Boða samdrátt í ríkisrekstri - staðreyndin er hins vegar að virðist að ríkisútgjöld munu aukast samkvæmt áætluðum útgöldum þetta árið
11.5.2009 | 11:49
Já, það getur eðlilega stundum verið erfitt að skilja þessa tík sem kennir sig við pólitík.
Við lesum um það stöðugar fréttir að mikið verði að spara og draga saman til þess að fylla upp í fjárlagagatið, sem er nú okkar að virðist í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er metið á 150-170 Ma.kr.
Þegar rýnt er í útgjalda áætlun ríkissjóðs fyrir þetta ár má hins vegar sjá, að í stað samdráttar, er gert ráð fyrir aukningu frumútgjalda ríkisins um 34 Ma.kr. á árinu. Samdráttur?
Undir "styrkri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokks jukust ríkisútgjöldin um rúmlega 50% á 12 ára tímabili. Nú virðist sem ný ríkisstjórn muni bæta enn í og auka hluta ríkisins í VLF upp í 38,4%, eins og segir í fréttinni.
Þetta er eiginlega alger brandari bara, þó að hann sé því miður ekki einu sinni fyndinn. Þegar að maður les í gegnum þessa frétt sér maður að:
A: Auka eigi tekjur með þrepaskiptu skattkerfi (áætlaðar tekjur hafa verið nefndar 2-4 Ma. kr.) en að samt sé ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ríkisins muni aukast. (Samdrátturinn útskýrir það).
B: Að draga eigi úr útgjöldum með hagræðingu (aukning útgjalda um 34 Ma.kr. hér að ofan??) en samt ekki segja upp einum einasta ríkisstarfsmanni.
Ég spyr bara eins og einfeldningur, hvernig á að hagræða og draga saman ef hvergi má skera niður í rekstri ríkisins??
Svarið við spurningunni fyrir mér er augljóst, en Jóhanna og Steingrímur hafa ekki viljað sjá þann einfalda sannleik hingað til. Það þarf einfaldlega að bæta hressilega stöðu heimilanna, auka þar með neyslu og koma atvinnulífinu af stað. Það er eina leiðin til þess að hér verði aftur komið í gang kröftugri verðmætasköpun á næstu árum.
![]() |
Mikil þrautaganga framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar kom skýringin - það er kaffið sem gataði á mér heilabúið!
11.5.2009 | 01:23
Ef satt reynist, því svona niðurstöður eru jú gjarnan birtar löngu áður en rannsókn er raunverulega lokið, að þá er ég í verulega vondum málum. Sit á skólabekk á gamals aldri og þarf mikið á því að halda að finna leiðir til þess að muna meira - en ekki minna.
Hef hingað til verið einlægur kaffisvelgur, og það langt langt úr hófi fram. Kannski að það skýrist að hluta til af þessum niðurstöðum, ég bara muni hreinlega ekki hvort að ég sé búin að drekka nóg af kaffi eða ekki í dag?!
Nú er bara að leita upplýsinga um hvort að þessi "dauðu" svæði í hausnum á mér eigi sér endurreisnarvon eða hvort að þetta sé bara "dead for good"
Tel allavega mjög mikilvægt að héðan í frá drekka almennt ekki kaffi eftir miðnætti
![]() |
Kaffi skaðar heilann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðing fyrir sporafólkið mitt
10.5.2009 | 12:15
Rafbílavæðing - er það möguleg lausn á efnahagsvanda heimsins?
7.5.2009 | 14:01
"Skemmtileg" tilviljun í framhaldi af niðurstöðu SÍ um ófærar leiðir til leiðréttingar
7.5.2009 | 11:59
Júlíus Vífill stórmóðgar Ólaf F. Magnússon
6.5.2009 | 23:45
Um niðurstöður Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna - enn ein vanhæf greiningardeildin þarna á ferð??
6.5.2009 | 20:14
Lýðræðisleg lausn - en vekur mig jafnframt til umhugsunar um hvers vegna þetta sé ekki ferlið með öll stefnumál ALLRA flokka?
5.5.2009 | 10:49
Uppsagnir? Skjaldborg? Þessi mynd segir einfaldlega allt sem segja þarf um viðbrögð ríkisstjórnarinnar!
4.5.2009 | 11:25
Gylfi Magnússon vill ekki að ríkisstjórnin þurfi að taka ábyrgð á aðild sinni að banka- og kerfishruninu
3.5.2009 | 17:36
Fyrir hvern ert þú að greiða af lánunum þínum?
2.5.2009 | 14:06
Grein Jóns Steinssonar hagfræðings í Morgunblaðinu 27. apríl síðastliðinn er skyldulesning!
1.5.2009 | 18:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kosningaloforðin búa til falska tiltrú á ríkið og draga úr trúnni á markaðinn sem þó mun alltaf á endanum borga brúsann
30.4.2009 | 13:24
Krafan er Persónukjör! En verður maður ekki að þakka sérstaklega þá athygli sem að Borgarahreyfingin fær hér fram yfir aðra?
29.4.2009 | 12:32
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frjálslyndir innan sem utan flokksins boðnir hjartanlega velkomnir í Borgarahreyfinguna :)
27.4.2009 | 23:43
Að kúka í kjörklefanum er augljóst einkenni geðsýki
27.4.2009 | 14:47
Vondur tapari hann Ástþór - er einhvern tímann eitthvað í lífinu ALLT öðrum að kenna?
26.4.2009 | 18:04
Þetta er Fréttamynd ársins!! - og Kosningavaka Borgarahreyfingarinnar
25.4.2009 | 20:29