Enn einn sigur grasrótarinnar - Íslendingar það sannast hér ítrekað að við getum haft eitthvað með málin að gera hérna

Frá því að ég man eftir mér hefur fólk verið að tala úr sér kjarkinn. Fólk hefur gjarnan sterkar skoðanir inni á kaffistofum eða í samkvæmum, en þegar á hólminn er komið og á að fara að raunverulega gera eitthvað af því sem fyrir liggur talar fólk úr sér kjarkinn og bíður kerfinu ekki byrginn.

Kerfishrunið sem hér varð í október og stendur enn var þó sem betur fer loksins nægjanlega mikil óþægindi til þess að stór hópur fólks stóð upp og valdi að nú væri nóg komið. Stóð upp og sagði hingað og ekki lengra, nú ætla ég að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur.

Þetta fólk hefur þurft að sitja undir alls kyns ásökunum og árásum undanfarna mánuði. Upphrópunum eins og skríll, lýður, ofbeldisfólk og svo framvegis. En við gáfumst ekki upp og uppskárum mikið. Miklu miklu meira en sést hefur hingað til á minni æfi hið minnsta.

Við felldum ríkisstjórnina, við komum inn hugmyndum um stjórnlagaþing jafnvel þó að Framsókn hafi aðeins lagt fram einhverja skrumskælingu á því að þá vær að minnsta kosti lagt fram um það frumvarp. Nú hefur grasrótin með þrýstingi komið því á eða að minnsta kosti stutt sterklega við það að Eva Joly hefur verið ráðin ráðgjafi við rannsóknina á efnahagsbrotum. Við erum búin að sjá ítrekað á undanförnum vikum og mánuðum að sameinuð náum við árangri.

Nú er komið fram afl, hreyfing sem vill axla þá ábyrgð að taka næstu skref, afl sem er öllum opið og býður þig velkomna/inn til þess að taka þátt, hvort sem er í því að leggja fram verkfúsar hendur eða að bjóða þig fram á framboðslista. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir þjóðina inn á þing. Við ætlum að koma hugsjónum og réttlætiskennd aftur í störf Alþingis, en til þess þurfum við þinn stuðning.

Komdu með, kynntu þér stefnumálin okkar inni á http://www.borgarahreyfingin.is - taktu ákvörðun um að taka ábyrgð á eigin lífi.

Það hefur nú margsannast - sameinuð getum við breytt miklu. Fyrir næstu orrustu þurfum við mikinn stuðning. Fáum við þinn stuðning til starfans?


mbl.is Hægt að nýta sambönd Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gekk í Borgarahreyfinguna þann 8 mars og ætla ég að mæta á Laugaveginn á föstudag og kannski laugardag líka.  Ég sá að það var fullt af fólki þar í kvöld þegar ég keyrði heim úr vinnunni minni sem er aðeins ofar á Laugaveginum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hæ Jóna og velkomin í hópinn :)

Já, við sátum þarna nokkur í kvöld og vorum að funda. Endalaus fundarhöld þessa dagana. Vonandi að við fáum á endanum gagnlega niðurstöður

Baldvin Jónsson, 12.3.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef það vantar borð á Laugaveginn þá á ég stórt borðstofuborð 8-10 manna sem ég er ekki að nota í augnablikinu.  Bara láta mig vita og ég get komið með það.     Ég sá aðallega fólk og stóla í kvöld. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband