Er Samfylkingin búin að missa alfarið sambandið við krata vini sína í Svíþjóð?

Við fáum af því fréttir ítrekað í gegnum Jóhönnu og Steingrím, að ekkert fáist lánað frá grannríkjum okkar á Norðurlöndunum nema að gengist verði við Icesave skuldinni ætluðu.

Það er löngum vitað að Steingrímur er mest megnis í sambandi við einhverja kollega sína í Noregi og Noregur virðist á því að lána okkur ekki nema með samþykki Breta og AGS.

Nú virðist hins vegar ljóst að það eru ekki skilyrði Finna og Svía. Samfylkingin hefur gjarnan horft til "fyrirmyndar" sósíalista ríkisins Svíþjóðar eftir stuðningi og samstarfi. Er það samstarf búið?

Hvernig stendur á því að Jóhanna virðist ekki vita af því að okkur standi til boða lán frá Svíum?


mbl.is Lausn Icesave ekki forsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Carl Bildt er argasta íhald (á sænskum mælikvarða) og það er hægri stjórn í Svíþjóð núna.  Þannig að þessi fyrirsögn er kannski ekki alveg við hæfi.

Vörður (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Áttu við að Samfylkingin hætti að tala við vini sína í Svíþjóð ef þeir eru ekki lengur við völd?

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Sjóveikur

það er nú svo ljúfurinn að kratar eru komnir úr tísku hér  sem betur fer, krata pólitík er óþrifnaður hvar sem er á jörðu hér

Byltingar kveðjur og ekki borga, þá fellur þetta um sjálft sig og byltingin verður sönn, sjoveikur

Sjóveikur, 9.6.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt hollustu ákvæðum og samtöðuákvæðum samninga á öllum sviðum [ES-stjórnaskrárákvæðum: Lissabon] er utanríkisstefna sameiginlega allra meðlimaríkja ES sem undirituðu samningin. Enfremur mótar Seðlabankakerfi ES undir Seðlabanka Evrópu sameiginlega stefnu í peningamálum.

Áróðurinn felst í því að láta okkur hafa það á tilfinningunni að ekkert breytist við að innlimast.  Íhaldið selur sig dýrar samanber á Íslandi. Kratar segja bottoms up. En það er gott fólk í öllum flokkum sem betur fer og flestir vita ekki nógu mikið til að skilja samhengið.

Ríki með hærri meðaltekjur en ES á íbúa og getur plummað sig án ES þarf virkilega að hafa lélegan námsundirbúning til að sjá ekki í gengum efnahagstríðið sem þjóðin er í. Ritskoðun [velja fréttir]  er eitt einkenni. Leynd hjá stjórnvöldum annað. Sögnin er þetta má almenningur aldrei fá að vita því þá verður hann ekki sáttfús eða samvinnuþýður í framtíðinni.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 03:44

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef trú á því að Jóhanna sé útbrunnin, hún er of gömul og hefur ekki það sem þarf til þess að stjórna landinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband