Baráttan um lýðræðisumbæturnar fær nú aftur byr undir báða vængi - mikið er ég stoltur af þingmönnunum mínum

Í dag var sögulegur dagur fyrir okkur í Borgarahreyfingunni, í dag lögðu þingmenn okkar fram fyrsta frumvarpið sem er algerlega úr stefnu okkar. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ég er OFSALEGA stoltur núna :)

Sjá nánar allt um þetta hér: http://www.margrettryggva.is/?p=113


mbl.is Sjálfstæðismenn ræddu við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN MEIRA UM ICESAVE

Hér takast á tvær greinar um málið, báðar með ágætis rökum þó að ég persónulega hallist ennþá frekar að Herdísar greiningu á málinu.

Sjá hér grein Herdísar: http://www.visir.is/article/20090620/SKODANIR/228195908

og hér grein Guðmundar Andra: http://tmm.forlagid.is/?p=1730

 

Bæði hafa þó nokkuð til síns máls, en þó tel ég margar yfirlýsingar hjá Guðmundi Andra ekki standast nánari skoðun.

Hann nefnir til að mynda í þriðja lagi, að við séum ekki saklaus af peningasukki. Það er hárrétt hjá honum, en jafnframt er margbúið að sýna fram á að þáttur almennings í heildarútlánum bankanna 2007 var ekki nema um 3% í neyslulánum.

Þá tiltekur hann síðar í færslunni að vitað sé að við munum fá um 75-95% af ætluðum eignum Landsbankans upp í skuldina. Það er einfaldlega ALRANGT að það sé eitthvað um það vitað. Það er hvorki vitað hverjar raunverulegar endurheimtur eignarinnar verða, né neitt um það hvort að íslenska ríkið eigi einhvern forgang á þær heimtur fram yfir aðra kröfuhafa.

Já, það eru enn að minnsta kosti jafn margar ósvaraðar spurningar sem standa eftir þrátt fyrir ýmis svör. Er réttlætanlegt að semja um slíkar skuldbindingar á forsendum sem við getum mjög ólíklega staðið við, á jafn ótraustum upplýsingum og heimildum og nú liggja fyrir?

Ég segi NEI


ICESAVE - ÞETTA ÞARFTU AÐ LESA

Ræða Jóhannesar af Austurvelli í dag:

http://besserwiss.com/blogg/r%c3%a6%c3%b0a-a-austurvelli-20-juni-2009

Þetta þurfa allir að lesa sem vilja setja sig inn í málið og skilja.

 

Og hérna meira konfekt: http://hnakkus.blogspot.com/2009/06/af-gungum-og-druslum.html


mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERJUM LANDIÐ - RADDIR FÓLKSINS BOÐA TIL MÓTMÆLA Á MORGUN LAUGARDAG Á AUSTURVELLI!!!

Raddir fólksins ásamt fleirum sem hafa staðið mótmælavaktina gegn Icesave undanfarnar vikur, boða nú til mótmæla á Austurvelli á morgun. Allir þeir sem vettlingi geta valdið og hafa áhuga á því að hneppa ekki landann undir nýlendu stefnu Breta, verða að...

ER ÞÖGGUN UM SAMNING SEM ICESAVE LANDRÁÐ? - HVAÐ FINNST ÞÉR?

Fékk þetta á Facebook frá henni Margréti Tryggvadóttir, þingmanni Borgarahreyfingarinnar. Þessi dagur var hræðilegur. Icesave samningurinn sem við höfum verið að biðja um að fá að sjá í nærri tvær vikur vofði yfir honum. Í morgun fengum við tvo góða...

ÉG LÝSI HÉR MEÐ FORMLEGA YFIR ALGERU VANHÆFI SITJANDI FORSÆTISRÁÐHERRA!

Í fréttinni er haft eftir Jóhönnu: Jóhanna Sigurðardóttir segist ekki styðja ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins ef eitthvað komi í ljós sem bendi til þess að verið sé að stefna þjóðinni í gjaldþrot vegna þess eða hægt verði í krafti þess að ganga...

MMR KÖNNUN: MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR VILL EKKI ÁBYRGJAST ICESAVE SAMNINGA!

Samkvæmt frétt á dv.is vill meirihluti þjóðarinnar ekki ábyrgjast Icesave samninginn. MMR vefkannanir gerðu könnun fyrir DV um málið og segjast 63% ekki telja að Íslendingum beri að ábyrgjast greiðsur vegna Icesave. Þá taka þeir einnig fram að einungis...

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ER TILBÚINN TIL ÞESS AÐ SKULDBINDA ALLA ÍSLENSKU ÞJÓÐINA VEGNA EINKASAMNINGS VIÐSKIPTAAÐILA

Steingrímur staðfestir í þessari frétt að Icesave málið er á milli einkaaðila, Tryggingsjóðs og erlendra kröfuhafa. Finnst einhverjum eðlilegt að ríkisstjórnininni finnist eðlilegt og sjálfsagt að samþykkja ríkisábyrgð á slíkan...

