Hælisleitendur og anarkistar slá höndum saman við verkalýðinn í 1. maí göngunni - því miður er þetta þó allt saman skipulagt af verjendum fjármagnseigenda

Ég komst því miður ekki í gönguna í dag, átti ekki heimangegnt. Hefði mikið vilja mæta og taka þátt til þess að sýna hælisleitendum stuðning í sinni baráttu. Það er einfaldlega gríðarlegt ofbeldi sem þeim er sýnt af yfirvöldum á Íslandi og þjóðinni allri til háborinnar skammar.

Ég er ekki að segja að það eigi endilega að veita þeim öllum hæli á Íslandi, til þess vals á að liggja vel ígrundað og gagnsætt ferli, en meðan að hælisleitendur bíða úrlausnar sinna mála verðum við sem þjóð og gestgjafar að sýna þeim þó ekki væri nema lágmarkskurteisi og sinna þeim af gestrisni.

Aðstæðurnar sem að þeim eru boðnar í dag eru í raun stofufangelsi. Í ofanálag við að skilja lítið og fá litla sem enga túlkun, nema frá íslenskum sjálfboðaliðum, eru þau reglulega þvinguð til þess að skrifa undir samninga um þeirra aðstæður Á ÍSLENSKU!!! Þetta er mjög gróft mannréttindabrot og setur ráðamenn þessara mála á Íslandi í flokk með Talíbönum og öðrum einræðishyggjum.

Anarkistar mættu víst líka "glaðreifir" í gönguna með svarta fána til þess að vekja máls á sínum málstað. Maður verður bara að vona að þau hafi verið búin að gera þarfir sínar áður en gangan lagði af stað Whistling

En hvers vegna er ég að vísa til fjármagnseigenda í titli þessa pistils?

Jú, vegna þess að verkalýðsfélögin eru því miður búin að taka alfarið afstöðu með fjármagnseigendum landsins í stað þess að vera að berjast með málstað verkalýðsins. Þátttaka þeirra í þessari göngu er því lítið annað en einhver sýndarmennska og hefði í raun átt að afþakka þeirra aðkomu að málum þetta árið. Meðan að verkalýðnum svíður og eignirnar þeirra brenna í verðtryggingarbálinu, verja forystumenn verkalýðshreyfinganna verðtrygginguna með kjafti og klóm svo að lífeyrissjóðirnir þeirra tapi ekki peningum.

Afsökunin er að þeir séu að verja framtíðarréttindi okkar?!?

Hvernig væri að verja heldur rétt okkar akkúrat NÚNA og verja rétt okkar til þess að hafa bæði fæði og húsaskjól??

Hvernig væri að hjálpa til við að liðka til hjá almenningi til þess að samfélagið komist aftur af stað með samneyslunni og koma þar með hjólum atvinnulífsins af stað?

Nei, þeir vilja bara verja sína eigin fjármuni. Löglegt? - Já.  Siðlaust? - Maður spyr sig......


mbl.is Kröfugangan lögð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tek heilshugar undir með þér um hælislitendur. Það er ótrúlegt ofbeldi og mannfyrirlitning sem við sýnum með meðferð okkar á því fólki. - Skiptir þá engu hver bakgrunnur þeirra er sem er ótrúlega fjölbreyttur, meðferð okkar á málum þeirra og manneskjunum sem hingað leita er svívirða og eitthvað sem ekkert okkar myndi vilja sætta sig við.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.5.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Þór Saari

Heyr, heyr.

Þakka þér mikilvægan pistil Baldvin.  Það vill til að hún Birgitta okkar hefur um all langa hríð verið að sinna málefnum hælisleitenda og nú með stofnun Flóttamannahjálparinnar verður vonandi hægt að koma þessum málum í enn fastari farveg.  Þeð er einfaldlega ekki neitt til sem heitir "ólögleg manneskja" hvað svo sem yfirvöld vilja halda fram.  Svo er framkoma forstjóra Útlendingastofnunar eftirtektarverð ef satt er að hann hvetji veika hælisleitendur til að afsala sé læknisaðstoð fyrirfram.  Þetta munum við að sjálfsögðu athuga á þinginu nú þegar við höfum beinan aðgang að framkvæmdavaldinu.  Ég er þér hjartanlega sammála með að þó það taki tíma að vinna úr málum sumra þá er ekki við hæfi að fara með þá eins og einhver dýr, það er sjálfsagt að sýna öllu  þessu fólki samúð og gestrisni.

Mín fyrsta spurning er ég heyrði að launþegahreyfingin yrði með fund á Austurvelli í stað Ingólfstorgs var einfaldlega, hvar voru þeir nú í vetur þessi forkólfar þegar Ísland brann.  Enn mikilvægari spurning er svo hvar þeir standa núna þegar launþegar standa frammi fyrir mestu kjaraskerðingum sögunnar.  Megin áherslan virðist vera á ESB sem í sjálfu sér er gott og gilt en það er því miður ekki hægt að greiða af húsnæðisláni með umsóknareyðublaði að ESB.  Vonandi grípa launþegar sjálfir í taumana og taka stjórn fleiri félaga í sínar hendur eins og tókst með VR.

Þór Saari, 1.5.2009 kl. 17:08

3 identicon

Gæti maður kastað upp ! ! !

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband