Nefndarfundir Alþingis, gegnsæi og klæðaburður

Þó að ég hafi nú ekki hrifist mjög af Sturlu undanfarið verð ég þó að taka undir með honum hér og í raun lýsa yfir onbrigðum mínum með það að ekki skuli gengið lengra og ALLIR nefndarfundir hafðir opnir. Það er eðlileg krafa að störf ráðamanna þjóðarinnar í UMBOÐI þjóðarinnar séu ekki þjóðinni duldir. Ég hef hrifist afar mikið undanfarið af nefndarstörfum þingnefnda í Bretlandi sem að hefur verið sjónvarpað öllum beint á BBC. Það eru vinnubrögð til fyrirmyndar.

Borgarahreyfingin leggur fram skýra stefnu varðandi nefndarfundi þar sem segir í stefnumálunum okkar undir í 3. kafla 6. gr.: 

6. Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

Í stuttu máli þá þýðir þetta að við viljum að allir fundir sem mögulegt er að halda opna (lesist nánast allir fundir) verði til dæmis útvarpað eða streymt á neti. Krafan okkar um að fastanefndir afgreiði öll mál og sé skilt að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma þýðir á mannamáli að nefndum verður ekki lengur kleyft að "týna" málum í nefndum. Það eru í dag tugir frumvarpa og mála sem að einfaldlega hafa bara ekki verið tekin á dagsrká nefndanna og fá því enga athygli.  Sú var tíðin hér að ríflega 40% frumvarpa sem samþykkt voru á Alþingi voru þingmannafrumvörp, það er frumvörp sem komu ekki endilega frá ríkisstjórninni. Í dag er þetta hlutfall um eða undir 5%.  Það er gott dæmi um það alræði Framkvæmdavaldsins sem við nú búum við.

Fataskilyrðin eru mér síðan mikil vangavelta. Líklegast þykir mér að þau hafi verið sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að menn mættu á seinustu stundu í fjósagallanum á þingfund, þó að það virðist vera kannski ansi ýkt dæmi. Hvað sem því líður að þá er þetta skilyrði íþyngjandi í dag finnst mér. Það er fyrir mér í dag mikill munur á því að vera snyrtilegur  til fara eða að vera eins og krafist er í dag, í jakkafötum með bindi eða í dragt.

Nánari upplýsingar um Borgarahreyfinguna má finna hér:
Stefnumálin: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=6
Ganga í hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80

Við tengjumst engum hagsmunahópum sem hafa af því hag að koma okkur til valda, á íslensku þýðir það því miður þá líka að við eigum enga peninga og fáum enga stóra styrki. Margt smátt gerir hins vegar mikið fyrir okkur og við værum afar þakklát fyrir allan stuðning sem þú getur veitt,, líka fjárhagslegan eðlilega.

Styrkja hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=73 


mbl.is Alls ekki fjölmiðlafundir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband