 14:17
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki hægt að gefa Davíð bara starfsleyfi?
29.1.2009 | 00:09
Heil stjórn um framboðsbaráttu - heppin? Sameining grasrótarhreyfinganna aldrei mikilvægara
28.1.2009 | 20:43
Glæsilegt hjá ykkur 12,7
28.1.2009 | 18:37
Stærsta bankarán Íslandssögunnar? Mögulega þótt mun víðar væri leitað.
28.1.2009 | 00:54
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mikilvæg viðbót - umræður um Kompás þátt sem var kippt út og fréttamenn reknir!! Er hægt að plotta hreint mannorð í gegnum bréfaskriftir sem "óvart" leka út?
27.1.2009 | 22:21
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hvar eru allir þessir ferðamenn??
27.1.2009 | 21:03
Vonbrigði að ekki sé horft til neyðarstjórnar - "gamli" hugsunarhátturinn ræður ríkjum - nú er bara að bjóða fram "hit&run"
27.1.2009 | 14:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ágúst Ólafur les stöðuna af mikilli yfirvegun og greind
27.1.2009 | 11:41
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jón Daníelsson ætti að ráða umsvifalaust sem sérlegan efnahagsráðgjafa hagstjórnarinnar
27.1.2009 | 01:29
Ólafur Ragnar túlkar stjórnarskránna á sinn máta
26.1.2009 | 19:11