Skref í rétta átt - ættum að fylgja fordæmi Barack Obama varðandi siðareglur

Mér lýst vel á það að fá sérfræðinga til þess að gegna ráðherraembættum, en velti þó einu fyrir mér. Ég geri mér grein fyrir því að tíminn er naumur, en væri ekki eðlilegast samt að auglýsa þessar stöður og velja úr hópi einstakling þann hæfasta? Gylfi er eflaust afar hæfur en þolir þá þar af leiðandi samkeppni um umsókn væntanlega. Þá er verið að leita að konu í starf Dóms- og Kirkjumálaráðherra og legið í einhverri einni eða tveimur. Af hverju ekki að auglýsa??

Annars langaði mig að skrifa þessa hugleiðingu mest til þess að benda nýrri ríkisstjórn á plagg sem að hún ætti samstundis að þýða, staðfæra og gangast undir. Eitt fyrsta verk BBarack Obama í embætti var að láta semja siðareglur og skulu allir embættismenn sem ráðnir eru og koma inn við forsetaskiptin skrifa undir þær siðareglur.

Ég sá þessa hugleiðingu hjá Jóni Ólafssyni heimspekingi þar sem er vísað í þetta skjal Obama.  Þetta þykir mér afar góð hugmynd og til þess fallin að breytingarnar og hreinsunin geti hafist þegar í stað.

Hvað segið þið kæra ríkisstjórn?  Eruð þið tilbúin til þess að skrifa undir og taka af allan vafa um einlægan vilja ykkar til þess að breyta hlutunum?

Í siðareglum Obama er meðal annars tekið fyrir að embættismenn þiggi gjafir frá "lobbyistum" (mætti líklega þýða sem hagsmunaaðilar á íslensku, er ekki alveg það sama en tekur á málinu í heild), tekið fyrir að embættismenn séu að vinna að málum fyrstu 2 árin sín í embætti sem ná yfir hvers lags tengsl við fyrri vinnuveitanda og margt fleira gott þarna.

Hvet ykkur til þess að kynna ykkur skjalið.


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband