Til hamingju VR félagar - siðbótin hafði sigur

Gunnar Páll Pálsson hefur að mínu mati ekki sýnt minnsta merki þess að hann sjái eftir gjörðum sínum, þvert á móti hefur hann ítrekað borið fyrir sig afsakanir til að réttlæta gjörðir sínar. Hann nefnir í viðtali að hann hafi "axlað ábyrgð og stytt kjörtímabilið".

Það má vel vera að hann kjósi að sjá veruleikann þeim augum, það er þá einfaldlega hluti blindunnar sem hann er haldinn. Sannleikurinn er sá að vegna þrýstings frá félagsmönnum var honum einfaldlega ekki stætt að sitja áfram. Það hafði orðið verulegur trúnaðarbrestur sem að hann vildi ekki horfast í augu við.

Hann kvartar undan því að vegið hafi verið að honum persónulega. Ég veit ekki með ykkur hin, en sálfum finnst mér að það hafi einmitt verið hann persónulega sem að tók þessar ákvarðanir í umboði VR inni í stjórn Kaupþings. Það var ekki víðtækt umboð, það var persónuleg ákvörðun. Það er því ekki að undra þó að vegið hafi verið að honum persónulega líka.

Siðbótin er hressandi og gefur mér von um að þjóðin finni hjá sér vilja og fúsleika til að taka eins til í efri lögum stjórnsýslunnar og á Alþingi.

Það er í okkar valdi að kjósa ekki þetta gamla yfir okkur aftur - veljum eitthvað nýtt að þessu sinni.  Setjum X við O.  Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir þjóðina inn á þing. Brú fyrir ný andlit og siðferðislega endurbót.

http://www.borgarahreyfingin.is

 


mbl.is „Taldi mig hafa þekkingu og reynslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband