Samsæriskenningar Sturla að sturl'ann?

Var nú búinn að minnast á þessa grein og hegðun Sturlu aðeins áður, en langar að vísa í greinina hans og gott svar Ágústs Más aftur. 

Hér er greinin hans Sturlu Böðvarssonar sem birtist í Fréttablaðinu, birtist líka hérna á Vísi: http://visir.is/article/20090305/SKODANIR03/2443995

Sturla að mínu mati orðinn all verulega firrtur þegar að hann heldur því fram að ofbeldi hafi verið skipulagt af VG fólki. Ég tók sjálfur virkan þátt í ýmsum mótmælum og get vottað að VG átti ekki hugmyndirnar þó að vissulega hafi margir frá þeim mætt. Þau áttu eflaust sem einstaklingar einhverjar hugmyndir, en allar hugmyndir um að mótmæla uppákomurnar hafi verið ítarlega skipulagðar af einhverjum sérhagsmuna hópum eru firra. Oftast fór skipulagið fram á þann einfalda máta að að kvöldi dags ákvað fólk að hittast einhversstaðar aftur daginn eftir. Það var nú allt og sumt.

Svar pistill Ágústs Más til Sturla hér: http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/821030/


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að benda mér á þessi bréf.  Ég er ánægð með svarið hans Ágústar Más. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Maður verður hreinlega sturlaður á Sturla!

Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 09:05

3 identicon

Til hamingju með nýja flokkinn Baldvin og félagar. Breytinga er þörf hér á landi og án starfa grasrótarhreyfinga og nýrra framboða er það borin von að svo verði í raun.

Mótmæli almennings síðustu mánaða voru sjálfsprottin og það er erfið staðreynd fyrir reiða og bitra sjálfstæðismenn að kyngja. Fráfarandi stjórn var dæmd til að fara frá vegna þaulsetu almennings- þjóðarinnar á Austurvelli sem að mestu voru friðsöm mótmæli.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband