Jón Daníelsson ætti að ráða umsvifalaust sem sérlegan efnahagsráðgjafa hagstjórnarinnar

Jón Daníelsson, Robert Wade, William Buiter og fleiri kollegar þeirra hafa þegar eytt gríðarlegu púðri í að rannsaka íslenska kerfið, varað við hvert stefndi og séð, eins og ljóst er orðið í dag, nokkuð skýrt fyrir hvert stefndi.

Við eigum að þakka þessu fólki fyrir og nýta áfram sérþekkingu þeirra. Við eigum að ráða þau umsvifalaust í vinnu við að hjálpa okkur út úr ástandinu.

Landið er og verður stjórnlaust á komandi vikum verði ekki þegar komið á einhversskonar neyðarstjórn sem skipuð verður sérfræðingum. Pólitíkin er öll horfin í kosningaslaginn á komandi vikum og verður því ekki mark takandi á orðum þeirra sem meira eða minna verða bara kosningaloforð.


mbl.is Gæti birt til á næsta ári eða 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Paul Krugman væri mun líklegri til árangurs heldur en þessir sem eins Jón Daníelsson sínir að er á flokkslínu.

það er ekki allt orð guðs almáttugs sem kemur frá útlöndum Baldvin. þeir í útlöndum eru alveg búnir að skíta jafn mikið upp á bak við hérna heima. nærbuxurnar okkar eru bara ekki nóga stórar til að hylja skítinn eins og hjá öðrum. en sami skítur er það og jafn mikið. 

Bretar eru t.d. alveg jafn skuldugir og við erum að verða. og enn eru þeir að eyða. 

Fannar frá Rifi, 27.1.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er algerlega sammála því Fannar að það verður ekki allt að gulli í útlandinu. En þessir tilteknu sérfræðingar höfðu þó greint ástandið hér með löngum fyrirvara og voru aðeins úthrópaðir fyrir.

Hvers vegna til dæmis brást ekki hagstjórnin hér heima við þegar að það lá fyrir strax í október 2007 að lánalínur væru byrjaðar að lokast á íslenska banka?

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held að ég geti verið þér sammála þarna - engin spurning um að nýta þessa menn og konur enda auðséð að þessu fólki er ekki sama um landið, annars sýndu þau því ekki þennan áhuga.

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 02:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Robert Wade er yfirlýstur Neocon og Glóbalisti, sem vinnur eftir hugmyndafræði IMF og WB. Hvað eru menn að pæla hérna??

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 02:43

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ástandið í Bretlandi er nú að verða lítið betra en hér, gengur Jóni illa að kenna þeim fræðin sín.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2009 kl. 03:04

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú segir það Jón, af hverju eru menn þá svona hrifnir af honum og af hverju "meikaði" það sens það sem hann sagði á borgarafundinum um daginn? Tek það fram að ég er lítið fyrir alls kyns isma og ista!

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband