MMR KÖNNUN: MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR VILL EKKI ÁBYRGJAST ICESAVE SAMNINGA!

Samkvæmt frétt á dv.is vill meirihluti þjóðarinnar ekki ábyrgjast Icesave samninginn. MMR vefkannanir gerðu könnun fyrir DV um málið og segjast 63% ekki telja að Íslendingum beri að ábyrgjast greiðsur vegna Icesave.

Þá taka þeir einnig fram að einungis innan við fjórðungur hafi talið að okkur bæri að bera ábyrgðina.

Virðist augljóst að ríkisstjórnin sé hluti þess fjórðungs því miður.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Að sjálfsögðu!

Arinbjörn Kúld, 16.6.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklega eru þessi 25% hlutfall heittrúaðra Samfylkingarmanna, sem búið er að marínera í áróðri um að þetta sé skilyrði fyrir inngöngu í evrópubandalagshimnaríkið.  Þessi skoðanakönnun ætti að gefa þeim hugmynd um hverslags sprenging yrði ef þetta yrði samþykkt. Ólafur Ragnar fær þetta inn á borð til endanlegrar samþykktar. Honum er kleyft að vísa þessu í þjóðaratkvæði.  Ef forseti landsins hundsar þennan meirihluta, þá legg ég til að þessar 250.000 hræður marseri fram að Bessastöðum og hendi honum og hans hafurtaski á haf út.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef trú á því að þessi skoðanakönnun sé ekki fjarri lagi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Í mínum huga er tvennt frekar augljóst: "Það er ca. 65% af þjóðinni sem vil ekki ganga inn í Evrópubandalagið þó allir vilji nýjan gjaldeyrir... og svo gefur maður sér að 65% af þjóðinni myndi aldrei samþykkja svona fáranlega vitlausa IceSLAVE samninga....  En það eru til ca. 25% af þjóðinni sem enn trúir blint á "lýðskrum & lygar SAMSPILLINGARINNAR" - ég vona innilega að það heimska lið nái ekki að þröngva sýnum glórulausu gjörningum inn á þjóðina...!

Ég hélt að það væri nóg hjá Samspillingunni að keyra þjóðarskútuna einu sinni í upp á sker, en mér sýnist að þeir vilji komast í heimsmetabók Guiness í tengslum við heimsku & þjóðargjaldþrot - "you ain´t seen nothing yet" - færa má GÓÐ rök fyrir því að banna eigi XS að bjóða fram í næstu kosningum, flokkurinn er stórhættulegur þjóðinni - vægast sagt...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband