Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Leikriti Samfylkingarinnar og VG um persónukjör fer nú senn að ljúka - takk fyrir "skemmtunina"

Þetta er ótrúlega furðulegt mál allt saman. Samfylkingin hefur nú reyndar ítrekað tekið upp mál grasrótar Samfylkingarinnar svona bara rétt til að friða fólk eins og Dofra Hermannsson og umhverfishópinn, en þetta mál gengur enn lengra.

Í þessu máli pikka Samfylkingin og Vinstri Grænir upp mál sem brennur á fólki um allt, mál málanna gegn flokksræðinu á Íslandi sem þau eðlilega vilja ekki í raun minnka, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Það hefur opinberlega einn einasti maður gefið út yfirlýsingu um að þurfi aukinn meirihluta þingmanna til að frumvarpið fái samþykki og það er Sturla Böðvarsson!

Algert áhugaleysi Samfylkingar og Vinstri Grænna á því að fá úr því skorið hvort að það sé skilningur lögfróðra manna, sem hafa ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu eins og Sturla og félagar, er ekki hægt að túlka á annan máta en að í raun sé enginn áhugi á þeim bæjunum heldur á því að þetta mál nái í gegn.

Það er fínt að "þykjast" vilja lýðræði - hvenær fáum við að sjá það á borði en ekki bara í orði?

X við O er einfaldlega réttlætismál.  http://xo.is


mbl.is Persónukjör ekki lögfest nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru aðgerðar pakkarnir sem okkur var lofað? Skjaldborgin um heimilin? Einhver?

Stundum segir mynd bara meira en mörg þúsund orð. Búin að sjá þessa víða á netinu í dag, hún er einfaldlega stórgóð.  Samfélagið brennur meðan að öll orkan fer í að henda peningunum okkar allra í botnlausu hítina sem bankarnir virðast vera.

banki 816113 816326.jpg

Gaman að benda á það að Borgarahreyfingin bætir stöðugt við sig í skoðanakönnunum og mældist nú síðast með 4% fylgi á Bylgjunni: http://bylgjan.is/?PageID=1312

Skemmtilegra að vera nýja framboðið sem bætir stöðugt á en að vera svona eins og oftast er að toppa fyrst og vera svo að síga niður stöðugt fram að kosningum.

Ekki óttast, við getum breytt þessu ef við viljum. Fylkjum okkur saman á bakvið Borgarahreyfinguna og keyrum í gegn raunverulegar breytingar til batnaðar.

Ef þú ert ekki viss, hlustaðu þá endilega á frábært viðtal við Þór Saari, einn af okkar helstu frambjóðendum, á mbl.is sjónvarpinu í dag,  sjá hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta enn eitt dæmið um lýðræðishallann?

Mbl.is byrjaði í dag með afar góða þætti undir nafninu Zetan sem eru teknir upp í beinni útsendingu og streymt á netinu. Nú ber hins vegar svo við að viðtalið við Steingrím J. er aðgengilegt á netinu en ekki viðtalið við Þór Saari sem ég verð að segja þó ég geti varla talist hlutlaus, var alveg hreint frábær í þessu viðtali í dag.

Ég hafði samband við mbl.is og benti á þessi mistök og þeir tjá mér að þetta verði "lagað fljótlega".

Maður er nú farinn að hljóma aðeins eins og Mel Gibson í myndinni Conspiracy Theory, en en einu sinni virðist þetta geta tengst samsæri. Þessar ítrekuðu "óvart" uppákomur eru að minnsta kosti afar mikið að virðist í aðra áttina.

Hvet ykkur til að fylgjast með tenglinum. Þetta viðtal við Þór er afar upplýsandi.


mbl.is Þór Saari í Zetunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er hið besta mál - hvaða erlendu sérfræðingar fá að koma að rannsókninni?

Erum við hér mörgum mánuðum frá þjófnaðinum að fara að horfa á hvítþvotta yfirheyrslur eða megum við treysta því að hér sé verið að rannsaka málin ofan í kjölin? Mér leiðist sjálfum að vera sífellt í þessum vantraust gír en ástandið sem opinberaðist mér við kerfishrunið hér á landi í október síðastliðnum hafði því miður bara af mér allt traust alfarið gagnvart öllum ráðamönnum og nefndum sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Reyndar eru ansi margir sem tengst hafa málum á vegum Framsóknarflokks og Samfylkingar sem koma mér í hugarlund líka.

Ég vil geta farið að treysta aftur, en til þess þarf einfaldlega breytt vinnubrögð. Stórhluti í þá áttina væri að hleypa erlendum sérfræðingum inn í allt ferli rannsóknarinnar. ALLT ferlið.


mbl.is Bankastjórar yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætar hugleiðingar um aðildarviðræður og svör við þeim frá fulltrúa Borgarahreyfingarinnar

Var að lesa ágætis hugleiðingu um Borgarahreyfinguna og aðildarviðræður hjá Jóni Vali Jenssyni rétt í þessu og langaði að leyfa ykkur að njóta þeirra og svari mínu í athugasemd hjá honum hér inni líka.

Mitt svar:

Jón Valur, takk fyrir þessa hugleiðingu. Hún er góð og ég mun persónulega hugsa vel margt sem hér kemur fram.

Ég er einn af stofnendum Borgarahreyfingarinnar og er mjög virkur í starfi hennar. Ég er persónulega á móti inngöngu í Evrópusambandið í augnablikinu, en hef jafnframt skipt ítekað um skoðun gagnvart því.

Þessi pistill þinn hefur það með sér til vansa að vera eins og svo gjarnan er með þessa umræðu, í yfirlýsinga stíl. Þetta eru fjölmargar fullyrðingar um mál sem að þér finnst líkleg og ert búinn að ákveða með sjálfum þér og líklega Heimsýn að séu staðreyndir.

Ég hef mestan minn bakgrunn af atvinnu í viðskiptum. Þar eru samningar eitthvað sem að maður þarf stöðugt að vera að skoða og taka afstöðu til. Aldrei nokkurn tímann hef ég samþykkt að taka afstöðu til samnings án þess að hafa fyrst fengið að sjá hvað í honum fælist SVART Á HVÍTU.

Þessi tillaga þín um að til þurfi aukin meirihluta atkvæða þykir mér góð og þó að hún hafi ekki verið endanlega skilgreind hjá okkur í Borgarahreyfingunni, hef ég alltaf skilið þetta mál þannig og talað um það á þeim nótum að mikill meirihluti þyrfti að samþykkja aðild til þess að af henni gæti orðið. Tillaga þín um að einnig þyrfti að minnsta kosti 75% þáttöku í kosningunni finnst mér afar góð og mu beita mér fyrir því að hún verði inni í nánari útfærslu stefnunnar.

Ég geri mér einnig grein fyrir því að það að fara í aðildarviðræður felur í sér að sækja um aðild. Við teljum það afar ólýðræðislegt að a)skoða ekki alla kosti nú þegar að algert kerfishrun hefur orðið hjá okkur og b) að ætla að taka þessa afstöðu fyrir þjóðina án þess að gefa þjóðinni færi á því að fá á málinu góða kynningu.

Takk aftur Jón Valur fyrir áhugann og ást þína á lýðveldinu Ísland. Ég, eins og þú, hef hugsað mér að verja það með kjafti og klóm. Ef það að ganga í Evrópusambandið mun fela í sér afsal æsta valds eins og þú tiltekur hér að ofan og algeran missi yfir stjórnun veiðiheimilda þá treysti ég einfaldlega íslensku þjóðinni til þess að hafna slíkum samningi og það eflaust á afgerandi máta.

Góðar stundir.


Ármann - viltu tissjú?

Já ég veit, þetta er voða hrokafullt af mér. En er ekki betur heima setið en af stað farið ef tilgangurinn var alltaf bara persónulegt framapot en ekki að vinna að hagsmunum heildarinnar?

Ekki það að ég sé sérstakur talsmaður þess að Sjálfstæðisflokksmenn komist nokkurs staðar neitt áfram, en þetta endurspeglar þó skýrt hvaða sjónarmið ráða þar ríkjum. Það hefur sýnt sig ítrekað að hagsmunir flokksins og einstaklinga þar virðast vera hagsmunum þjóðarinnar sífellt framar.

Er ekki bara gott að gefa þessu fólki frí um óskilgreindan tíma?


mbl.is Ármann gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON farið í gjaldþrot - stefnir allt í einn eða tvo ríkisbanka

Ánægðustu viðskiptavinirnir voru rétt í þessu að missa bankann sinn. Má telja líklegt að við sem vorum í viðskiptum við SPRON hefðum ekki verið sérlega glöð mikið lengur, eftir að hefði komið í ljós að bankinn hefði ekki til staðar lausafé til að mæta daglegri veltu lengur. Þó að ég sé afar ósáttur við að Finnur sitji enn sem bankastjóri Kaupþings verð ég víst að sætta mig við það, að minnsta kosti næstu daga, að vera í viðskiptum þar. Þarf að bíða og sjá hvernig framinda málsins verður.

Ef þú veist ekki af hverju ég er ósáttur við Finn sem bankastjóra þá veistu líklega ekki af því að hann er nátengdur Ingibjörgu Sólrúnu og í starfinu að líkindum fyrst og fremst þess vegna. Hann er jú eini bankastjóri á Íslandi sem keyrði bankann sinn (ICEBANK) nánast alveg í þrot í miðju (g)óðærinu.

Eftir að hafa lesið af því fréttir undanfarin ár að hinir og þessir fjármagnseigendur væru að eignast stofnfé Sparisjóðanna, án þess að skilja hvað það þýddi í raun, sjáum við nú afleiðingarnar af þeim gjörningum. Búið er að þurrausa sjóðina og eftir standa nú aðeins uppþornaðir bankar, ófærir um að reka sig án aðkomu ríkisins. Við sjáum hér enn og aftur afleiðingar þess að þjóðin var rænd í beinni útsendingu.

Ég held að afar fáir skilji í raun hvað hér er búið að gerast. Það sem raunverulega gerðist er að örfáir einstaklingar eignuðust hér nánast allt atvinnulífið, hreinsuðu úr því allt eigið fé og skuldsettu svo í topp í ofanálag, og færðu allt þetta fé úr landi.

Það var ekki bara verið að ræna bankana okkar og sjóðina okkar þar, það er einfaldlega búið að hreinsa ALLT lausafé úr landi og það margfalt.

Í stefnuskrá okkar hjá Borgarahreyfingunni segir meðal annars um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir:

Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.

2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

3. Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri.

4. Skuldsett fyrirtæki verði boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef ásættanlegt verð fæst. Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir fyrirtæki. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálfkrafa en veita má hagstæð lán eða breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.

5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fái ekki að taka yfir stjórn á  landinu.

6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

Mikið af fólki sem ég tala við þessa dagana er algerlega úrkula vonar um ástandið hérna heima. Fólk hefur því miður bara enga trú á því að eitthvað muni breytast. Fólk er reitt "flokknum" sínum en virðist samt ætla að kjósa hann aftur af því að þetta er hvort eð er vonlaust.

En það er ekki svo! Ný framboð eru ekki fyrirfram dauðadæmd, þannig virkar ekki þessi leikur stjórnmálanna. Stjórnmál eru ekki vonlaus nema að við sjálf dæmum þau þannig.

Borgarahreyfingin er afl sem getur haft gríðarleg áhrif til breytinga með þínum stuðningi. Saman getum við einfaldlega breytt mjög miklu. Við getum breytt leikreglunum varanlega sem að stjórnmálin þurfa að starfa eftir. Við getum búið okkur samfélag þar sem að samfélagssáttmálinn um jafnræði meðal okkar allra verður aftur virtur.

Við getum breytt þessu ef við viljum það! Ekki gefast upp fyrirfram, það eina sem þarf er að við tökum okkur öll saman, peppum upp hvort annað og kjósum Borgarahreyfinguna.

X við O er einfaldlega réttlætismál - við ætlum að berjast fyrir okkur öll. Berjast fyrir framtíð barnanna okkar.


mbl.is Gat ekki staðið við greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og verðlaunin fyrir vel unnin störf?

Jú, niðurskurður.

Sniðugt ha?


mbl.is Komið upp um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins - "Fólkið brást, ekki stefnan"

Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu og verður forvitnilegt að sjá hvort að Geir H. Haarde, leiðtogi þess sama fólks og hér er vísað til, bera aftur af sér orð Endurreisnarnefndarinnar og kalli þetta bara orð einstakra félagsmanna.

Þessi skýrsla Endurreisnarnefndarinnar segir mér þó ekkert nýtt. Ég hef árum saman reynt að benda á það að Sjálfstæðiflokkurinn hafi einmitt alls ekki verið að starfa eftir stefnu flokksins. Stefna flokksins er í raun jafnaðarmannastefna með ívafi frjálshyggju og er plagg sem mér hugnast afar vel. Ég hef hins vegar ekki, síðan að ég fór að fylgjast með pólitík fyrir um 19 árum síðan (já, kaldhæðið að D listi hafi ráðið nánast allan þann tíma), séð eða tekið eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn væri að fylgja stefnu sinni. Vonandi að þetta kerfishrun sem flokkurinn olli með dyggri aðstoð Framsóknar og síðar Samfylkingar, verði til þess að flokkurinn snúi sér aftur að grunngildunum og því að framfylgja samþykktri stefnu flokksins.

Það var svo sannarlega fólkið sem brást - fólkið í framlínu Sjálfstæðisflokksins sem áratugum saman hefur fylgt eigin sannfæringu og einkavinavæðingar ferli, fremur en stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta sama fólk er eina ástæða þess að flokkurinn er nú almennt nefndur annað hvort "Sjálftökuflokkurinn" eða "Sjálfgræðisflokkurinn" meðal gárunganna.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, varð til meðal annars og að stærstu leiti vegna þessa algera vanhæfis forystu Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi. Við erum til vegna þess að grunngildi samfélagsins hafa veirð svikin, samfélagssáttmálinn hefur ekki verið haldinn. Við vorum rænd af vinum Sjálfstæðisflokksins og algeru eftirlitsleysi þeirra með regluverkinu í beinni útsendingu.

http://xo.is ef réttlætið á fram að ganga.


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin verður að halda vöku sinni!

Hvað sem verður, verður þjóðin að halda vöku sinni áfram. Ég kann Herði bestu þakkir fyrir kraftmikið starf hans í mómælunum hingað til. Hörður, ég er þess fullviss að þín verður minnst sem þjóðhetju í sögubókum þjóðarinnar. Þú ert búinn að vinna, ásamt góðum hópi fólks, algert þrekvirki.

En hvað sem líður fundarhöldum Radda fólksins, er afar mikilvægt að við höldum vöku okkar.

Grasrótin vaknaði all hressilega til lífsins í október síðastliðinn og er nú með fullri meðvitund í samfélaginu og lætur til sín taka. Grasrótin er með ýmsum mismunandi uppákomum eins og mótmælum, beinum aðgerðum og upplýsingagjöf, búin að hafa veruleg áhrif á gang mála. Við erum meðal annars búin að fella vanhæfa ríkisstjórn, hreinsa út úr FME og Seðlabankanum og síðasta dæmið um kraftinn sem í okkur býr þegar samstaða ríkir er þetta HB Granda mál, þar sem að stjórnin ákveður að standa við áður gerða samninga um launahækkanir einungis vegna þrýstings frá samfélaginu.

Við erum vöknuð og verðum að halda vökunni áfram. Það er í gegnum þessa meðvitund sem að spillingin og sérhagsmunirnir munu verða upprætt áfram í samfélaginu okkar. Við erum búin að segja hingað og ekki lengra, við ætlum okkur að taka virkan þátt í samfélaginu okkar og ábyrgð.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, varð einmitt til upp úr þessari grasrót. Við erum fólk sem búið er að standa vaktina ásamt fjöldanum öllum af góðu fólki, síðan í byrjun október, hvort sem er á mótmælafundum, blogginu, öðrum aðgerðum og í starfi á netinu eins og til dæmis Lýðveldisbyltingin.is er gott dæmi um, sum okkar hafa verið þáttakendur í þessu öllu saman, ég þar með talinn, og við ætlum okkur að standa vaktina áfram.

Við ætlum okkur að vera rödd þjóðarinnar inni á Alþingi, rödd lýðsins í lýðræðinu. Hvort sem að við núm inn fáum eða fjölmörgum þingmönnum lítum við á það sem hlutverk okkar öðru fremur að halda hinum þingmönnunum við efnið. Að gæta þess að lýðræðismálin fái áfram mikla athygli. Ef við hins vegar fáum til þess nægjanlegan stuðning frá þjóðinni, munum við glaðbeitt axla þá ábyrgð sem fylgir krafti mikils fylgis og koma hér á gagngerum lýðræðis umbótum, að draga aftur valdið til fólksins frá atvinnustjórnmálamönnum og framkvæmdavaldinu.

Vertu með okkur, það er búið að margsannast undanfarið að með samstöðu er allt gerlegt. http://xo.is


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband