Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

VERTU MEÐ!! Lýðveldisbyltingin fyrir hugmyndavinnuna og Nýtt Lýðveldi til að skýra afstöðu þína

Bærinn fer að verða skemmtilega táknrænn með litum.

Appelsínugulur stendur fyrir að vilja friðsöm mótmæli: http//:www.appelsinugulur.is

Hvítur borði stendur fyrir nýtt upphaf: http://nyttlydveldi.is

og svo fer mikil hugmyndavinna fram á vef Lýðveldisbyltingarinnar: http://lydveldisbyltingin.is

 

Það er mjög frjó grasrótin þessa dagana - þetta er ekkert vinstri hægri mál - VERTU MEÐ!!


mbl.is Hvítir borðar í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bið Guð að gefa þér skjótan bata Geir - krafa þjóðarinnar er að Neyðarstjórn taki við strax

Mög leiðinlegar fréttir af Geir og ég bið Guð að gefa honum bata. Gef líka Geir kredit fyrir að hafa það fram yfir Ingibörgu að átta sig á alvarleika ástandsins og fara í veikindaleyfi. Það er engin leið að farstýra stjórnmálaflokki og ríkisstjórn í miðri meðferð við æxli eða krabbameini.

Fyrir ykkur öll sem blásið nú um að við "skríllinn" eigum að hætta að mótmæla að þá er vert að benda á að mótmælin snúast um að koma algerlega vanhæfri ríkisstjórn frá stjórn landsins hið allra fyrsta.

Málið í mótmælum snýst ekki einungis um að kjósa, enda þarf ýmislegt að skýrast þar að mínu mati áður en einhverjir raunhæfir kostir koma fram.

Mótmælin snúast um algert vantraust á núverandi ríkisstjórn og eru krafa um að hún fari frá strax. Að mínu mati er besti kosturinn í stöðunni að setja á neyðarstjórn til þess lærðra sérfræðinga, manna og kvenna sem hafa mikla þekkingu og reynslu af rekstri og eru afar vel læs á efnahagsreikninga.

Neyðarstjórn sem að einbeitir sér fyrst og fremst að efnahagsástandinu og lausna á því. Á meðan myndi þá starfa almanna þing eða stjórnlagaþing fram að næstu kosningum, sem hefur það markmið að endurskoða þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem þarf til þess að endurheimta lýðræðið til fólksins og endurreisa löggjafavaldið.

Ekki láta deigan síga kæru landsmenn - appelsínugula byltingin þarf að halda sér vakandi.

Ég vil einnig benda á að á sunnudaginn næstkomandi, 25. janúar 2009 kl. 15:00 Lækjartorgi, er búið að skipuleggja mótmæli gegn ofbeldi. Ég mæli með því að appelsínugula fólkið flykkji sér þangað líka. Við verðum að halda uppi málstað okkar á sem flestum stöðum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá byltingarhressing - Góða skemmtun í dag

Ég þarf því miður að fara úr bænum fram á annað kvöld, þið skemmtið ykkur bara vel á meðan og látið ekki deigan síga :)

 


mbl.is Friðsamleg mótmæli í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínugulir áttu vaktaskipti í kvöld - við óeirðalögregluna !

Frábær appelsínugulur dagur á enda - "skríllinn" lét ekki sjá sig :) Í kvöld gerðust þau undur og stórmerki að við þessi appelsínugulu stilltum upp vegg af fólki framan við óeirðarlögregluna. Skömmu síðar spurði lögreglan að því hvort að þeir ættu ekki bara að draga sig í hlé og við tækjum bara stöðuna við húsið. Það var gert og viti menn, örfáum mínútum síðar var "æsti" hluti krakkanna á svæðinu horfin líka. Það var einfaldlega ekki eftir neinni spennu að sækjast. Yfirvegun fólksins og samstaðan sigraði á nokkrum mínútum það sem að óeirðarsveitir hafa ekki átt roð í í 3 daga.

Ég sá þetta svo óskaplega skýrt í gær þegar að drengurinn klifraði upp á svalir Alþingishússins. Fyrir það var engin lögregluþjónn framan við húsið. Eftir að drengurinn fór upp stillti lögreglan upp 4 óeirðarmönnum framan við dyrnar og aðeins örfáum andartökum síðar var æsti hlutinn allur mættur í andlitið á þeim og byrjaður að reyna að espa þá upp. Ég tel þessar óeirðarsveitir lögreglunnar algert taktleysi í okkar litla samfélagi. Borgaralega klæddir eftirlitsaðilar myndu gera mun meira gagn í flestum tilfellum.

Það er einfaldlega mun ódýrara að þrífa bara eggin af húsunum og mögulega skipta um nokkrar rúður, en að hafa þetta stríðs ástand ríkjandi áfram.

Ég vil þó taka fram eins ánægður og ég er með lögregluna og fólkið í kvöld, að það hefur ýmislegt farið verulega úrskeiðis hjá lögreglunni undanfarna daga og mikið til að virðist verið afar fámennur hópur þeirra sem ítrekað hefur misst sig í tilgangslaust ofbeldi. Menn eins og þetta Jón "risi", eins og hann virðist kallaður, ættu einfaldlega ekki að vera aðilar að svona sveit. Hann hefur væntanlega fengið starfið aðeins út á hæð sína og líkamsburði og að virðist gleymst algerlega að taka hann í sálræna prófið. Maðurinn er fauti og á ekki að gegna þessu starfi.

Við ykkur sem að hafið orðið fyrir barðinu á lögreglunni að ósekju vil ég beina þeim orðum að leita vitna og kæra þá hiklaust. Það hefur áhrif.

Við ykkur hin sem að kölluðuð það yfir ykkur að fá lögregluna yfir ykkur vil ég beina þeim orðum að ráðleggja ykkur að finna ykkur betri vettvang fyrir þessa neikvæðu orku alla sem í ykkur býr. Ég man alveg hvernig það er og var sjálfur hættulegur á þeim árum. Nánast eins og villidýr sem var í stöðugri varðstöðu í ofsóknaræði. Drífiði ykkur bara í ræktina eða í að æfa einhverja töff sjálfsvörn. Það er svo gott að fá heilbrigða útrás fyrir þessa orku. Svo er að sjálfsögðu gott líka að hafa einhvern til að tala við Wink

Takk fyrir mig - takk fyrir appelsínugulan dag - dagurinn byrjaði afar illa með fréttum af atvikum síðustu nótt, en endaði í algerum viðsnúningi. Gerið enn betur á morgun og fjölmennið í bæinn. Planið er að vera ekki lengur að en til átta annað kvöld, til þess að fyrirbyggja að okkur verði ruglað saman við djamm liðið sem týnist í bæinn upp úr því.

Góða skemmtun og gangi okkur vel - þetta fer að hafast!

Hér í lokin eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu, gamli í svingi á bassatunnunni í um það bil tvo tíma og alveg fingralaus núna Cool

Baddi_bassatunnan746154381_1171589_9481

 

 

 

 

 

 

 

 

n746154381_1171588_8751Baddi_bassatunna2


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ER fallin!

Samfylkingarfélögin hafa nú að meirihluta samþykkt ályktun Reykjavíkur félagsins um að slíta skuli stjórnarsamstarfinu. Forystu Samfylkingarinnar er ekki annar kostur en að hlýta ákvörðun meirihlutans. Það mun án vafa annar koma kröftuglega niður á þeim við næstu kjör.

Til hamingju kæru landsmenn - það eru tímar endurreisnar framundan.

En fögnum þegar málið er endanlega staðfest - höldum stöðu okkar í bænum fram að því. Allir í bæinn í appelsínugula liðið Smile  http://www.appelsinugulur.is


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært - meira svona

Því meira sem við gerum uppbyggilegt því betur gengur hjá okkur.

Kannski er einmitt kominn tími á að bæta aðeins við textann "vanhæf ríkisstjórn". Ekki að það hafi breyst, nett tilbreyting væri bara skemmtileg.

En kæri lesandi, mótmælin standa enn og munu gera fram á kvöld. Endilega kíktu til okkar og hafðu á þér eitthvað appelsínugult.


mbl.is Syngja mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið Ingibjörgu í friði - hún er í veikindaleyfi!!

Mér ofbýður þessi dónaskapur. Að takast á við alvarleg meinvörp í heila og allt sem því fylgir er mun meira en nóg fyrir hvaða mann að takast á við. Það er svívirða að vera stöðugt að ota í Ingibjörgu við þessar aðstæður og sorglegt ef Samfylkingin hefur engan sem virðist geta tekið við af henni meðan á leyfi stendur.

Ég þekki marga sem hafa þurft að takast á við krabbamein og meinvörp. Það er ekki á fólk leggjandi að þurfa á sama tíma að taka ábyrgð á þjóð. Leysið hana af í hvelli.

Að því sögðu, fjölmennið í bæinn með appelsínugula liti á ykkur. Ég fer aftur fljótlega, kom aðeins heim að leysa konuna af svo að hún komist til að taka þátt líka. Endilega komdu í bæinn og vertu með okkur í friðsömum mótmælum í kvöld.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona yfirlýsingar virðast nú gjarnan vera alger öfugmæli og þessi mörgum líklegri

En þetta er náttúrulega erfið staða fyrir Össur, það tók hann afar langan tíma að komast í ráðherrastólinn og hann veit sem er að hann er ekki líklegur til þess að fá hann aftur eftir kosningar. Þjóðin vill nýtt fólk.

Samfylkingarfélögin koma nú inn hvert á fætur öðru og tilkynna um ályktun gegn stjórninni. Kannski að Össur telji sig geta staðið gegn því fram að helgi, en það verður þá ekki mikið lengur en það. Þolinmæði fólks er uppurin.

En kæru íslendingar, nú er þörf. Það er kalt og erfitt að standa vaktina lengi í einu í bænum. Klæðið ykkur endilega vel, smellið á ykkur einhverju appelsínugulu og stormið í bæinn. Það bráðvantar meira fólk þar núna. Samstaða okkar er hvergi sýnilegri en þar og því áríðandi að við fjölmennum.


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Þetta er algerlega ólíðandi og á að rannsaka uppruna þessa í hvelli. Uppruna vefsíðunnar er væntanlega auðvelt að rekja. Við verðum að halda baráttu milli okkar og lögreglu niðri. Lögreglumenn geta að sjálfsögðu gert mistök í starfi, sum hver grafalvarleg, þetta eru jú bara menn. Við slíkar uppákomur eigum við einfaldlega að kæra þá, ekki ráðast á persónulegt líf þeirra og fjölskyldur þeirra. Er ekki í lagi??

Hér er færslan mín frá því fyrr í dag:

Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

75,8% aðspurðra eru á móti Ríkisstjórninni!!!

Það er það athyglisverða í fréttinni, en mogginn tekur enn einu sinni afstöðu með sínu fólki í Sjálftökuflokknum og greinir bara frá því svona alveg í lok fréttar.

Um fylgi Framsóknarmanna hef ég eiginlega bara eitt að segja kæra þjóð, eruð þið ekki í lagi???  Á bara að fyrirgefa í hvelli 90 ára spillingar- og bytlingaskeið í einni svipan vegna þess að það er kjörinn nýr formaður? Ég vona svo sannarlega að þessi tala sé ómarktæk að mestu, að hún mæli bara hversu margir Framsóknarmenn taka netkannanir.

Framsókn þarf að sanna sig áður en ég gef þeim eitthvert break, það er alveg ljóst.

Mætum öll í bæinn í dag með eitthvað appelsínugult á okkur - táknræn aðgerð gegn ofbeldi!

Ég mæti með appelsínugulan borða á upphandlegg og tek nokkra aukalega með mér.


mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband