Ólafur Ragnar túlkar stjórnarskránna á sinn máta

Það eru ekki allir sammála um túlkun stjórnarskrárinnar eins og gjarnan er með slíkan texta. Ólafur Ragnar hefur lengi haldið því fram, frá því löngu áður en hann tók við embætti Forseta Íslands, að Forseti hafi vald til þess að rjúfa þing. Flestir túlka það hins vegar þannig að það sé einungis Forsætisráðherra sem geti tekið afstöðu og þannig afhent Forseta valdið.

Hvernig svo sem menn vilja túlka það er ljóst að Geir lét ekki á það reyna í dag heldur baðst lausnar frá ábyrgðum sínum. Eina sem vekur mér eftirsjá í því er hversu afskaplega seint Geir lét tilleiðast.

Ég biðla til þín Ólafur Ragnar, nú er tíminn til þess að skapa og byggja upp. Núna þurfum við neyðarstjórn skipaða faglegum sérfræðingum og stjórnlagaþing samsíða henni sem að endurskoðar undirstöður lýðræðisins okkar, stjórnarskránna. Það er ekkert mikilvægara í dag en þetta tvennt. Annað hefur fjárhagslega endurskipulagningu, hitt tryggir að þetta á ekki að geta gerst aftur á sama máta og nú.


mbl.is Geir og Ólafur á löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Svínarí er þetta

Ómar Ingi, 26.1.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það er alveg sama hvernig stjórnkerfinu verður breytt ef fjármálakerfinu verður ekki umbylt um leið, það er staðreynd sem flestir vilja loka augunum fyrir þó að sú staðreynd sé beint fyrir framan nefið á okkur, bæði hér og líka í USA.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.1.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefð nú haldið a ahnn væri einmitt að koma á móts við þessar skoðanir. Og flestir foringja stjórnmálaflokkana líka þega þeir tala um stjórnlagaþing. En það getur starfað þó að kjörinn stjórn sinni því að reka landið eins og er gert í öllum vestrænum ríkjum. En Ólafur sagði:

Ólafur Ragnar nefndi eins og áður sagði fjögur atriði sem mikilvægt væri að hafa í huga og eiga að setja svip á það sem gert verður. Í fyrsta lagi það brýna verkefni að skapa á ný samfélagslega sátt í íslensku  þjóðfélagi þannig að þeir atburður og átök sem við höfum öll orðið vitni af að undanförnu lagist og íslenskt samfélag geti orðið að nýju það samfélag sem við kjósum og erum vön. Að þjóðin geti gengið til daglegra starfa á friðsaman og öruggan hátt. Segir Ólafur Ragnar það nauðsynlegt að skapa hér nauðsynlegan frið en hann telur það mikilvægast í því starfi sem fram undan er.

Í öðru lagi nefndi Ólafur Ragnar að haldið sé þannig á málum það þær ákvarðanir sem teknar eru séu teknar hafi hag þjóðarinnar, heimilanna í landinu fyrirtækja og atvinnulífs að leiðarljósi og þannig lagður grundvöllur að farsælli lausn eins fljótt og auðið er. 

Í þriðja lagi að þjóðin fái sem fyrst tækifæri til þess að endurnýja umboð nýs Alþingis og kjósa sér þá fulltrúa á löggjafarsamkomuna sem íslensk stjórnskipun kveður á um. 

Í fjórða lagi telur Ólafur Ragnar nauðsynlegt að skapaður sé farvegur fyrir þá umræðu sem við verðum mjög vör við í okkar þjóðfélagi þar sem fólk varpar fram hugmyndum og kröfum um nýja stjórnskipan, endurskoðun á stjórnarskrá, nýtt lýðveldi eins og sumir orða það. Eða þjóðfélagslegan sáttmála eins og forsetinn orðaði það í nýársávarpi sínu.

Sem sagt hann vill að það verði kosið sem fyrst og að skapaður sé farvegur [stjórnlagaþing?]  þar sem unnið verði að stjórnarskrá sem er þjóðfélagslegur sáttmáli. Hann gæti ekki skipað neina neyðarstjórn ef að leiðtogar flokkana telja sig geta komið saman starfhæfri stjórn fram að kosningum. Annars hefði hann falið þeirri gömlu að sitja sem starfsstjórn. Það verður væntanlega kosið í vor.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Flottur forsetinn - þorir þegar aðrir þegja. Allt sem hann nefnir er fullkomlega í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Segir mér að hann Óli grís er ekki eins veruleikafirrtur og ég hélt.

Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

að nýju það samfélag sem við kjósum og erum vön. ???

Þjóðin [80%-90%]  er að mínu mati mjög sátt sem hefur fam í mótmælum undanfarið.

Minnihlutinn sér lagi tækifærisinnarnir [sem vilja við halda spillingunni] virðast hinsvegar mjög ásáttir.

Forsetinn á skynja meirihlutann sér í lagi  ef um stærri hóp er að ræða en 2/3. Í lýðræðislegu þjóðfélagi verður minnihlutinn að sætta sig vilja þess stærri og er Forsetinn ekki undanskilinn.  

Ég fæ ekki skilið vandamálið: samfélagsleg sátt. Þjóðin [80%-90%] er mjög sátt. Fjármála og stjórnsýslugeirinn er vandamálið. Hann er of stór og dýrkeyptur á kostnað velferðasamfélagsins.

Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband