Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Heil stjórn um framboðsbaráttu - heppin? Sameining grasrótarhreyfinganna aldrei mikilvægara

Hversu mikið verður að marka aðgerðir og yfirlýsingar ráðamanna næstu mánuði? Verður ekki allt sem sagt er og lýst yfir hluti af "kosningaloforðum"?

Fjölmargir grasrótarhópar spretta upp um allt samfélagið í dag. Fólk er vaknað til lífsins, komið upp úr því að kvarta bara á kaffistofunum og farið að taka þátt í eigin örlögum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara fyrir þessa grasrót að geta starfað saman undir einum hatti með einföld sameiginleg markmið.

Það er aðalmálið - sundruð munum við ekki ná nokkrum árangri.

Hvers vegna? Monty Python skýrir það kannski best:

 


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá ykkur 12,7

Hversu taktlaust er það hjá markaðsdeild og framkvæmdastjórn Krónunnar akkúrat núna þegar að breiðfylking fólks er að hvetja fólk til þess að versla þar fremur en í Bónus, að hækka verðið mest allra á sama tíma?

Kæru Krónu menn, vinsamlega takið þetta til gagngerrar endurskoðunar. Ég mun glaður eyða orku minni í það áfram að beina viðskiptum til ykkar, en til þess þurfið þið að að minnsta kosti reyna að koma til móts við okkur. Er það ekki?

Annars spái ég því að þetta sé hluti af þessum nýju tímum, fólkið er vaknað og mun láta finna til sín þegar að fólkinu ofbýður. Íslendingar eru farnir að verja rétt sinn og stöðu. Glæsilegt landar mínir!!

Minni svo að sjálfsögðu svona að lokum á okkur hjá http://lydveldisbyltingin.is


mbl.is Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðveldisbyltingin á fullu skriði - en verður ekki byggð á gömlum hugsunarhætti

Ok, ég viðurkenni að allar nýjar hugmyndir eru byggðar á einhverri sögu. Það er ljóst, allt miðast við það sem hefur þegar gerst, nýjar hugmyndir þar meðtaldar.

Það er kannski einmitt kosturinn, við erum ekki að berjast fyrir því að henda öllu þessu gamla. Við erum einfaldlega að berjast fyrir því að fólkið í landinu fái að hafa meira með þetta allt að segja.

Ég til dæmis hef aldrei fellt mig almennilega við flokkaframboðs hugmyndina. Þekkið þið einhvern (sem enn hefur eftir örlítið af frjálsum vilja) sem getur sætt sig við stefnumál einhvers flokks í heild sinni?

Ég er að minnsta kosti þannig innréttaður að oft hefði ég viljað fá að kjósa um fólk úr mismunandi flokkum með áherlsu á þau málefni sem ég tel mikilvægust hverju sinni. Þess vegna er persónukjör eitt af mínum helstu baráttumálum. Það er lýðræði að fá að framselja umboð sitt með atkvæði hverju sinni án afarkosta um að þurfa þá að samþykkja einhver önnur stefnumál á sama tíma sem mér hugnast bara alls ekki. Það er ekki lýðræði - Það ER flokksræði sem þróast hefur í alræði.

Tökum stefnuna til gegnsæis og heiðarleika - opnum kerfið   http://lydveldisbyltingin.is


mbl.is Uppfært í Ísland 2.0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn stóðu sig illa í ríkisstjórn - og kunna ekki heldur að tapa

Ég tek hins vegar skýrt fram að ég er ekki að fara að lýsa yfir ánægju minni með núverandi stjórn hérna. Ég er fremur ósáttur við að það skildi bara skipt á einni valdasjúkri ríkisstjórn fyrir aðra.

Ástandið núna krefst bráðaaðgerða sérfræðinga, ekki "refsi"aðgerða Steingríms J. og félaga.

Neyðarstjórn er eina augljósa lausnin, að fá inn sérfræðinga sem eru ekki að fara að lofa okkur fölskum lausnum í tilefni af kosningabaráttu. Við þurfum núna að fá fram neyðarstjórnar hóp skipuðum fólki sem við getum treyst án vafa.

Stjórnmálamenn eru ekki það fólk.

http://lydveldisbyltingin.is - vertu með!


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta bankarán Íslandssögunnar? Mögulega þótt mun víðar væri leitað.

Ég er enn á því að Davíð og Geir hafi gert gríðarleg taktísk mistök þegar þeir ákváðu að taka yfir Glitni. Jón Ásgeir kallaði það stærsta bankarán sögunnar. Það virðast hins vegar hafa verið mikil rangmæli.

Miðað við allar fréttir síðan voru það einmitt Jón Ásgeir og hans félagar, þessi "30" manna hópur sem fólk vísar til í dag (veit reyndar ekki hvaðan sú tala kemur upphaflega), sem hefur algjörlega arðrænt þjóðina af tekjum sínum næstu áratugina.

Það er stærsta bankarán - já og hreinlega bara rán - Íslandssögunnar.

Ég er almennt á því að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð en hér eru bara þvílíkir hagsmunir í húfi. Hagsmunir heillar þjóðar. Það bara verður að frysta eigur þessa fólks og rannsaka mál þeirra í kjölinn áður en frekari aðgerðir verða ákveðnar.

En hverjir eiga hér mesta sök? Og á að ganga að þeim öllum fjárhagslega líka? Það er spurning, spurning hvort að sé hægt að ákæra ráðamenn fyrir landráð í starfi?

Ráðamenn þjóðarinnar vissu nefnilega, frá að minnsta kosti, október 2007 hvert stefndi og gerðu EKKERT!


mbl.is Times: „Óvinsælasti maður Íslands?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg viðbót - umræður um Kompás þátt sem var kippt út og fréttamenn reknir!! Er hægt að plotta hreint mannorð í gegnum bréfaskriftir sem "óvart" leka út?

Ég velti því fyrir mér og treysti því að fundnar verði leiðir til þess að rannsaka þetta. Þessi yfirlýsing finnst mér í besta falli kjánaleg gagnvart sannleikanum, en augljóslega þaulhugsuð ef tilgangur hennar er að reyna að fela eitthvað og/eða dreifa athyglinni.

Mér hugnast lítt ný ríkisstjórn og ítreka enn að neyðarstjórn var eini sanngjarni kosturinn sem var líklegur til árangurs. En mér líst vel á yfirlýsingar VG um að einhversskonar rannsókn og uppgjör á útrásarvíkingunum verði hluti af stjórnarsamþykktinni.

Þjóðin á það einfaldlega skilið að þessir menn og konur verði að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Mikilvæg viðbót: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431307/2009/01/27/0


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru allir þessir ferðamenn??

Allir mínir kollegar sem að ég hef spurt eru búnir að vera að mestu verkefnalausir allan janúar mánuð, þeir virðast skila sér eitthvað illa þessir ferðamenn í kaup á akstri.

Jeppinn hjá mér hefur varla verið settur í gang í janúar. Hittir kannski ágætlega á þar sem að það tekur jú tíma að búa til nýja hreyfingu Cool

http://lydveldisbyltingin.is - þar er allt að gerast og það fyrir opnum tjöldum.


mbl.is Óvenju mikið um erlenda ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði að ekki sé horft til neyðarstjórnar - "gamli" hugsunarhátturinn ræður ríkjum - nú er bara að bjóða fram "hit&run"

Eins og eflaust flestir lesendur þessarar síðu gera sér grein fyrir nú þegar, er ég hluti þeirra sem að hafa verið að starfa við hugmyndavinnuna sem að er að fara fram á vefnum okkar http://lydveldisbyltingin.is

Þar inni er nú afar frjó umræða um möguleg stefnumál framboðs og hvetjum við alla til þess að taka þátt, þetta er málefni allrar þjóðarinnar augljóslega.

Það er búið að fjalla nokkuð um nýtt framboð í fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars viðtal við mig á eyjunni og svo viðtal við Egil Jóhannsson í Speglinum, ásamt því að tilkynnt var um framboð á RÚV en svo skemmtilega vill til að það var tilkynnt daginn áður en grasrótarhóparnir hittust formlega í fyrsta skipti og samþykktu að stefna að sameiginlegu framboði.

Lýðveldisbyltingar hópurinn (nafnið ekki formlegt, er enn bara vinnuheiti) er hópur sem varð til upp úr nokkrum smærri hópum sem allir voru að vinna í einhverjum hugmyndum um bætt lýðræði og endurreisn löggjafavaldsins. Vefsíðan varð til eftir bloggfærslu Egils um málið og hefur hún orðiði helsti starfsvettvangur okkar og passar afskaplega vel því markmiði okkar að allar umræður og vinna fari fram fyrir opnum tjöldum.

Við erum bara nýbyrjuð á þessu starfi og flest er enn afskaplega hrátt og ómótað, þú getur því haft veruleg áhrif á stefnuna hafirðu áhuga á því að vera með. Fyrsti fundur þessa hóps var haldinn þann
15. janúar þar sem leiddir voru saman nokkrir hópar sem höfðu rætt eða bloggað um breytingar á leikreglum í íslensku lýðræði og má með sanni segja að starfið hafi hreinlega flogið af stað.

Hit & Run Við viljum sem sagt byggja upp samtök með það að markmiði að ná í gegn ákveðnum grundvallar breytingum á stjórnskipulagi og kosningalögum með það að markmiði að endurheimta lýðræðið aftur til almennings og á sama tíma að endurreisa löggjafavaldið, en það virðist vera runnið alveg saman við framkvæmdavaldið eins og málum er háttað í dag. Við teljum það vera undirstöðu þess að slík vinna sé trúverðug, að samtökin ætli sér ekki að setjast á þing til langframa, að við eyðum okkur um leið og klárt er að a) markmiðið hafi náðst eða b) að ljóst sé að markmiðið náist ekki.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að móta stefnuna og starfið geturðu haft samband við mig, skráð þig á póstlistann á www.truth.is/samstarf eða gerst notandi á www.lydveldisbyltingin.is og gert beinar breytingartillögur á efni vefsins. Athugaðu að þetta er umræðuvefur og þar er margt að finna sem ekki er opinber stefna samtakanna.

Slástu endilega í hópinn.


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst Ólafur les stöðuna af mikilli yfirvegun og greind

Það er öllum ljóst að Ágústi Ólafi hefur ekki tekist að ávinna sér verulegan stuðning innan Samfylkingarinnar. Ítrekað hefur verið gengið fram hjá honum og væntanlega hefur það stöðug og vaxandi áhrif á góðan dreng.

Ágúst Ólafur les hér stöðuna finnst mér af mikilli yfirsýn. Núna er tíminn til þess að fara út og henda sér í Doktors nám. Hann á þá sterka endurkomu í stjórnmálin, hugnist honum það enn þegar hann kemur aftur, og vonandi - já vonandi getur hann þá snúið aftur í verulega endurbætt lýðræðislegt kerfi.

Gangi þér vel Ágúst Ólafur - mér hafalíkað vel störf þín og framkoma .

lydveldisbyltingin-460x70_781695


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Daníelsson ætti að ráða umsvifalaust sem sérlegan efnahagsráðgjafa hagstjórnarinnar

Jón Daníelsson, Robert Wade, William Buiter og fleiri kollegar þeirra hafa þegar eytt gríðarlegu púðri í að rannsaka íslenska kerfið, varað við hvert stefndi og séð, eins og ljóst er orðið í dag, nokkuð skýrt fyrir hvert stefndi.

Við eigum að þakka þessu fólki fyrir og nýta áfram sérþekkingu þeirra. Við eigum að ráða þau umsvifalaust í vinnu við að hjálpa okkur út úr ástandinu.

Landið er og verður stjórnlaust á komandi vikum verði ekki þegar komið á einhversskonar neyðarstjórn sem skipuð verður sérfræðingum. Pólitíkin er öll horfin í kosningaslaginn á komandi vikum og verður því ekki mark takandi á orðum þeirra sem meira eða minna verða bara kosningaloforð.


mbl.is Gæti birt til á næsta ári eða 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband