Mikilvæg viðbót - umræður um Kompás þátt sem var kippt út og fréttamenn reknir!! Er hægt að plotta hreint mannorð í gegnum bréfaskriftir sem "óvart" leka út?

Ég velti því fyrir mér og treysti því að fundnar verði leiðir til þess að rannsaka þetta. Þessi yfirlýsing finnst mér í besta falli kjánaleg gagnvart sannleikanum, en augljóslega þaulhugsuð ef tilgangur hennar er að reyna að fela eitthvað og/eða dreifa athyglinni.

Mér hugnast lítt ný ríkisstjórn og ítreka enn að neyðarstjórn var eini sanngjarni kosturinn sem var líklegur til árangurs. En mér líst vel á yfirlýsingar VG um að einhversskonar rannsókn og uppgjör á útrásarvíkingunum verði hluti af stjórnarsamþykktinni.

Þjóðin á það einfaldlega skilið að þessir menn og konur verði að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Mikilvæg viðbót: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431307/2009/01/27/0


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já, það er alveg ótrúlegt að þeir skuli enn halda að við séum öll fífl.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.1.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Nú skjálfa sjallarnir...rosalega held ég að margt eigi ennþá eftir að koma í ljós...sammála með útrásarvíkingana...það verður fróðlegt (nauðsynlegt) að fylgjast með framvindu mála!!

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Aldís, af hverju ættu sjallarnir að skjálfa? Eru ekki flestir útrásarvíkingarnir frekar undir væng Baugsfylkingarinnar? Eða forseta vors? Kaupþingsmenn voru ekkert á vegum sjallanna.

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Trúir þú í alvöru að flokkur sem hefur verið með samfellda valdasetu í 17 ár eigi engan þátt í þessu?? Heldur þú í alvöru að ekkert sé hægt að rekja til þeirra sem sniðu þetta ónýta kerfi utan um þessar 33 hræður sem settu okkur á haustinn?? Svo veit ég ekki betur en að baugs-gengið hafi allt verið sjallar....forseti vor fór illa að ráði sínu, það er óumdeilt og verður sannarlega ekki rekið til sjallanna!!

Þessi tilfinning mín er ekki byggð á vísindum...aðeins hyggjuviti..

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:34

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mér finnst gott að hér komi fram að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera að mestu við völd í líklega 117 ár, ekki bara síðustu 17 árin. M.a.s. þessi stuttu tímabil þegar þeir hafa ekki setið í stjórn hefur kerfið engu að síður 85% verið rekið af þeirra fólki.

Baldvin Jónsson, 28.1.2009 kl. 00:48

6 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Já betra að hafa staðreyndir á hreinu :)

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:52

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Íslenska þjóðin á skilið réttlæti. Þess vegna verður fyrir allra sakir að fá botn í þessi mál, annars verður engin sátt við bankana né þá sem þeim stjórnuðu.

Arinbjörn Kúld, 28.1.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Aldís þeir fengu kerfið reyndar að láni frá Brussel en hvað með það.

Einar Þór Strand, 28.1.2009 kl. 07:42

9 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Já, kerfi sem ég hef engan áhuga á að fara inn í....

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 10:45

10 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já, ég er alveg sáttur við að sjallarnir séu komnir frá. Það er bara fínt, ekki sýðst fyrir þá. Hlutirnir eru bara ekki svo einfaldir að síðastliðin 17 (eða 117) ár hafi allt verið ómögulegt á Íslandi. Við erum núna búin að fara í gegnum mesta góðærisskeið Íslandsögunnar, síðan varð hrun. Meginsökin á hruninu liggur hjá óheiðarlegum viðskiptamönnum eins og færslan hér að ofan fjallar um, það er óumdeilt. Þeir misnotuðu það frelsi sem þeim var fengið.

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 12:48

11 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

og frelsið fengu þér frá Sjöllunum sem vegna sofandaháttar leiddu okkur beina leið á botninn...

það tekur tíma fyrir menn að sjá vitleysuna og umfram allt að þurfa að sætta sig við hana...

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:47

12 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Fengu þeir frelsið frá sjöllunu?? Við viljum væntalega öll búa við frelsi, Aldís. Það var samskonar frelsi komið á hér og í öllum hinum vestræna heimi. Ekki viljum við breyta Íslandi í land hafta og kúgunar, er það?

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 14:10

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gaman að fylgjast með ykkur Aðalsteinn og Aldís - ég hugsa að skoðanir mínar á málinu svona almennt séu nokkurn veginn akkúrat mitt á milli ykkar tveggja

En Aðalsteinn, reglurnar og lögin eru til staðar nú þegar í samfélaginu okkar. Það var bara ekki spilað eftir þeim reglum og lögum, eða eins og að mig minnir Financial Times orðaði það: Megintilgangur FME virtist vera að aðlaga leikreglur samfélagsins að þörfum bankanna.

Baldvin Jónsson, 28.1.2009 kl. 14:21

14 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já, þetta er alveg hárrétt hjá þér Baldvin. Staðreyndin er sú að þessir bankamen (glæpamenn) voru með alla í vasanum FME, stjórnvöld og ekki sýðst forsetann.

FME var í mjög erfiðri stöðu eins og einn starfsmaðurinn þar lýsti um daginn. Ef þeir voru að finna að einhverju hjá bönkunum, þá mætti bankinn á fundi með alveg hjörð af lögfræðingum og yfirmönnum sem allir voru rauðir í framan af reiði yfir aðfinnslunum.

það er auðvelt að vera vitur eftirá. það sjá það allir núna hvers kyns var, það átti að setja þessum mönnum skorður.

En heldur þú að það hefði verið auðvelt fyrir stjórnvöld á þeim tíma þegar allt virtist leika í lindi og við vorum mest og best í heimi, að breyta lögum eða reglum til að bæta viðslkiptaumhverfið, hefta vöxt bankanna og banna krosseignatengsl m.a.  Nei, það hefði allt orðið vitlaus og stjórnvöld hefðu verið sökuð um að ráðast á Baug og hinar hetjurnar okkar. Ég hef meira að segja grun um að forsetinn hefði neitað að staðfesta slíkar lagabreytingar.

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 14:56

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

En það er þó málið Aðalsteinn, að lögin og reglurnar ERU til staðar. Ráðamenn hefðu einungis þurft að fylgja þeim eftir.

Baldvin Jónsson, 28.1.2009 kl. 18:50

16 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Nei, það hefði til dæmis þurft að breyta lögum til að takmarka stærð bankakerfisins. við vorum (erum) með lög frá EES og það gerði þeim mögulegt að stækka óendanlega. Reglur um lánveitingar bankanna til eigenda voru líka meingallaðar og hefði þurft að breyta. En, eins og ég segi, það hefði ekki verið auðvelt á þeim tíma. Útrásarmennirnir voru ósnertanlegir.

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband