Ég er umhverfissinni sem óttast um hag mannkyns en ekki náttúruna
13.3.2009 | 19:03
Ég hef haft miklar skoðanir og áhuga á náttúruvernd árum saman. Mér þykir afar mikilvægt að kenna börnunum mínum að bera viðringu fyrir umhverfi sínu, að nota ekki meira en maður þarf, að leitast við sjálfbærni í öllu í lífinu. En ég hef aldrei óttast um náttúruna sjálfa. Ég hef aðeins óttast afkomu okkar mannsins í henni. Náttúran mun án nokkurs vafa lifa okkur, hversu lengi okkur tekst að lifa hérna er væntanlega undir okkur sjálfum komið og því hvernig okkur tekst að þróast með þeim náttúrulegu breytingum sem verða óhjákvæmilega á öllum löngum tímabilum sem mæld eru.
Of mikið CO2 í andrúmsloftinu er í dag talinn helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Lengi vel taldi ég líklegt að þeir fjölmörgu vísindamenn sem fjölluðu um skaðræði þess og orsök mannanna í því ferli, hefðu rétt fyrir sér og trúði rökum þeirra. En eftir að hafa lesið mér aðeins til um til dæmis gosvirkni á jörðinni á seinni tímum og CO2 losuninni sem henni fylgir, hef ég orðið miklar efasemdir um áhrif mannsins á þessa hringrás jarðarinnar. Mér þykir mun forvitnilegra hvers vegna við fáum engar rannsóknir fram um það hvað hefur gerst á Jörðinni EFTIR hlý tímabil. Hvernig náttúran hefur brugðist við og hvað hefur þá orsakað kólnun aftur. Það virðist ekki vera vinsælt fjölmiðlaefni, enda eru heimsenda spár eitt vinsælasta fréttaefni frá væntanlega upphafi prentmiðla.
Í einu stóru gosi, gosi eins og til dæmis Laka gosi á Íslandi 1783 eða Krakatá (ef ég man rétt nafnið) gosinu í kringum 1825 losaði náttúran um það bil 2.000 sinnum meiri CO2 á fáum mánuðum en mannkynið allt með öllum sínum gjörðum losar að meðaltali á ári. Eitt stórt gos á ca. 100 ára fresti hefur því um 20 sinnum meiri áhrif á CO2 í andrúmsloftinu en mannkynið allt.
Auðvitað hörfum við áhrif og bætum á vandann. Margir halda því fram að það sé einmitt bara þetta litla sem við bætum við sem hafi svo mikil áhrif. Að þessi litla viðbót sé það sem hafi sett náttúrulega ferlið úr jafnvægi, en ég hef ekki séð það rökstutt almennilega enn án þess að hafa jafnframt séð rök gegn því líka.
Mín tillaga er því þessi. Þangað til að fyrir liggja áreiðanlegar sannanir fyrir orsök og þá væntanlega viðbragðs áætlun líka, skulum við ekki fyllast ofsaæði. Berum bara virðingu fyrir umhverfi okkar, sýnum góða umgengni og leitumst við að lifa sjálfbæru lífi. Það sleppur enginn lifandi frá þessu hvort eð er. Okkar ábyrgð er hins vegar að skilja ekki verr við okkur en við tókum við, ábyrgðin okkar snýr að afkomendum okkar.
![]() |
Jörðin hlýnar hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin stefnir til glötunar - ætlar að treysta þrælahöldurunum fyrir velferð barna sinna
12.3.2009 | 19:36
Já, ég segi það hreint út. Þetta er mér óskiljanlegt. Þetta er einhvers konar óskiljanleg sjálfseyðingarhvöt sem þjóðin virðist haldin og nú er það augljóslega okkar hlutverk að hjálpa henni að sjá sannleikann um ástandið.
Við getum ekki mögulega viljað kjósa yfir okkur óbreytt ástand áfram er það? Viljum við í alvöru að fólkið sem hugsar um fátt annað en eigin völd og að skara eld að sinni köku verði áfram við völd?
Við verðum hreinlega að leita hugrekkis, við verðum að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð. Það er undir okkur sjálfum komið, þjóðinni, að breyta ástandinu.
Allt annað er algerlega óásættanlegt.
Borgarahreyfingin mun verða á ferðinni á komandi vikum við að kynna málefnin - endilega hafðu samband viljirðu taka þátt eða fá okkur í heimsókn á þinn vinnustað eða skóla til þess að skýra málin okkar.
X við O er einfaldlega réttlætis mál!
![]() |
Samfylkingin stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reyndar finnst mér furðulegt að það fólk sem að sendi á mig beiðni á tölvupósti og á Facebook skuli ekki hafa mætt sjálft í þessa göngu. Aktívismi er jú ekki bara að senda út tölvupósta og blogga eins og maður eigi lífið að leysa, maður þarf jú að mæta líka og raunverulega gera eitthvað til þess að hafa áhrif. Ekki það að ég ætli að þykjast vera einhver sérfræðingur, en ég veit þó að til þess að eitthvað gerist þarf eitthvað að gera
Mér þykir þetta leiðinlegt Þórhalls vegna að hafa þurft að standa þarna til að svara fréttaþyrstu fölmiðlafólki, en eðlilega hafði hann engin svör frekar en aðrir með það af hverju stundum mta margir og stundum fáir. Fyrir mig persónulega var þó málið bara einfaldlega annars vegar almennt áhugaleysi á valdsjúku Samfylkingunni og hins vegar tel ég það litlu skipta fyrir þjóðarheill hvort að Jóhanna eða einhver annar eða önnur leiði Samfylkinguna. Reyndar tel ég svona almennt séð að það hljóti að vera betra að minnsta kosti fyrir Samfylkinguna að hana leiði einhver sem vill djobbið.
En mundu X við O fyrir réttlæti og upprætingu spillingar. http://www.borgarahreyfingin.is
![]() |
Enginn mætti í blysförina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn einn sigur grasrótarinnar - Íslendingar það sannast hér ítrekað að við getum haft eitthvað með málin að gera hérna
12.3.2009 | 01:01
Til hamingju VR félagar - siðbótin hafði sigur
11.3.2009 | 17:52
Til hamingju VR félagar - siðbótin hafði sigur
11.3.2009 | 17:44
Afar góðar fréttir - kyndi kostnaður við Skaftafell getur nú nýst til frekari uppbyggingar þjóðgarðsins
11.3.2009 | 10:52
Af hverju yfirtaka? Er þetta að verða eitthvert nýtt munstur?
9.3.2009 | 19:57
Aðildarviðræður eru einfaldlega bara næsta eðlilega skref
9.3.2009 | 00:52
Kraftmikill leiðtogi þurfti sinn tíma til að horfast í augu við staðreyndir málsins - ákvörðunin mun eflaust styrkja Samfylkinguna
8.3.2009 | 18:52
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæri Jón Ásgeir...
8.3.2009 | 16:24
Viðtal við Evu Joly í Silfri Egils - hreinn innblástur í umræðuna um rannsókn á svikum fjárglæframanna
8.3.2009 | 15:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Samfylkingin talar um breytingar en breytir þó engu
8.3.2009 | 05:02
Nefndarfundir Alþingis, gegnsæi og klæðaburður
7.3.2009 | 13:48
Nauðsyn þess að hugsa út fyrir boxið - Borgarahreyfingin með róttækar tillögur að stjórnlagaþingi
6.3.2009 | 22:49
Samsæriskenningar Sturla að sturl'ann?
6.3.2009 | 07:57