LÖGREGLAN HÓTAR MEÐ ÓGNUNUM AÐ KEYRA YFIR FRIÐSAMA MÓTMÆLENDUR Á BIFHJÓLUM!

Fylgstu vel með hér að neðan: Ég velti því líka fyrir mér ennþá hvað lögreglunni stendur til? Er ekki með þessu verið að rjúfa þá sátt sem skapaðist við appelsínugulu mótmælin í janúar?

Í DAG HEFÐI ÁTT AÐ HANDTAKA MIG VÆNTANLEGA

Ef ég hefði bara komist til að taka þátt í mótmælunum á Austurvelli. Er því miður fastur vegna vinnu, úti á landi næstu dagana. En get lofað því að ég hefði án vafa setið þarna með henni Heiðu B ., hetjunni minni og mótmælamömmu (er það ekki flottur...

ICESAVE MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI KLUKKAN 14:00 - ÆTLAR ÞÚ AÐ MÆTA OG VERJA RÉTT ÞINN?

Sjá nánar á Facebook: http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/event.php?eid=114613423764&ref=nf Ég er því miður fastur í vinnu, fer í fyrramálið í nokkurra daga ferð um landið með ferðamenn. Ég treysti því að þú munir mæta þarna fyrir okkar hönd og...

Flopp eða gríðarflott markaðssetning?

Það er spurning....

Niðurlæging ríkisstjórnarinnar við almenning í landinu nær hér hámarki - VANHÆF RÍKISSTJÓRN!!!

http://eyjan.is/blog/2009/06/12/rikisstjornin-vill-ad-meirihluti-thingmanna-geti-knuid-fram-thjodaratkvaedagreidslur/ Eru þau orðin algerlega valdsjúk?

ÓHEPPILEG TÍMASETNING BOÐAÐRA MÓTMÆLA Í DAG - AUKA AÐALFUNDUR BORGARAHREYFINGARINNAR HALDINN Á SAMA TÍMA

Já það er sorglegt til þess að hugsa að ekki séu fleiri sem sýna því áhuga að berjast gegn samþykkt núverandi ICES(L)AVE samkomulags. Mótmæli dagsins voru boðuð á sama tíma og við í Borgarahreyfingunni vorum með boðaðan auka aðalfund þar sem fram fór...

SKYLDULESNING VARÐANDI ICESAVE UMRÆÐUNA

Tekið af vef Pressunnar, sjá hér . Ellefu firrur um Icesave 1. Icesave innstæður eru á ábyrgð íslenska ríkisins. Fyrir setningu neyðarlaga voru innstæður í íslenskum bönkum tryggðar af tryggingarsjóði innstæðueigenda. Gildir einu hvort útibúið er...

Tjaldborg Heimilanna er á Austurvelli - grillið heitt - endilega skelltu þér í bæinn með steikina og skelltu á grillið

Þurfti sjálfur að skjótast heim. Var vel heitt á grillinu þegar að ég yfirgaf hópinn áðan. Endilega nýttu góða veðrið og skelltu þér í bæinn að grilla. Skjaldborgin klikkaði algerlega hjá ráðamönnum - við getum að minnsta kosti skellt upp Tjaldborg. Mynd...

Spilltur ráðuneytisstjóri heldur starfi í nýju ráðuneyti - réttindi ríkisstarfsmanna ofar landslögum?

Það liggur ljóst fyrir að Baldur notaði innherja upplýsingar til þess að selja allt sitt í Landsbankanum korteri í hrun, eftir að hafa setið fund um stöðu mála með Landsbanka mönnum. Baldur var þar með að nýta sér leynilegar upplýsingar til þess að...

Er Samfylkingin búin að missa alfarið sambandið við krata vini sína í Svíþjóð?

Við fáum af því fréttir ítrekað í gegnum Jóhönnu og Steingrím, að ekkert fáist lánað frá grannríkjum okkar á Norðurlöndunum nema að gengist verði við Icesave skuldinni ætluðu. Það er löngum vitað að Steingrímur er mest megnis í sambandi við einhverja...

Henrý Þór klikkar ekki að vanda - 7 years in Debet

...

MÓTMÆLIN VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ HALDA ÁFRAM Á MORGUN FRÁ KLUKKAN 15:00

Nú ríður á að sýna þeim þingmönnum, sem í hjarta sínu vita að þetta mál er argasta ranglæti, samstöðu og mæta á Austurvöll og láta þá vita af því að við stöndum með þeim. Okkar helsta von eru þeir fjölmörgu þingmenn VG sem að hafa þegar talað gegn þessu,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband