STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ER TILBÚINN TIL ÞESS AÐ SKULDBINDA ALLA ÍSLENSKU ÞJÓÐINA VEGNA EINKASAMNINGS VIÐSKIPTAAÐILA

Steingrímur staðfestir í þessari frétt að Icesave málið er á milli einkaaðila, Tryggingsjóðs og erlendra kröfuhafa.

Finnst einhverjum eðlilegt að ríkisstjórnininni finnist eðlilegt og sjálfsagt að samþykkja ríkisábyrgð á slíkan gjörning?


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nei

Óskar Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur er til í allt með Jóhönnu.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nei, hinsvegar þar sem glannaskapur [skv. Halldór ÁS]  einkaaðila var slíkur að skaðaði orðspor almennings og þjóðarefnahag  [almenn vitneskja], þá verði landráðamennirnir, ábyrgðaraðilarnir ákærðir hið fyrsta af  Dómsmálaráðherra. Til að hreinsa mannorð þeirra sem ekkert gerðu af sér.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 20:54

4 identicon

 Hvaða "Innlánstryggingasjóð" Steingrímur ? Það er tómur kassi, annars væri ekki allt hér á öðrum endanum.

Ég er sjálfsagt ekki einn um það að þola ekki pólítískt kjaftæði sem orðræða Steingríms er í heild sinni (tek fram að ég er mjög orðvar, en svona er þetta nú bara).

Varðandi:  "Steingrímur segist sjálfur telja að það sé vandasamt fyrir þingmenn að fjalla um samninginn ef leyfið fáist ekki"

Þetta er rangt hjá Steingrími.  Þingmenn geta ekki fjallað um þennan kúgunar-samning úr smiðju Stúdents Svavars án þess að skoða hann. 

Það er hverjum manni ljóst en Steingrími er mjög svo annt um að halda sínu (striki) svo hann kýs að segja þessa þvælu upp í opið geðið á almenningi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tryggingsjóður er á ábyrgð ábyrgð viðskiptaráðherra, fjármáleftirlits og viðskiptabankanna. Hann sé tómur. Hvað voru ábyrgðaraðilar að hala inn á kostnað hins vinnandi almennings? 

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessi leynd er eitthvað skrítin. Eru íslenskir ráðamenn að láta reyna á greindarvísitölu alþingis?  Láta alþingi  fá munnlegar upplýsingar um innihaldið.

Ég vona svo innilega að greindarvísitalan sé hærri hjá alþingismönnum, en Ráðamenn íslensku þjóðarinnar  halda.

Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 21:32

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Eigum við ekki að láta þá reyna prófið fyrst, áður en við dæmum þá.

Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 22:00

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við munum borga upp í vextina en til að fá fax þurfum við afsala okkur hinu og þess í staðinn. Lánafyrirgreiðslur sem samningur býður upp á standa fyrir sínu.

Það er ekki furða þó íbúar meginlands Evrópu séu ófrjóir í öllum þessum stöðugleika ömurlegs afþreyingarefnis.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 23:10

9 identicon

Það getur engum heilvita manni þótt það, fyrst ber að láta reyna á það hvort okkur beri skylda til að borga þessa reikninga yfir höfuð áður en sest verður við samningaborð við Breta

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:23

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Samningur milli einkaaðila! Hvað er þá verið að þvæla ríkisstjórninni, alþingi og þar með þjóðinni í málið???

Arinbjörn Kúld, 16.6.2009 kl. 23:43

11 identicon

Það þótti mér jafnvel enn merkilegra í þessari frétt að Steingrímur tók það fram að ríkisstjórnin hefði sent bréf til þess að biðja um leyfi til þess að sýna "leynisamninginn". Að þjóðin þurfi leyfi að sjá það sem skrifað var upp á í hennar nafni er náttúrulega eitt og sér nógu fáránlegt. Hvað þá að stærstu embætti landsins geti ekki notast við símtæki? Heldur bíða þau eins og motturnar sem þau eru eftir svari bréfleiðis. Ég furða mig á því að þau skuli ekki notast við bréfdúfur. Svo heldur Steingrímur áfram að kúka á sig og talar um að "ekki sé venjan að birta svona viðskiptalega samninga" ... Eins og það sé hins vegar venjan að skuldsetja heila þjóð vegna glæpa sem hún ekki framdi!?? Þetta er svo gjörsamlega út í hött..

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 04:43

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Sbr. MBl. úr ræðu Forsætisráðherra.

Segir Jóhanna sannarlega með réttu fyrir hönd Samfo og styrktaraðila.

Við 65% sem nauðug viljug horfðum upp á og vildum fram á síðasta dag ekki trúa þessu: Landráðsstarfsemi [glannaskap, óráðsíu].  Getum tekið undir sérhvert orð Jóhönnu.  Sennilega stórhluti Samfo líka sem vissi ekki betur að telur fals lánin vera góðæri. Góðæri sem mælist ekki á skattaskýrslum  90% Íslendinga.  TV sýndar góðæri?

Eftir höfðinu dansa limirnir.

Þarna er játning svört á hvítu. Dagar samsæriskenninga liðnir.

Þjóðin eða heimilinn geta ekki látið þau ganga lausum hala.

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband