Vilt þú fá 500.000 Evrur frá ríkisstjórninni?

Nú er það að minnsta kosti orðið löglegt að virðist.

Ætli yfirtaka ríkis á banka falli þá ekki undir lögin?

Mér finnst samt nokkuð merkilegt að þetta skyldi vera ekki frétt nánast, varð ekki var við að hún fengi mikla umfjöllun fjölmiðla. Samt kristallar þessi frétt svo vel hvernig reglugerðar verkið er í dag og verður enn frekar ef ESB aðild verður að veruleika.

Það eru sem sagt einhver jakkaföt úti í heimi sem að hafa völd, eða trúa því að minnsta kosti, yfir því hvernig ríki EFTA landanna geta stutt við atvinnulífið í aðildarlöndunum.

Veit það einhver, er þetta hámark á ríkisstuðning það sama í ESB?


mbl.is Gefur út tilmæli til að liðka fyrir ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er líka furðulegt í ljósi fjárstuðnings sem fjármálastofnanir þvers og krus innan ESB hafa fengið.  Kannski eru það bara fyrirtæki í EFTA-löndunum sem þurfa að uppfylla svona reglur, en ekki bankar í Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi og Frakklandi.

Mér finnst stundum sem eftirlitsstofnun EFTA sé til þess að setja hömlur á EFTA ríkin, en ESB ríkiin geti gert allt sem þeim sýnist.

Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, þetta er einkennilegt en mér fannst fyrirsögnin á mbl merkileg, "varðhundurinn gefur út fyrirmæli." Þýðir þetta að DO er tekin við ritstjórn moggans?

Arinbjörn Kúld, 30.1.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband