Frjálslyndir innan sem utan flokksins boðnir hjartanlega velkomnir í Borgarahreyfinguna :)

Við erum bara rétt að byrja og mikil vinna framundan við að skipuleggja grunnstarf hreyfingarinnar, málefnahópa, frumvarpsvinnu og svo framvegis.

Þetta verður skemmtilegt og spennandi starf þar sem höfuðáherslan er á það að gera hlutina öðruvísi en hingað til hefur tíðkast. Við viljum breyta pólitíska litrófinu, breyta aðferðarfræðinni sem hingað til hefur viðgengist.

Vinnum saman eftir algeru gegnsæi og lýðræði. Tökum höndum saman um að útiloka "shortcu'in" - lýðræðið tekur stundum meiri tíma en það er á endanum engu að síður réttlátara kerfi.


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum í Borgarahreyfingunni, þar slær mitt hjarta.    Mér finnst allt fólkið þar frábært. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:13

2 identicon

Heill og sæll; Baldvin - líka, sem þið hin, hver síðu hans geyma og brúka !

Baldvin !

Fyrr; skyldu Vítis logar, upp ú Jarðar iðrum ganga - en; að ég, persónulega, gengi til liðs við; jú,....... hrekklaust fólk, sem ykkur, hver,..... hafið samt, opnað á þann möguleika - að Ísland og Íslendingar, myndu undirgangast ofurvald, hins þýzka hrægamms Fjórða ríkisins (arftaka þess Þriðja - Adolfs Hitler), suður á Brussel völlum, ágæti drengur.

Hygg; að við skyldum, eins og skikkanlegu fólki sæmir - leita liðveizlu frænda og góðra nágranna, hér á Norðurhjara, eins og : Kanada - Grænlands - Færeyja - Noregs og Rússlands.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:03

3 identicon

Ég varð að velja milli þessara tveggja valkosta x-o eða x-f. Á endanum kaus ég X-O . Fannst að Sturla hefði átt að vera með ykkur.

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:16

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þakka gott boð, aldrei að vita hvað maður gerir . Það er aftur á móti spurning hvort þú vitir hvað þú gætir verið að kalla yfir þig

Þóra Guðmundsdóttir, 28.4.2009 kl. 08:40

5 identicon

Þetta er og verður hreyfing. En það sem ég set spurningarmerki við í þessu boði borgarahreyfingarinnar til Frjálslyndra er það hvort borgarahreyfingunni langi virkilega til að fá það fólk inn í hreyfinguna, þetta fólk sem hefur staðið í tómum illdeilum? Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér. Og fyrir utan það þá eru margir af þessum frjálslyndu mönnum ekkert annað en fáfróðir rasistar.

Valsól (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:23

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka gott boð en það er á hreinu að ég verð áfram í Frjálslynda flokknum. 

Ég varð þess áskynja að Borgarahreyfingin á mikið starf fyrir höndum í að móta stefnu í fjölmörgum málum sem þingmenn hennar verða að taka afstöðu til á næstu mánuðum s.s. sjávarútvegs- landbúnaðar- og efnahagsmálum.  Þetta getur orðið nokkuð snúið verk þar sem þingmennirnir sumir hverjir komu lítið að stefnumótunarvinnu Borgarahreyfingarinnar áður en hún varð stjórnmálaafl.

Valsól, ég veit ekki betur en að Eiríki Stefánssyni útvarpskjafti, sem hefur á stundum látið ljót orð falla um félaga sína hafi verið fagnað sérstaklega með rósum og fíneríi við inngöngu í nánast guðlega allt umvefjandi hreyfingu jafnaðarmanna. 

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 09:49

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gangi ykkur vel Baldvin, það verður spennandi að fylgjast með ykkur

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 10:34

8 identicon

Sæll nafni.

Það er aldrei að vita að maður óski eftir því að fá að vera með ykkur í Borgarahreyfingunni. Ef svo færi þá hefði ég áhuga að koma að stefnumótun í sjávarútveginum og landbúnaðinum með þau rök sem ég hef í vasanum . Ég er að vísu harður fullveldisinni og þess vegna vil ég ekki sjá  ESB aðild svo það yrði nóg að taka hjá mér að afla mér fylgis fyrir skoðunum mínum innan Borgarahreyfingarinar. Ég hef það á tilfinningunni að minn gamli félagi í Frjálslynda flokknum Sigurjón þórðarson ætli sér formanninn í þeim flokki.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:31

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei Viðar, við ætlum okkur að vera áfram grasrótarhreyfing öðru fremur.

En þetta var nú bara góðlátlegt blogg frekar en formlegt boð frá Borgarahreyfingunni   en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir til okkar.

Baldvin Jónsson, 28.4.2009 kl. 14:04

10 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæll Baldvin, gott að ykkur gekk svo vel í kosningunum og gott að vita að ennþá séu einhverjir þarna innanveggja sem eru að vinna fyrir fólkið þó Frjálslyndir hafi dottið út , )

Valsól þér vil ég segja að mér leiðist alveg ákaflega þegar fólk er með sleggjudóma án þess að kynna sér málin betur. Þessa umræðu um rasisma tek ég mjög persónulega þar sem maðurinn minn er ekki íslendingur. Það er ekkert á stefnuskrá Frjálslyndra sem styður rasisma í nokkurri mynd og ég veit ekki betur en að annar "rasistinn" hafi gengið í D, er það þá hinn rasistaflokkur Íslands í dag? Hinn er svo líklega á leið út líka. 

Baldvin ég þakka þér gott boð en held mig þar sem ég er . Mikið starf framundan og bara gaman.

Ásta Hafberg S., 30.4.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband