ÉG LÝSI HÉR MEÐ FORMLEGA YFIR ALGERU VANHÆFI SITJANDI FORSÆTISRÁÐHERRA!

Í fréttinni er haft eftir Jóhönnu:

  Jóhanna Sigurðardóttir segist ekki styðja ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins  ef eitthvað komi í ljós sem bendi til þess að verið sé að stefna þjóðinni í gjaldþrot vegna þess eða hægt verði í krafti þess að ganga að innlendum eignum ríkisins. Hún sakar þingmenn um hræðsluáróður á Alþingi í dag.

Í hvaða firrta heimi býr frú forsætisráðherra? Er hún ekki búin að lesa þann hluta samningsins sem birtur var í fréttum í gær?

Samningurinn er afsal sjálfstæðis þjóðar  -  það er bara svo einfalt.

Margir óttast að mótmæla þessu núna af því að þá gætu Sjálfstæðismenn komist aftur til valda?!?  Bíddu bíddu, um hvað snýst málið? Skammtíma hagsmuni stjórnmálaflokka (og þá þíns liðs) eða alla framtíð heillar þjóðar?

Taki núverandi ríkisstjórn sig ekki saman í andlitinu og fer að vinna í því að vera raunverulega að verja þjóðina og hennar hagsmuni, í stað þess að kasta þjóðinni fyrir bresk og hollensk ljón, já þá verður önnur bylting. Það er enginn efi í brjósti mér með það.

Og hún verður afar ólíklega eitthvað voðalega appelsínugul.

Mér er mikið niðri fyrir. Finnst þér kæri lesandi í alvöru skipta meira máli að verja hagsmuni flokksins (liðsins) þíns en þjóðarinnar? Finnst þér í alvöru að Icesave samningurinn sé ásættanlegur eins og hann nú stendur?


mbl.is Hræðsluáróður, segir Jóhanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Þetta er náttúrlega algerlega út í Hróa! Manneskjan er búin að skrifa undir þetta og talar núna um ef að e-ð komi í ljós þá styðji hún þetta ekki!!! Maður veit varla hvað maður á að segja! Og nei þetta snýst sko ekki um flokka, þetta snýst um landið okkar og börnin okkar - PUNKTUR!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 19:39

2 identicon

Það var afskaplega skýr og góð ástæða að þau ólánshjúin Steingrímur J og Heilög Jóhanna lugu ítrekað því til það væru Bretar og Hollendingar sem réðu því að þjóð og þingheimur máttu ekki kynna sér samninginn.

Núna er vitað að það voru þau tvö enn ekki kúgararnir bretar og Hollendingar sem réðu því til að reyna að dylja landráðið sem þau eru að vinna að hörðum höndum að fremja og um leið gefa land og þjóð erlendum til eignar fyrir einhverjar skrifstofustöður hjá ESB.

Sem betur fer er 75% þjóðarinnar hörð á móti landráði þeirra, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Það góða við þetta að þau og þeirra aftaníossar á þingi eru búin að fremja pólitísk sjálfsmorð.

Farið hefur fé betra.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:53

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

18.06.2009
Spegillinn í dag

Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í löggjöf Evrópusambandsins, segir Icesave samninginn óvenjulegan og spurning sé hvort stjórnarskráin leyfi að hann sé samþykktur. Hann segir marga óvissuþætti í samningnum og að hann gæti hugsanlega skert fullveldi íslands. Þetta verði þingmenn að hafa í huga og þeir verði að meta hvort samningurtinn feli í sér svo mikið afsal fullveldis að um brot á stjórnarskrá gæti verið að ræða.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 20:29

4 identicon

Þetta er vandamálið á Íslandi í dag. Fólk fylgir flokknum sínum líkt og um uppáhalds fótboltalið sé að ræða. Hef lengi sagt það og segi það enn, kjósum fólk og málefni. Burt með flokkakerfið. Af því sem er þó í boði styð ég borgarahreyfinguna. Enda er þar fólk að finna sem tekur málefnin fram yfir flokkinn.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað svo sem ég kaus eða kýs þá segji ég NEI við Icesace - kemur ekki til mála og þessi kona Jóhanna fer villu vegar og ætti að sæta læknisrannsókn strax

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband