Þetta er Fréttamynd ársins!! - og Kosningavaka Borgarahreyfingarinnar

frettamynd_arsins

 Þór Saarí átti án vafa umræðu þátt gærkvöldsins og mikið af fólk búið að hafa samband í dag og lýst því yfir að hann hafi gert útslagið með að þau kusu okkur í dag, glæsilega að verki staðið þar.

Þessi sena í gær samt, þar sem hann bara hreinlega getur ekki meira, hallar sér aftur og hreinlega stingur fingrunum í eyrun á sér var toppurinn. Segir meira um innihald og gæði umræðunnar en 1000 orð.

Borgarahreyfingin er með kosningavöku í kvöld í Iðnó fyrir alla sem vilja. Byrjum klukkan 22:00 og bíðum spennt eftir fyrstu tölum :)

Einhverjar léttar veitingar og barinn opinn fyrir þá sem vilja þar versla.


mbl.is Ástþór illur út í RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég ætla að reyna að mæta með flesnuna mína :)  ég vil vera á sigurhátíðinni..

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hversu mörg % flokkið þið sem sigur Baldvin ?

hilmar jónsson, 25.4.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þór er náttúrulega bara snillingur og topphúmoristi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hjartanlega til hamingju með sigurinn Baldvin og takk fyrir þitt öfluga starf í þágu þjóðarinnar!     Mér leiðist hrikalega að hafa ekki verið á landinu til að geta tekið þátt í þessu með ykkur og hefði gjarnan viljað vera staddur í Iðnó í kvöld.

Róbert Björnsson, 26.4.2009 kl. 00:55

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Myndin er æðisleg.  Ég óska okkur öllum í Borgarahreyfingunni til hamingju með árangurinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 01:58

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Til hamingju með árangurinn Baddi. Og vonandi þingmennsku :)

Kv. Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.4.2009 kl. 02:49

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það hvarflaði nú einmitt að mér að þetta yrði fréttamynd kosninganna ´09 !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 03:10

8 Smámynd: Sigurjón

Ég vil óska fólkinu til hamingju með árangurinn, þó slæmt hafi verið að þú komst ekki inn (alla vega eins og staðan er núna kl. 03:52).  Það hefði verið toppurinn!

Sigurjón, 26.4.2009 kl. 03:52

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Til hamingju með góða útkomu.

hilmar jónsson, 26.4.2009 kl. 12:45

10 Smámynd: Offari

Myndin lýsir mjög vel vandamálum þjóðarinar. Ég óska Borgarahreyfinguni til hamingju með frábært afrek.

Offari, 26.4.2009 kl. 13:21

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldvin: Þetta er frábær útkoma, en við skulum ekki gleyma því fyrir hvað búsáhaldabyltingin stóð.

Nú er að standa í báðar fætur, og það á jörðinni.

Gangi ykkur vel.

hilmar jónsson, 26.4.2009 kl. 17:48

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Til hamingju með árangurinn öll, og nú er komið að því að láta verkin tala.

Óska ykkur gæfu og góðs gengis

Þorsteinn Valur Baldvinsson

Talsmaður lýðræðishreyfingar í suðurkjördæmi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.4.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband