Samfylkingin talar um breytingar en breytir þó engu

Úff, það er voða freistandi að fara hérna að karpa og setja út á Samfylkinguna. Hún liggur augljóslega afar vel við höggi. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn stendur henni orðið framar í því að skipta út gömlu andlitunum fyrir örfá ný. En ég nenni því ekki núna. Þetta verður bara að dæma sig sjálft hjá þeim.

Mig langar meira að tala um endurfundina sem að ég átti í kvöld með 1970 árganginum úr Laugarneshverfinu. Við útskrifuðumst úr Laugalækjarskóla 1986 og stór hluti hópsins hefur ekki sést síðan. Þetta var alveg ótrúlega ánægjulegt kvöld og upplifun. Unglingsárin mín voru ekki alveg mín bestu ár, ég skemmti mér reyndar sjálfur oft voða vel en oft á kostnað annarra. Ég var afar óöruggur og óttaslegin strákur í raun og birtist það mest í hrokafullri framkomu á viðkvæmum augnablikum.

ÉG var beðin um að segja nokkur orð þarna í kvöld, sem reyndar kom mér á óvart, þar sem að í minningunni ég var nú ekkert sérlega mikið "in crowd" á þessum árum og man satt best að segja lítið eftir þeim, eða svo hélt ég að minnsta kosti. Það var hins vegar afar gaman að finna hvað ég man í raun margt svona þegar að ég settist niður og virkilega fór að rifja þetta upp.

Þetta voru skrítin ár, ár mikils frelsis meðal unglinga á Íslandi. Við vorum almennt farin að drekka mjög ung og var það nú smá sjokk fyrir okkur mörg að minnast þess að það þótti ekki neitt athugavert við það að við skyldum detta í það á skólatröppunum beint eftir síðasta samræmdaprófið í gaggó klukkan ca. 11 um morgunin.  Það er nú sumt sem hefur breyst til mikils batnaðar í gegnum árin sem betur fer.

Ég er líka afar ánægður með að ég fékk í kvöld tækifæri til að biðja ýmsa aðila afsökunar á því hvað ég var leiðinlegur og hrokafullur unglingur. Það er svo gott fyrir sálina að vera ekki að burðast endalaust með eitthvað gamalt í pokanum. Nógu erfitt var nú samt fyrir Jón og sálin í pokanum að komast inn fyrir hliðið.

Ef eitthvert ykkar krakkar dettið hérna inn þá langar mig bara að segja enn og aftur, takk fyrir frábært kvöld. Mér þykir óskaplega vænt um þennan hóp og vona svo innilega að það líði ekki aftur 23 ár að næstu endurfundum.


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samfó er að gera upp á bak í útskiptingum á fólki og verð ég að viðurkenna að ég á erfitt með að gefa "jafnaðarmönnum" mitt atkvæði .. borgaraflokkurinn er orðinn heitur hjá mér..

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Baldvin:

Algjörlega sammála þér varðandi Samfylkinguna.

Eigum við ekki að bíða með yfirlýsingar um endurnýjun á listum Sjálfstæðisflokksins þar til prófkjörin hafa skilað sinni niðurstöðu, sem er um næstu helgi!

Kveðja, 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.3.2009 kl. 10:59

3 identicon

Aðalendurnýjunin fæst með því að losa sig við Sjálfstæðisflokkinn. Það fæst engin endurnýjun með því að skipta einungis um fólk ef stefnan er sú sama.

Bobbi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:04

4 identicon

Sælir,ég var einmitt staðráðinn í að kjósa samfylkinguna þ.e.a.s. ef Ingibjörg hefði stigið niður af sínum háa hesti og hugsað um hagsmuni flokksins frekar en sína eigin...Ég býst við því að þetta góða fylgi Sf undanfarið sé langt frá raunfylgi ef I.S.G. verði kjörinn í formannssætið aftur.   Það eru sjálfsagt gífurlega margir óákveðnir kjósendur í dag vegna þess að það vill enginn óbreitta sýn stjórnmálaflokka og manni sýnist stefna í það hjá Sf...Gæti farið að hugsa um að krossa við VG þar sem Kolbrún Halldórs er líklega dottin út.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband