Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Ólafur Ragnar túlkar stjórnarskránna á sinn máta
26.1.2009 | 19:11
Það eru ekki allir sammála um túlkun stjórnarskrárinnar eins og gjarnan er með slíkan texta. Ólafur Ragnar hefur lengi haldið því fram, frá því löngu áður en hann tók við embætti Forseta Íslands, að Forseti hafi vald til þess að rjúfa þing. Flestir túlka það hins vegar þannig að það sé einungis Forsætisráðherra sem geti tekið afstöðu og þannig afhent Forseta valdið.
Hvernig svo sem menn vilja túlka það er ljóst að Geir lét ekki á það reyna í dag heldur baðst lausnar frá ábyrgðum sínum. Eina sem vekur mér eftirsjá í því er hversu afskaplega seint Geir lét tilleiðast.
Ég biðla til þín Ólafur Ragnar, nú er tíminn til þess að skapa og byggja upp. Núna þurfum við neyðarstjórn skipaða faglegum sérfræðingum og stjórnlagaþing samsíða henni sem að endurskoðar undirstöður lýðræðisins okkar, stjórnarskránna. Það er ekkert mikilvægara í dag en þetta tvennt. Annað hefur fjárhagslega endurskipulagningu, hitt tryggir að þetta á ekki að geta gerst aftur á sama máta og nú.
Geir og Ólafur á löngum fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir Haarde ber ekki ábyrgðina á hruninu, það er ómaklega að honum vegið með þeirri yfirlýsingu. Hann er einungis einn margra sem bera ábyrgð á því eftirlitsleysi sem m.a. varð bönkunum að falli. Geir ber hins vegar öðrum meiri ábyrgð á því að víkja ekki stjórninni frá strax í upphafi október. Pólitískt landslag sem og fjárhagslegt væri án nokkurs vafa afar ólíkt því sem það er í dag ef brugðist hefði verið við strax á ábyrgan máta og kallaðir til sérfræðingar til þess að takast á við vandann á faglegan máta.
Hvað á ég við með faglegum máta? Jú, t.d. með því að setjast strax yfir viðskiptaáætlun til lengri tíma, stefnumóta og skipuleggja og setja af stað aðgerðir fyrir opnum tjöldum. Ríkisstjórnin þykist hafa verið í þessum fasa en hefur þó nánast ekkert lagt fram sem kom ekki beint frá AGS. Mér sýnist að stjórnin hafi því lítið gert frá hruni nema að reyna að fægja sinn hlut og þýða kröfur AGS yfir á íslensku. Skaðræðistími fyrir íslensku þjóðina og Geir ber þar vissulega mikla ábyrgð.
En Bjarni Ben væntanlegur formanns frambjóðandi Sjálfstæðisflokks á þó án nokkurs vafa ummæli dagsins. Hann missti út úr sér, án athugasemda spyrilsins, í viðtali í dag þegar að hann var spurðum um hugmyndina um þjóðstjórn "... nú er einfaldlega tími þar sem hagsmunir þjóðarinnar verða að koma á undan hagsmunum flokksins..."
Ég veit ekki með þig - en skilur þú hann líka þannig að það sé ekki hefðin? Að hefðin sé að hagsmunir flokksins komi alltaf á undan hagsmunum þjóðarinnar?
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég gæti vel sætt mig við Jóhönnu sem forsætisráðherra - en....
26.1.2009 | 14:29
... aðeins með þeim skilyrðum að samráðherrar hennar yrðu allt sérfræðingar sem kæmu utan frá. Ekki innan úr pólitíska heiminum þar sem ekkert gerist og endalaust er bara blaðrað.
Ég get fyllilega tekið undir orð Ingibjargar Sólrúnar um Jóhönnu, hún er svo sannarlega manneskja sem kemur hlutum í verk. Þingheimur allur ætti að taka hana til fyrir myndar svo um munar.
Helst af öllu vildi ég þó sjá líka forsætisráðherra koma utan frá. Það er orðið almennt vantraust á allt það fólk sem á Alþingi starfar.
Jóhanna næsti forsætisráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju kæru landar - ný glittir í Nýja Ísland !
26.1.2009 | 14:06
Þetta þykja mér afar góðar fréttir þó að ljóst sé að lítill hluti Sjálfstæðismanna sé mér þar sammála. Þessi ríkisstjórn hefði átt frá að hverfa fyrir tæpum 4 mánuðum síðan í stað þess að sitja áfram með engin markmið önnur en þau að a) halda völdum og b) hlýða AGS eins og það er nú mikil þversögn í því.
Hugmyndir um þjóðstjórn sem að Geir tekur undir núna að virðist, er síðan byggð á þeirri afneitun Sjálfstæðismanna að þeir séu stór flokkur og inn hjá þjóðinni. Hann talar um að að sjálfsögðu eigi stærsti stjórnmálaflokkur landsins að leiða slíka stjórn. Ég held að hann geri sér enga grein fyrir því að líklega eru Sjálfstæðismenn komnir niður í 4. sætið í dag.
En kæru ráðamenn nú er lag að taka af skarið og sanna hug ykkar til þess að vilja bæta ástandið. Stigið nú öll frá helstu embættum og fáið þar til lærða sérfræðinga til þess að taka við.
Krafan er neyðarstjórn skipuð sérfræðingum fram að kosningum. Það gengur ekki þetta ástand lengur, nú þarf skipulagða og arðbæra vinnu næstu vikurnar og þið hafið ÖLL sýnt það skýrt að þið eruð ekki fólkið í það.
En kæru landar, það er farið að glitta í sólarupprás. Vonin eykst með degi hverjum. Stöndum saman áfram. Mótmælin hafa skilað miklum árangri, mun meiri en nokkur ráðamaður vill nokkurn tímann viðurkenna. Öll helstu markmið utan eins hafa náðst. Nú verður ekki langt að bíða þess að Davíð verði hreinlega hent út úr Seðlabankanum af tilvonandi handhöfum valdsins.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur J. fjármálaráðherra? - Guð sé oss næstur.....
26.1.2009 | 12:14
Samkvæmt þessar frétt á Vísi.is: http://www.visir.is/article/20090126/FRETTIR01/589977529
er búið að semja um minnihlutastjórn og embætti.
Þar kemur fram að Steingrímur J. taki sæti fjármálaráðherra?!? Það eru skelfileg tíðindi reynist það satt. Hvað hefur hann lagt til umræðunnar undanfarna mánuði í formi lausna? Nákvæmlega ekkert. Hann hefur einungis stamað "sagði ég ekki" endurtekið í að verða fjóra mánuði.
Við þær breytingar sem nú verða fá ráðamenn gullið tækifæri til þess að koma á nýrri hugsun. Setjum fagfólk í embætti ráðherra fram að kosningum.
Ég sting upp á til dæmis Vilhjálmi Bjarnasyni í sæti fjármálaráðherra næstu mánuðina.
Rafmögnuð stemmning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ályktun fundar ýmissa grasrótarhreyfinga
25.1.2009 | 22:16
Ályktunin sem send var fjölmiðlum seinni partinn í dag er svo hljóðandi:
Ályktun fundar ýmissa grasrótarhreyfinga í dag:
Á glæsilegum fundi talsmanna fjölmargra grasrótarhreyfinga um
lýðræðisumbætur var samþykkt að tengja saman grasrótina og mynda
samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum
breytingum og umbótum á íslensku samfélagi. Breytingum sem ekki verður
undan vikist að gera í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar, allt frá
bráðaaðgerðum til varnar heimilum og atvinnulífi til endurreisnar
lýðræðis á Íslandi. Fundurinn samþykkti að vinna að framboði
grasrótarhreyfinga við næstu kosningar
Ég ítreka enn og aftur, allir þeir sem áhuga hafa á aðkomu að endurreisn lýðræðisins í samfélaginu geta haft áhrif í gegnum hugmyndavinnu vefinn okkar http://lydveldisbyltingin.is
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takk Björgvin, takk fyrir mig.
25.1.2009 | 10:48
Þetta tók tíma, barátta egósins er erfið leið. Eðlilega vill enginn einn bera ábyrgð en þú ert maður að meiru fyrir að stíga loksins fram fyrir skjöldu og axla ábyrgð. Von þín um að formaður þinn og Geir Haarde mun i gera slíkt hið sama er held ég í besta falli barnsleg. Þetta fólk hefur sýnt það í verki hingað til að völd þeirra og síns fólks skipta meira máli en afkoma þjóðarinnar.
Þetta er frábært skref í áttina að því að hreinsa til í stjórnsýslunni, ég er virkilega ánægður en finn mig knúinn til þess að benda á að betur má ef duga skal.
Nú er bara að stíga fram Björgvin og játa lygarnar sem hafa þvælst fyrir okkur öllum undanfarna mánuði.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um hvað hugsa karlar og konur þegar þeim er boðið í glas?
24.1.2009 | 22:58
Við erum að virðist samkvæmt þessu aðeins einfaldari strákar.
En hvað er annars málið með lögin í þessari keppni? Ég sat með kjánahroll hér allan tímann, má ekki setja þarna inn eitthvað sem yrði raunverulega hlustað á á öðrum vettvangi líka?
Kántrí og stelpurokk áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grasrótin blómstrar - nýtt framboð að fæðast
24.1.2009 | 21:15
Já, í dag komst það í hámæli að nýtt framboð væri að fæðast. Reyndar gætti þar nokkurs misskilnings þar sem nokkrir mismunandi hópar voru settir undir einn hatt, en líklega var það bara einhversskonar draumsýn sem vonandi verður þá að veruleika. Það er að minnsta kosti minn draumur að þessir hópar nái saman um sameiginlegt framboð - sameinuð stöndum vér og náum mun meira fylgi. Byltingarkenndar hugmyndir þarfnast mikils fylgis til þess að komast að.
Eins og ég hef marg oft bent á tengist ég hópi sem er að vinna að sínum undirbúningi fyrir opnum tjöldum á vefnum http://lydveldisbyltingin.is (reyndar afar erfitt að komast inn á hann núna skilst mér vegna mikillar aðsóknar) og þangað eru allir velkomnir og vonumst við eftir því að sem breiðust flóra pólitískra skoðana fái þrifist þar inni. Málið er mikilægt, endurheimt lýðræðis og löggjafans m.a.
Við erum að vinna í því að koma vefnum í vistun á Íslandi til þess að auka hraðann þar inni og gengur það vonandi eftir strax eftir helgina. Þessi skyndilega "auglýsing" fréttamiðlanna í dag kom okkur á óvart og við áttum svo sannarlega ekki von á þessari miklu umferð á síðuna.
En ég vil endilega taka fram að "við" erum ekki þröngur hópur fólks. "Við" eru ALLIR sem vilja taka þátt, endilega kynntu þér málið og vertu með.
Einhverjar frekari upplýsingar má líka nálgast til dæmis hér og hér ef þú kemst ekki strax inn á vefinn okkar allra.
Grasrótin blífur nú þegar staðnað kerfi er orðið að risaeðlu!
Nýtt þingframboð í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hörður Torfasonar biðst afsökunar - maður að meiru
24.1.2009 | 16:25
Merkilegt mál, í raun má segja að ummæli Harðar hafi verið tekin verulega úr samhengi í fréttinni á mbl. Hörður kýs hins vegar að taka af allan vafa og biðjast afsökunar. Það þarf breitt bak til að standa undir öllu þessu álagi og Hörður er að standa sig vel við þessar aðstæður.
Látum ekki árásir frá stjórnarliðum og þýi þeirra halda okkur niðri - sækjum ólm áfram að markmiðum okkar. Það hefur náðst áfangasigur en betur má ef duga skal.
Látum ekki deigan síga - við krefjumst þess að:
- stjórnin víki
- Sérfræðingur í Hagfræði verði settur yfir Seðlabankann
- Sérfræðingur í Hagfræði verði settur yfir FME
- Að skipuð verði neyðarstjórn sérfræðinga sem skal starfa með erlendum ráðgjöfum
Það mætti lengi telja áfram, en þetta eru að mínu mati lágmarkskröfur fyrir því að á komist mögulega skipuleg vinna við endurreisn samfélagsins. Vinna sem byggð verður á framtíðaráætlun en ekki bara fáti við að bregðast við núverandi aðstæðum og aðstæðum gærdagsins.
Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |