Ég gæti vel sætt mig við Jóhönnu sem forsætisráðherra - en....

... aðeins með þeim skilyrðum að samráðherrar hennar yrðu allt sérfræðingar sem kæmu utan frá. Ekki innan úr pólitíska heiminum þar sem ekkert gerist og endalaust er bara blaðrað.

Ég get fyllilega tekið undir orð Ingibjargar Sólrúnar um Jóhönnu, hún er svo sannarlega manneskja sem kemur hlutum í verk. Þingheimur allur ætti að taka hana til fyrir myndar svo um munar.

Helst af öllu vildi ég þó sjá líka forsætisráðherra koma utan frá. Það er orðið almennt vantraust á allt það fólk sem á Alþingi starfar.


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrr mun ég flýja af landi brot en ég fer að heyra undir útlendinga.  Að ætla að leggja það til að við íslendingar getum ekki stjórnað okkur sjálfir er vitleysa.  Ég er hinsvegar sammála þér í því að ég vill helst ekki sjá sama liðið aftur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnar Geir, þú ert einfaldlega að misskilja mig hérna. Ég er ekki að tala um utan landsteinanna, ég er að tala um að sérfræðingarnir þurfi að koma annarsstaðar frá en úr flokkunum. Utan flokkanna sem sagt.

Annars hef ég alls ekkert á móti því að einhverjir þeirra eða ráðgjafar einhverra þeirra séu erlendir. Aðalmálið er bara að hverjir sem þeir verða, séu hæfir og hlutlausir.

Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 15:07

3 identicon

Sérfræðingastjórn:

Tryggvi Þór Herbertsson, forsætisráðherra, Hannes Hólmsteinn Gisurarson, stjórnmálafræðingur, félagsmálaráðherra, Albert Jónsson, sendiherra, utanríkisráðherra, Ólafur þvagleggur Kjartansson, sýslumaður, Dómsmálaráðherra, Hildur Petersen, fyrrv. stjórnarformaður SPRON, bankamálaráðherra, Gunnar Birgisson verkfræðingur, iðnaðarráðherra, Ingunn Wernersdóttir, hjúkrunarfræðingur, heilbrigðisráðherra, Sturla Jónsson, vörubílsstjóri, samgönguráðherra, Rannveig Rist forstjóri Ísal, umhverfisráðherra

Hvað með að horfa frekar á mannkosti?

Doddi D (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Forsætisráðherra: Laddi

Utanríkisráðherra: Hófí

Menntamálaráðherra: Bó

Umhverfisráðherra: Björk

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Mugison

Viðskiptaráðherra: Starfsfólk Bæjarins beztu

Iðnaðarráðherra: Sigur Rós

Ráðherra norrænna samstarfsmála: Geir Ólafsson

Heilbrigðisráðherra: Íþróttaálfurinn

Dómsmálaráðherra: Gaz-man

Félags- og tryggingamálaráðherra: Megas

Samgönguráðherra: Haraldur Örn Ólafsson

Fjármálaráðherra: Halli

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ha , fyrr vill Arnar flytja til útlanda en að vera settur undir útlendinga.. talandi um hringavitleysu .. Arnar það búa útlendingar í útlöndum.. bara svo það sé á hreinu.. klárlega brandari dagsins !!

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 15:45

6 identicon

Á báða listana vantar Bubba Morthens

Hetjan (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:51

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er auðvitað rétt að mannkostir þurfa einnig að vera til staðar ekki bara fagkostir eins og Doddi bendir á, hér er mín tillaga:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/784671/

Þór Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Fyrirgefðu léttúðina Baldvin. Já það er svo sannarlega komin tími til að hleypa fagfólki að .

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 16:22

9 Smámynd: Johann Trast Palmason

Það væri óskandi að við færum að reka ísland sem fyrirtæki með hæfasta fólkinu sem völ er á í það hlutverk.

Það væri augljóslega besta leiðin útur þessu.

Johann Trast Palmason, 26.1.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband