Þar kom skýringin - það er kaffið sem gataði á mér heilabúið!

Ef satt reynist, því svona niðurstöður eru jú gjarnan birtar löngu áður en rannsókn er raunverulega lokið, að þá er ég í verulega vondum málum. Sit á skólabekk á gamals aldri og þarf mikið á því að halda að finna leiðir til þess að muna meira - en ekki minna.

Hef hingað til verið einlægur kaffisvelgur, og það langt langt úr hófi fram. Kannski að það skýrist að hluta til af þessum niðurstöðum, ég bara muni hreinlega ekki hvort að ég sé búin að drekka nóg af kaffi eða ekki í dag?!

Nú er bara að leita upplýsinga um hvort að þessi "dauðu" svæði í hausnum á mér eigi sér endurreisnarvon eða hvort að þetta sé bara "dead for good"

Tel allavega mjög mikilvægt að héðan í frá drekka almennt ekki kaffi eftir miðnætti Whistling


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eina ráðið til þess að tapa ekki minninu er að gera æfingar fyrir heilann á hverjum degi, læra eitthvað nýtt, glíma við krossgátur, eða eitthvað svipað.  Það hefur reynst mér vel, ég fór að læra finnsku fyrir 8 árum.  Síðan þá hefur minni mitt batnað mikið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Spekingarnir segja að það besta sé hreyfing. Las grein um þetta fyrir nokkrum dögum. Hélt sjálfur eins og Jóna Kolbrún að best væri að glíma við stærðfræði þrautir eða aðrar þrautir. Man nú ekki alveg útaf hverju það var hreyfing en það hefur eitthvað að gera með að heilin notar mikið súrefni. Það má greinilega sjá að ég hreyfi mig ekki of mikið.

Hörður Valdimarsson, 11.5.2009 kl. 09:29

3 identicon

Ég vil gera kaup á kaffi, tóbaki og víni refsiverð.  Fara sænsku leiðina í þessu, þar sem ábyrgðin er sett þar sem hún á heima, þ.e á kaupandann.  Kaupandinn veldur eftirspurninni og þess vegna framleiða fyrirtækin eins og enginn sé morgundagurinn.

Kaupandinn veldur þar með gríðarlegu tjóni bæði á sjálfum sér og öðrum og reikna má með að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum mundi dragast verulega saman.

Kaupandinn ber einnig ábyrgð á því að þetta er samþykkt í samfélaginu.  Alþingi á að banna þetta og senda þar með skýr skilaboð um að þeir sem nota þessi efni eru lögbrjótar sem á að refsa.

Samfélagið mundi líklega meðtaka þetta fljótt og vel ef marka má viðtökurnar við reykingabanni veitingastaða.  Eftir 1-2 ár frá gildistöku svona laga eins og að ofan er nefnt þá mun samfélagið líta á kaupendur þessara efna sem glæpamenn sem á skilyrðislaust að refsa.

Núna eru kjöraðstæður fyrir svona málefni vegna þessarar fínu vinstri stjórnar sem nú ræður ríkjum hér á landi.

Hulda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

:) Hulda, ertu ekki að takmarka þig um of?  Af hverju ekki að banna á sama tíma öll kaup ofbeldistölvuleikja og annarra tölvuleikja sem letja börn við hreyfingu? Banna kaup á afsláttarkortum hverskonar þar sem þau spara fólki aur og letja þar með fólk til vinnu. Bönnum líka þetta blog dót og Facebook, það er augljóst að þetta dregur alla orkuna úr samfélaginu.

En öðru fremur, við einfaldlega VERÐUM að banna það að fólk sé að kaupa þessar ömurlegu pólitísku "lausnir" sem er sífellt verið að leggja fram fyrir okkur sem einhverskonar loforð eða töfralausnir.

Já, þeir kunna þetta sko í Svíþjóð.

Baldvin Jónsson, 13.5.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband