Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!

Þetta þykja mér góðar fréttir og enn eitt frábært dæmi um að barátta fólksins skilar árangri. Við erum vöknuð og nú mun hvert vígi spillingar á fætur öðru falla á næstunni. Það eru alveg hreinar línur að stjórn HB Granda hefði aldrei látið undan kröfum starfsfólksins hefði ekki komið til víðtækur þrýstingur grasrótarinnar í samfélaginu, bæði frá mótmælum, bloggurum og verkalýðshreyfingunni.

Látum þessi dæmi verða okkur innblástur - við getum ef við viljum, breytt samfélaginu okkar til betri vegar. Ég trúi því af einlægni að X við O muni skila okkur því. Borgarahreyfingin er hreyfing venjulegra borgara sem vilja ná aftur til þjóðarinnar okkar eðlilegu réttindum sem borgarar. Lýðræðið er okkar.

http://xo.is

Sá frábært myndband á netinu sem ég set hérna inn með. Frábært og einfalt dæmi um hversu auðvelt er í raun að snúa hlutunum við og til betri vegar Smile

 


mbl.is HB Grandi hækkar laun starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!

Þetta þykja mér góðar fréttir og enn eitt frábært dæmi um að barátta fólksins skilar árangri. Við erum vöknuð og nú mun hvert vígi spillingar á fætur öðru falla á næstunni. Það eru alveg hreinar línur að stjórn HB Granda hefði aldrei látið undan kröfum starfsfólksins hefði ekki komið til víðtækur þrýstingur grasrótarinnar í samfélaginu, bæði frá mótmælum, bloggurum og verkalýðshreyfingunni.

Látum þessi dæmi verða okkur innblástur - við getum ef við viljum, breytt samfélaginu okkar til betri vegar. Ég trúi því af einlægni að X við O muni skila okkur því. Borgarahreyfingin er hreyfing venjulegra borgara sem vilja ná aftur til þjóðarinnar okkar eðlilegu réttindum sem borgarar. Lýðræðið er okkar.

http://xo.is

Sá frábært myndband á netinu sem ég set hérna inn með. Frábært og einfalt dæmi um hversu auðvelt er í raun að snúa hlutunum við og til betri vegar Smile

 


mbl.is Starfsfólkið fær 13.500 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Vilhjálmur - þú virðist hafa misst af því og ég skelli því hér inn þér til upplýsinga - Það varð hér banka- og kerfishrun!

Þessi yfirlýsing Vilhjálms er hreinlega sorgleg. Viðbrögð til dæmis Áslaugar Friðriksdóttur (Sophussonar) eru í takt við aðrar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksfólks um svipuð mál. 

Vilhjálmur segir meðal annars í viðtalinu:

Vilhjálmur segir að þegar ráðherrann taki svona til orða verði hún líka að svara því hvað hún telji siðlega ávöxtun hjá þeim sem séu að hætta fé í atvinnulífinu. Menn geti valið að leggja peningana frekar í banka. Hann segir ráðherrann sverta fyrirtækið í augum viðskiptavina, starfsfólks og fjárfesta

Eru Samtök avtinnulífsins í alvöru með firrta forystu? Missti forystan þeirra af því að hér varð hrun? Að fjárfestar töpuðu hér gríðarlegum fjárhæðum? Siðleg ávöxtun Vilhjálmur er þegar að fyrirtæki sem RAUNVERULEGA skila hagnaði geta greitt út arð, en þau geta þá væntanlega líka staðið við gerða samninga við starfsfólkið sitt. Vilhjálmur segir þarna líka: 

Hann segir fyrirtæki reyna að halda í starfsfólk sitt og gera eins vel við það og kostur er. Þau þurfi ekki á þeim skilaboðum að halda frá forsætisráðherrra að þau gangi fram með ósiðlegum hætti þegar þau hafi enga samninga brotið og ekki gert neitt af sér annað en að byggja upp sína starfsemi.

Trúir Vilhjálmur því virkilega að starfsfólkið geri sér ekki grein fyrir því hjálparlaust hversu siðlaust þetta er?

HB Grandi var rekið með miklu tapi að virðist á síðasta ári eins og fjöldi íslenskra fyrirtækja. Stór hluti skráðra eigna félagsins er kvóti sem er af einhverjum stórfurðulegum ástæðum enn skráður í bókum félagsins á sama verði og til dæmis 2007. Og það þrátt fyrir að síðan hafi bæði verið skorið niður um 30% í aflaheimildum þorsks OG verð á þorski lækkað gríðarlega.

Eru þetta ekki bara einfaldlega bókhaldssvik sem ber að rannsaka?

Við munum ófeimin ráðast í slíka vinnu fáum við þitt umboð til þess - X við O er réttlætismál. http://xo.is


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er að mínu mati bara eðlilegt.

Við munum áfram gera það sem við getum til þess að koma okkur á framfæri á allan þann máta sem mögulegur er og krefst ekki mikils fjár. Peningaskortur er nýju framboði að sjálfsögðu ákveðinn þröskuldur en krefur okkur á sama tíma til að koma fram með nýjar hugmyndir og grasrótin okkar er á fullu í þessum töluðu orðum að leggja fram hugmyndir. Allar hugmyndir eru að sjálfsögðu líka vel þegnar.

Við mældumst vikuna 4-11. mars með 0,4% og núna með 2,5% sem er frábært og gríðarlegt stökk. Nú er bara að taka öll höndum saman og auka fylgi okkar um að minnsta kost 2% á viku fram að kosningum Cool

Við vinnum þetta ef við vinnum saman!

Hér má skoða niðurstöður könnunarinnar í Powerpoint: http://www.ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_19mars_Lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=256470&COLLSPEC_ENT_ID=32


mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er að mínu mati bara eðlilegt.

Við munum áfram gera það sem við getum til þess að koma okkur á framfæri á allan þann máta sem mögulegur er og krefst ekki mikils fjár. Peningaskortur er nýju framboði að sjálfsögðu ákveðinn þröskuldur en krefur okkur á sama tíma til að koma fram með nýjar hugmyndir og grasrótin okkar er á fullu í þessum töluðu orðum að leggja fram hugmyndir. Allar hugmyndir eru að sjálfsögðu líka vel þegnar.

Við mældumst vikuna 4-11. mars með 0,4% og núna með 2,5% sem er frábært og gríðarlegt stökk. Nú er bara að taka öll höndum saman og auka fylgi okkar um að minnsta kost 2% á viku fram að kosningum Cool

Við vinnum þetta ef við vinnum saman!

Hér má skoða niðurstöður könnunarinnar í Powerpoint: http://www.ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_19mars_Lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=256470&COLLSPEC_ENT_ID=32

Það er kominn tími breytinga - þorir þú að vera með?  http://xo.is 


mbl.is Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing - Hver erum við?

Las afar góðan pistil Sigurlaugar Ragnarsdóttir, félaga míns í Borgarahreyfingunni á Facebook núna áðan og tek mér það bessaleyfi að birta hér. Flott skrif að mínu mati og skýra vel hver við erum.

Hver er Borgarahreyfingin?
Borgarahreyfingin samstendur af fólki sem örlögin leiddu saman síðast liðið haust á umbrotatímum í íslensku samfélagi. Hreyfing sem varð að byltingu sem mótaði nýja hefð fyrir mótmælum á Íslandi.

Við erum fólkið sem vöknuðum upp við einstakar aðstæður í íslensku samfélagi og tókum þá ákvörðun innra með okkur að standa saman í byltingunni hvað sem það kostaði. Við ákváðum að standa vaktina þegar að holskeflan tröllreið íslensku samfélagi og við stöndum vaktina enn. Við erum aðhaldið sem íslensk stjórnvöld skorti, fólk úr öllum stéttum samfélagsstigans, þverpólitísk og á öllum aldri. Við erum fólkið sem vildum hjálpa samfélaginu við erfiðar aðstæður, beina hugarorkunni saman og gefa samfélaginu von. Okkar eina markmið er að hugsa í lausnum og að standa sem þéttast saman. Við skynjum brýnandi þörfina fyrir samstöðu, samheldni og samkennd meðal íslensk almennings. Samstaðan og samheldnin hefur komið okkur langt á rúmum sex mánuðum og gerir enn. Því getur það reynst mönnum erfitt að setja Borgarahreyfinguna í einhvern ákveðinn ramma þar sem ramminn er enginn. Það er enginn ákveðinn leiðtogi heldur er það lýðræðið sem hér er við völd. Við stöndum frammi fyrir andlegri hugarfarsbyltingu og hún er í stöðugri mótun. Við vitum kannski ekki allt en við vitum þó eitt; að ef samstaðan er fyrir hendi þá er hægt að yfirstíga alla erfiðleika af hvaða toga svo sem þeir kunna að vera. Við höfum margsinnis sýnt fram á að það sem við viljum gera, það gerum við sama hvað hver segir. Ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt og það höfum við sannað.

Það fallega við byltinguna er sú staðreynd að hún er sjálfsprottin hreyfing úr hugum fólks sem fæddist við erfiðar aðstæður. Hún er ekki einkavædd og þar af leiðandi ekki til sölu. Hún býr ekki í húsum heldur i hjörtum landsmanna. Hún er hvergi á förum heldur er hún komin til að vera.

Við í Borgarahreyfingunni boðum réttlæti fyrir alla, siðferði fyrir alla og lýðræði fyrir alla. Íslenskt samfélag má vera í efnahagslegum molum. Við teljum að úr því megi bæta ef við hugum að sameiginlegri velferð okkar allra á lýðræðislegan hátt. Við viljum standa vörð um lýðræðið í framtíðinni, gera það bæði sjáanlegt og áþreifanlegt fyrir alla.

Borgarahreyfingin samstendur því af fólkinu sem ákvað að berjast fyrir lýðræðinu og um leið fyrir framtíð Íslands. Borgarahreyfingin samanstendur því af almenningi þessa lands og er þverskurðurinn á íslensku samfélagi. Borgarahreyfingin er fólkið og hún er til staðar fyrir fólkið. Það má segja að sú hugarfarsbylting sem hér hefur orðið er ekki af staðlaðri stærð og passar því kannski ekki inn í stjórnarfarslegt hugarfar landans sem stendur frammi fyrir hugarfarslegri byltingu á hverjum degi.

Borgarhreyfingin má því reynast framandleg fyrir marga. En jarðvegurinn fyrir hana er tilbúinn og sáningartíminn er byrjaður.Allir þurfa sinn tíma til að meðtaka hugtakið um lýðræðið og innbyrgja boðskapinn, sérstaklega með tilliti til þess að flestir einstaklingar eru nánast pólitískt forritaðir og vilja tilheyra annað hvort flokkum sem eru til hægri, vinstri eða miðju.

Við erum fólkið sem treystum okkur á sínum tíma til að fylgja hjartanu af einlægri staðfestu, vera í stöðugri mótun, í stöðugri baráttu og lærðum að treysta hvort öðru við ólíklegustu aðstæður.Því getum við aldrei fallið inn í neitt ákveðið mót, því mótið sjálft er í stöðugri mótun. Við erum byltingin sem berst enn í hugum og hjörtum landans, sú tilfinning að vera hluti af stórkostlegu afli sem hefur skapast við aðstæður sem á sér engar líkar hér á landi.

Við erum fólkið sem stöndum anná vaktina og teljum okkur því fullfær um að standa vaktina innan Alþingisveggja sem og að utan þeirra. Við teljum það nauðsynlegt fyrir íslenskan almenning að vita af okkur inni á þinginu þar sem almenningur hefur sannreynt okkur margoft og veit að við fylgjum okkar málum á enda.

Lýðræðið grætur og mun halda áfram að gráta ef sjálfsprottnir boðberar þess fá ekki að standa vörð um hagmuni þess í framtíð okkar íslendinga. Meginmunurinn á Borgarahreyfingunni og öðrum framboðum er því sá að Borgarahreyfingin er sjálfsprottin hreyfing í meðvitund ólíkra einstaklinga sem tóku þá ákvörðun að standa vaktina fyrir fólkið í landinu þegar að íslensk stjórnvöld brugðust.

Þegar að almenningur kýs Borgarahreyfinguna er hann um leið að kjósa sér vörð um lýðræðið inni á Alþingi. Vörð sem kemur úr röð þeirra varðmanna sem mun halda áfram að standa vaktina jafnt innan veggja Alþingis og á Austurvelli.

Við erum tilbúin til að vera brúin inn á þing fyrir fólkið, þess vegna segjum við " þjóðin á þing "!

Brúin er brotin og hana þarf einfaldlega að laga.

Sigurlaug Ragnarsdóttir

mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt en siðlaust er lífstíll sem hampað hefur verið á Íslandi allt of lengi

En nú eru sem betur fer breyttir tímar að virðist. Fólk sem ég tala við er meira og meira tilbúið til að horfa í eigin barm og viðurkenna eigin sök. Við erum sífellt að leita að sökudólgum og benda á aðra, núna er kominn tími þar sem við getum sameinast um að vilja bætt samfélag. Hluti af þeirri breytingu er að gangast við eigin breiskleika og bæta sig.

Við trúum því öll að við séum upp til hópa harðduglegt og heiðarlegt fólk - á sama tíma og flestir viðurkenna að borga aldrei meira í skattinn til dæmis heldur en þeir nauðsynlega verða. Það þýðir að borga aðeins þann skatt sem öruggt er að muni komast upp að okkur beri að borga hvort eð er.

Ég hef verið svona þenkjandi. Vann til að mynda um stutt skeið sem harkari á leigubíl fyrir nokkrum árum síðan og var ansi lítið af því gefið upp ef ég man rétt. Eins er þetta alltaf barátta með þetta litla þjórfé sem að maður fær stundum í ferðaþjónustunni, en auðvitað á maður að gefa upp allar sínar tekjur samkvæmt lögum.

Ég er ekki að segja að hegðun okkar eigi stóran þátt í hruninu, alls ekki og í guðanna bænum taktu því ekki á þann veg. Við vorum einfaldlega rænd. Stærsta rán í sögu heimsins og það í beinni útsendingu. En hegðun okkar hefur þó kannski haft á það áhrif hversu viljug við höfum verið til að berjast fyrir almennum heiðarleika, vitandi upp á okkur sjálf sökina.

Fyrir mér er nú tími breytinga til batnaðar. Nú er kominn tími þar sem að við getum sameinast um að halda samfélagssáttmálann sem við búum öll við. Þennan óskrifaða sáttmála um að við ætlum að standa saman til þess að búa okkur hér sem best samfélag og semhæst lífsgæði. Ekki lífsgæði fárra, heldur okkar allra.

Það er liðinn sá tími þar sem að við beygjum okkur bara og buktum og höfum endalausa þolinmæði fyrir spillingu og kúgun ráðamanna á þjóðinni. Nú er okkar tími kominn, komum þjóðinni og hagsmunum hennar á Alþingi!! Hættum að kjósa kúgarana yfir okkur áfram.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing  -  settu X við O, það er einfaldlega réttlætismál.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýn Henrý Þórs á Samfylkinguna og VG sem hluta af fjórflokknum

Henry_Thor_1johann_og_steingrimur_eru_i_fjorflokkinum

Lilja Mósesdóttir er án nokkurs vafa mikill fengur fyrir VG

Ég samgleðst innilega VG liðum að hafa tekið Lilju fagnandi og kosið hana inn í baráttu sæti í forvali hreyfingarinnar. Það leikur enginn vafi á því að Lilja er hreyfingunni mikill fengur og þjóðinni allri fái hún tækifæri til að láta ljós sitt og hugmyndir skína á Alþingi.

Mér þykja þessar tillögur Lilju hljóma mjög vel. Þarna er jafnræðis gætt milli allra skuldara verðtryggðra lána og engin spurning að þetta mun nýtast öllum vel, óháð því hver höfuðstóll lánanna er í raun. Þetta er gott innlegg í umræðuna en málið þarf þó að sjálfsögðu að skoða sem heild inni á Alþingi eftir kosningar og mikilvægt að enginn gangi núna fram af sér í kosningaloforðum. Hvort sem að lausnin kemur frá Lilju, Marinó hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna, Framsókn eða Borgarahreyfingunni er ljóst að lausnirnar þarf að útfæra ítarlega í samstarfi allra flokka.

Síðan þarf að skoða á heildrænan máta einnig gengis lánin og finna þar lausn sem að sama skapi gætir jafnræðis milli allra lánþola. Þær lausnir þurfa að auki að innifela að mínu áliti, einhverja sameiginlega ábyrgð lánþola og lánveitanda. Það er jú ljóst að annar aðilinn í samningnum var leikmaður í samningum við atvinnumann og það er jú mikil skekkja og á henni tekið í neytendalögum.

Við verðum einfaldlega öll að sameinast um að vinna sameiginlega að lausnum á fjárhags vanda heimilanna ásamt því að sammælast um að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisrekstrinum um nokkurt skeið.

Mundu - http://xo.is - það er einfaldlega réttlætis mál.


mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég bara orðinn verulega vænissjúkur eða eru hótanir og eitthvert leyniplott í öllum hlutum?

Hér eru tvær hótanir að virðist settar fram ef OR verður látið standa við kaup sín á hlutnum.

Fyrri hótunin er sú að hluturinn verði settur strax í söluferli verði það niðurstaðan. Seinni hótunin til stuðnings hinni væntanlega, er að hluturinn verði mögulega seldur erlendum aðilum.

Er ég bara vænissjúkur eða lest þú þetta líka út úr fréttinni?

Það verður að stöðva þessa baktjalda leiki í opinberum störfum. Það er eðlileg krafa að alls staðar verði fullkomið gagnsæi og heiðarleiki hafður að leiðarljósi. Það er okkar hlutverk, þjóðarinnar, að koma á þessum breytingum.

Ég trúi því af sannfæringu að X við O nógu margra kjósenda muni koma á þeim breytingum. Ætlar þú að leggja þín lóð á vogarskálarnar? Endilega kíktu inn á http://xo.is og skoðaðu hver við erum og fyrir hvað við stöndum í stefnuskránni okkar.


mbl.is Orkuveitan ætlar að áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband