Dautt atkvæði? Ertu hrædd/ur við að atkvæðið þitt skili ekki árangri hjá litlu framboði?
25.4.2009 | 11:31
Ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að maður á ekki að láta aðra segja sér hvernig mann eigin atkvæði sé best varið, við eigum ALLTAF að fylgja eigin sannfæringu.
En ég er samt í kosningabaráttu og því vill ég leyta leiða til að hafa áhrif á val þitt í dag ef ég mögulega get. Ég er að sjálfsögðu sannfærður um það að atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er atkvæði afskaplega vel varið og trúi því af festu að við munum geta haft mikil áhrif inni á þingi sem rödd fólksins.
Við munum starfa náið áfram með grasrótinni og þingflokkurinn okkar verður ekki vald heldur framkvæmdaaðilinn! Það er nýmæli og gefur þér færi á að hafa mun beinni áhrif heldur en möguleiki hefur verið á hingað til nokkurn tímann.
Ég hvet þig til að fylgja eigin sannfæringu en skelli hér engu að síður inn tveimur skýringarmyndum til að hrista aðeins upp í þessu og reyna með því að hvetja þig til að kjósa Borgarahreyfinguna frekar, ef valið stendur hjá þér um minni framboðin.
Þitt atkvæði hefur líklega aldrei haft meira vægi en í dag, ef þú kýst Borgarahreyfinguna!
Þitt atkvæði í dag ásamt örfáum öðrum gæti talið 2-3 þingmenn í stað ekki neins!
En eins og hún vinkona mín, oddviti listans míns í Reykjavík suður sagði í dag, POWER TO THE PEOPLE!
Ljúkum þessum gagnsæja áróðri á lokaorðum hins ágæta Þórs Saarí úr lokaþætti RÚV á framboðskynningunum og borgarafundunum, sem var sjónvarpað í gær:
Þór Saari, Borgarahreyfingunni
Við verðum að muna eftir því hvers vegna er verið að kjósa á morgun. Það er verið að kjósa á morgun af því að hér varð algjört efnahagshrun. Stjórnvöld á Íslandi brugðust almenningi algerlega og sveipuðu efnahagsmálin hér í leyndarhjúp, þannig að heimilin lentu á vonarvöl.
Við megum ekki gleyma því.
Þessi sömu stjórnvöld þau sitja hér í kvöld, allt í kringum mig og bjóða almenningi upp á það að láta kjósa sig aftur á morgun. Við vitum hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vitum hverjir bera ábyrgðina. Við megum ekki gleyma því heldur. Það er algjört grundvallaratriði. Ástæðan fyrir því að hlutirnir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hættum að skipta okkur sjálf af stjórnmálum. Við gleymdum því, við sváfum á verðinum. Við megum ekki gera það. Á morgun þegar við göngum inn í kjörklefann, þá skulum við ekki spyrja okkur þessarar spurningar, aftur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vitum hvað það var.
Við skulum spyrja okkur þeirrar spurningar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morgun.
![]() |
Bjarni Ben kaus fyrstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lokaorð þáttarins en Borgarahreyfingin hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta
25.4.2009 | 03:27
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
MUNDU AUTT ER DAUTT - BORGARAHREYFINGUNNI SPÁÐ 12% RAUNFYLGI
24.4.2009 | 20:31
Eftir að hafa verið á ferðinni á meðal fólks flest alla daga undanfarnar 2 vikur heyrist mér að fólk almennt spái okkur 8-15% fylgi þegar talið verður upp úr kössunum. Flestir hafa haft á því orð sérstaklega að fylgi okkar myndi án vafa taka stökk um leið og fólki væri orðið ljóst að fylgið okkar væri komið tryggilega yfir 5% mörkin.
Ert þú búin/n að ákveða hvort þú ætlar að kjósa gamla "trausta" DBS, eða ætlarðu að prófa eitthvað nýtt?
Autt er Dautt - sértu ekki sáttur við eitthvað á listum framboðanna geturðu strokað út þá sem þér líkar ekki við. Ef þú ætlar að kjósa turnana yfir okkur áfram bið ég þig samt að skoða það vandlega að strika út það fólk sem bar augljósa ábyrgð á hruninu sem hér varð.
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem ekki eru með þetta á hreinu:
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VINNUPLAGGI BORGARAHREYFINGARINNAR UM ATVINNUMÁL LEKIÐ Á NETIÐ?
24.4.2009 | 14:03
Byltingarandinn lifir enn - ekki gleyma þér á morgun!!
24.4.2009 | 10:05
Kjördagur kominn og enn ekki viss um hvað skal kjósa? Vísa hér á góða greiningu á valkostunum
23.4.2009 | 23:36
Tillögur Borgarahreyfingarinnar að lausnum í atvinnumálum
23.4.2009 | 12:39
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndskilaboð frá Borgarahreyfingunni - Við munum ráðast í vanda heimilanna og fylgið til þess eykst hratt
23.4.2009 | 00:28
Undir "traustri" efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks jókst hlutur ríkisins í fjárlögum um 52% á árunum 1999-2007
21.4.2009 | 19:27
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvað varð um mottó Sjálfstæðisflokksins: "Gjör rétt þol ei órétt"?
20.4.2009 | 16:03
Autt atkvæði ER DAUTT atkvæði!! Settu X við O - Borgarahreyfingin mun taka til óspilltra málanna
19.4.2009 | 23:01
Það var víst aðeins TJALDBORG sem stóð til að slá um heimilin - á sama tíma eyða stjórnmálaflokkarnir áætluðum kostnaði stjórnlagaþings í eigin rekstur
18.4.2009 | 02:29
Kosningakompás mbl.is - Hvað ætlar þú að kjósa?
17.4.2009 | 21:12
Borgarahreyfingin - ein framboða - gefur það skýrt út að AGS á ekki að stýra hér ríkisfjármálunum
17.4.2009 | 16:57
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvort ætlar þú að kjósa einræði og ráðherraræði eða lýðræði?
17.4.2009 | 15:59