Niðurlæging ríkisstjórnarinnar við almenning í landinu nær hér hámarki - VANHÆF RÍKISSTJÓRN!!!

 

http://eyjan.is/blog/2009/06/12/rikisstjornin-vill-ad-meirihluti-thingmanna-geti-knuid-fram-thjodaratkvaedagreidslur/

 

Eru þau orðin algerlega valdsjúk?


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bíddu við'? ...er hefð fyrir "þjóðaratkvæðagreiðslu" á Íslandi! Svarið er auðvitað "NEI!...en svona "hefðarrök eru slæm, ég veit það vel sjálf, en heyri þau ótrúlega oft þegar ég horfi á alþingisrásina!?

ok...án hefðar...hvaða VIÐMIР vilt þú og Borgarahreyfingin?  Einhver viðmið verða að vera, annars fara öll mál í þjóðaratkvæðagreiðslu!

PS: Takk fyrir frábært starf 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2009 kl. 00:30

2 identicon

Hvar er jákvæðnin og uppbyggilegu tillögurnar? Kanski kominn tími á að ganga í framsókn?

Hallmundur Hallgrímsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Anna, okkar tillögur hafa miðað við að það þyrfti um 7% kosningabærra manna til þess að mál færi í þjóðaratkvæði, þ.e.a.s. undirskriftir þeirra. Einnig nefndum við að 1/3 alþingismanna ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði.

Við eigum að víkja frá meirihluta boðun og auka vægi lýðræðislegra vinnubragða :)

Þar er jákvæðnin og uppbyggilegu tillögurnar Hallmundur. Þær komu allar fram í stefnumálum okkar í kosningunum. Ólíkt ýmsum að virðist, eru það enn þær hugmyndir sem við viljum vera að vinna að, þjóðinni og lýðræðinu til heilla.

Framsóknarflokkurinn er ekki farinn að heilla mikið, get ekki sagt það. Reyndar bara hreint ekki neitt.

Baldvin Jónsson, 14.6.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Baldvin, ef þú hugsar til þess að menn telja að stjórnarskrárbreytingu þurfi til annars konar þjóðaratkvæðagreiðslu, viltu þá ekki frekar hafa þennan möguleika í millitíðinni?

Ef þjóðin kýs á einn veg og alþingi annan, þá vita allir hvað myndi gerast í kosningunum næst á eftir.

En það breytir ekki því að við viljum fá stjórnarskrárbreytingar fyrir næstu kosningar - þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru tryggðar og tengslin milli stjórnarskrárbreytinga og kosninga verði rofin.

Elfur Logadóttir, 14.6.2009 kl. 01:57

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála Elfi hér?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2009 kl. 02:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Breytt lög um þjóðaratkvæði skipta engu máli, ef Icesave fer í gegn.  Hvernig er það, þarf ekki forsetinn að samþykkja Icesave líka? Hefur forsetinn ekki vald til að vísa ágreiningi til þjóðaratkvæða?

Stjórnarskráin segir í 26 grein:

26. grein

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Á ekki að láta á þetta reyna?

Í tengslum við þetta spyr maður nú: Hversvegna var þetta ekki gert með fjölmiðlalögin? Hvaða ráð hafa menn til þess að ganga á snið við sjálfa stjórnarskrána?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 03:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn telja að samningurinn sé ekki háður lagaheimild, þá er rétt að benda á 40. gr.

40. grein

Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Icesave er í hendi forsetans og ef hann samþykkir ekki, þá ber að setja þetta undir þjóðaratkvæði. Óli er annars góðvinur Svavars Gestssonar og mun sennilega gera vini sínum þennan greiða. Eða hvað?

Svo þarf einnig a samþykkja fjáraukalög:

41. grein

Ekkert gjald má geiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 03:27

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með góða kosningu í stjórnarkjörinu í gær.    Ég held að stjórnarliðar séu ekki vandanum vaxnir.  Þau fara undan í flæmingi þegar talað er við þau. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.6.2009 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband