71% þjóðarinnar vill ekki Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt þessari könnun

Það má túlka hlutina á ýmsan máta en í aðferðarfræðinni hefðum við tekið könnun sem þessa gjörsamlega í nefið. Að bera upp könnun sem þráspyr um Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega skekkir niðurstöður á endanum. Sjálfstæðisflokksmenn hins vegar gera sér vel grein fyrir að skoðanakannanir eru mjög skoðanamyndandi og þessi könnun er því afar sterkur leikur hjá þeim.

En það að nú þegar D listi er í stjórnarandstöðu séu þeir samt ekki með nema um 29% samkvæmt þessari könnun er vonandi vísbending um að fylgi þeirra muni lækka enn frekar áður en kemur að kosningum.

Þessi niðurstaða ætti líka að vera skýr skilaboð til hinna flokkanna, 71% þjóðarinnar vill EKKI Sjálfstæðisflokkinn. Nú er það undir ykkar eigin samvisku komið hvort að þið ætlið að "ganga óbundin til kosninga".

Að ganga óbundin til kosninga er einfaldlega siðleysi. Við í Borgarahreyfingunni gátum ekki séð að málefnin okkar ættu neina mögulega samleið með D lista og treystum þeim alls ekki til að semja um málefni yfir höfuð. Við tókum því af öll tvímæli og staðfestum á blaðamannafundi að við munum ekki setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég skora á ykkur hina flokkana að gera slíkt hið sama. Það er ljóst mikill meirihluti þjóðarinnar vill þá ekki. Ætlið þið að ganga gegn vilja þjóðarinnar?

Svo er náttúrulega að krossa fingur og vona heitt og innilega að O listi Borgarahreyfingarinnar mælist vel í næstu könnun. Við höfum fengið mikið af afar jákvæðum viðbrögðum frá því í gær - vonandi að okkur takist að skýra mál okkar það vel að jákvæðnin gagnvart okkur muni halda áfram að aukast jafnt og þétt.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur hér á ferðinni - engar auknar heimildir hér á ferð að virðist varðandi eignir rannsakaðra

Þetta er blekkingarleikur sem hér fer fram í þessari frétt. Það er ekki verið að auka nokkuð með þessu frumvarpi varðandi eigna frystingu.

Lögin sem eru í gildi hafa verið á þann veg að um leið og rannsókn er hafin sé til staðar heimild til að frysta eigur grunaðra afbrotamanna.

Ég get ekki séð að hér sé um neina viðbót við það að ræða.

Þetta er kosninga leikur einhverskonar hér á ferðinni.


mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tók sinn tíma - en eftirlaunafrumvarpið loks orðið að lögum

Þetta tók um það bil 6 ár í vinnslu, en hafðist á endanum. Má segja að það hafi ekki náðst í gegn fyrr en vel flestir þeirra sem lögðu til upphafleg lög um eftirlaun eru allir hættir á Alþingi og því þegar farnir að þiggja eftirlaunin sem þeir sjálfir sömdu lög um.

En við skulum frekar gleðjast yfir réttlætinu en að fárast yfir fortíðinni í þessu tilfelli. Málið er að minnsta kosti í höfn.

Upphaflega þingskjalið má nálgast hér: http://www.althingi.is/altext/136/s/0543.html
Endanlega skjalið enn í vinnslu segir vefur Alþingis.

Annars langar mig líka að benda á athygliverða grein Sturlu Böðvarssonar í Fréttablaðinu í dag, birtist líka hérna á Vísi: http://visir.is/article/20090305/SKODANIR03/2443995

Sturla að mínu mati orðinn all verulega firrtur þegar að hann heldur því fram að ofbeldi hafi verið skipulagt af VG fólki. Ég tók sjálfur virkan þátt í ýmsum mótmælum og get vottað að VG átti ekki hugmyndirnar þó að vissulega hafi margir frá þeim mætt. Þau áttu eflaust sem einstaklingar einhverjar hugmyndir, en allar hugmyndir um að mótmæla uppákomurnar hafi verið ítarlega skipulagðar af einhverjum sérhagsmuna hópum eru firra. Oftast fór skipulagið fram á þann einfalda máta að að kvöldi dags ákvað fólk að hittast einhversstaðar aftur daginn eftir. Það var nú allt og sumt.

Finn mig líka knúinn til að benda á góðan svar pistil Ágústs Más til Sturla hér: http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/820291/

 

Minni svo alla áhugasama á að kíkja inn á vef Borgarahreyfingarinnar og skrá sig þar í hópinn:  http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80
Umsækjandi getur hakað þar við líka ef hann vill vera á framboðslista.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaumfjöllun dagsins um framboð Borgarahreyfingarinnar tekið saman af ofurbloggaranum Láru Hönnu :)

Hef ekki um það mörg orð, Lára Hanna er bara snillingur :) http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/820008/

Þá er það orðið formlegt - spennufiðringur í maganum og mikil ánægja með félaga mína á fundinum

Þetta var skemmtileg stund í dag. Það var samdóma álit okkar sem hann sátu fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar að fundurinn hafi gengið afar vel. Við fengum mikið af góðum krefjandi spurningum og tókst að mínu mati afar vel að koma hugmyndum okkar á...

Vinstri og hægri snú - Tilkynning um framboð undir merkjum Borgarahreyfingarinnar - Þjóðin á þing

Hæ kæru vinir og vandamenn. Eins og þið eflaust hafið heyrt af var ég ásamt virkilega góðum hópi fólks að setja á stofn nýja hreyfingu til þess að koma á breytingum í samfélaginu. Við erum margir sameinaðir hópar sem komum fram sem eitt afl undir einu...

Kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins augljóslega komin í gang - Borgarahreyfingarinnar vonandi getið meðal almennings frá og með deginum í dag

Borgarahreyfingin verður með blaðamannafund í dag þar sem við munum kynna stefnuskrá okkar og stjórn opinberlega. Fundurinn verður haldinn í Iðnó á 2. hæð klukkan 14:00 í dag. Velunnarar eru boðnir velkomnir á fundinn og vonandi verður afar góð mæting...

Borgarahreyfingin heldur blaðamannafund í dag miðvikudag klukkan 14:00 á 2. hæð í Iðnó

Við í Borgarahreyfingunni bíðum reyndar enn eftir staðfestingu á kjördegi því eins og eflaust margir vita hafa stjórnarflokkarnir ekki enn staðfest kjördag þann 25. apríl næst komandi. Við höldum þó okkar striki ótrauð og verðum tilbúin tímanlega,...

Borgarahreyfingin leggur til bráða aðgerðir í efnahagsmálum í stefnu hreyfingarinnar

Stefnumál Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því lappirnar með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði...

Borgarahreyfingin - Stefnumál kynnt formlega - http://www.borgarahreyfingin.is

Stefnumál Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því lappirnar með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði...

Er verið að setja á laggirnar nýjan banka eða eru menn mögulega að reyna að koma sér frá ákærum?

Eins og svo margir horfði ég nýlega á heimildarmyndina um Enron málið í Bandaríkjunum. Það var mér eins og svo mörgum, gríðarlegt sjokk að sjá myndina og bera hana saman við veruleikann okkar hérna á Íslandi í dag. Mér líður hreinlega eins og tilteknir...

Gott fyrsta skref hjá Ástu, en iðrun er tvíþætt....

Þetta er vissulega gott fyrsta skref hjá Ástu og maður getur aðeins látið sig dreyma um að aðrir Sjálfstæðisflokksmenn taki sér hana til fyrirmyndar. Miðað við úrvalið í prófkjöri D lista er það þó ekki að sjá og þar fer Ásta fremst í flokki í framboði...

Gjaldeyrishöftin verða vonandi aldrei afnumin meðan að íslenska krónan er gjaldmiðillinn

Það mun að minnsta kosti taka afar langan tíma fyrir krónuna að ná aftur einhverju trausti á gjaldeyrismarkaði. Til þess að hún styrkist og gengið nái því jafnvægi sem við þörfnumst til þess að geta haft hana á floti þurfa einfaldlega einhverjir að vilja...

Bera háir stýrivextir ekki ábyrgð á síauknu atvinnuleysi?

Í viðhengdri frétt er vitnað í viðtal við Steingrím J. í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar talar Steingrímur J. um að stýrivextir ættu að lækka hratt á næstu mánuðum, en jafnframt undrast Steingrímur J. að virðist að atvinnuleysi...

Jón Baldvin að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir valdhrokann?

Jón Baldvin Hannibalsson hefur ákveðið að stíga aftur fram á forystuvöllinn í stjórnmálum. Þetta gerir hann að virðist miðað við yfirlýsingar, einungis til þess að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa ekki tilkynnt um afsögn sína í dag. Ef rétt reynist...

Taktísk mistök og valdhroki ISG - Tími Jóhönnu er núna hjá Samfylkingunni

Ingibjörg Sólrún finnst mér með þessari yfirlýsingu sinni sýna af sér bæði valdhroka og mikið taktleysi. Það er nýlega komið fram að 70% aðspurðra innan Samfylkingarinnar vildu sjá Jóhönnu sem næsta formann. Núna hefur ISG tekist að stíga Jóhönnu til...

Glæsilegt Valsmenn - til hamingju með bikarinn!

Ágætt að skipta aðeins um veruleika í nokkrar mínútur, stíga út úr stjórnmálaþrasi og fagna þessum góða árangri. Áfram Valur!

Hvað er fámenni? Það var að minnsta kosti góðmennt - það er næsta víst

Ég mætti á Hlemm rétt fyrir 14 í dag og gekk með Lýðveldisgöngunni svo nefndu niður Laugaveginn. Gangan var fremur fámenn í upphafi, líklega um 40 manns, en bættist jafnt og þétt í hana á leið niður Laugaveginn og var líklega orðið um 100 manns þegar við...

Hvað eru eftirlitsstofnanir að fela og fyrir hverja? - Þarf að rannsaka sérstaklega gríðarlegt streymi fjármagns úr landi þennan dagpart sem opnað var fyrir það af fyrrum Seðlabankastjóra

Þetta er náttúrulega skammarlegt ef satt reynist, að embættismenn, framkvæmdavaldið, sé að standa í vegi fyrir því að hægt sé hefja alvöru rannsókn á efnahagshruninu hér á landi. Auðvitað byrjar mann strax að gruna að ástæðan sé einfaldlega sú að...

Skyldi hér vera mögulegur hluti ástæðunnar fyrir því að Árni Matt og fleiri fyrrum ráðherrar eru að draga sig til baka?

Það verður vissulega forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Sama hvað verður, verður allt meira en ég hef trú á að komi frá þessari nefnd. Ég hef allan tímann hallast að því að nefndin starfi bara í sína tíu mánuði og komi svo fram með...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband