Til hamingju kæru landar - ný glittir í Nýja Ísland !

Þetta þykja mér afar góðar fréttir þó að ljóst sé að lítill hluti Sjálfstæðismanna sé mér þar sammála. Þessi ríkisstjórn hefði átt frá að hverfa fyrir tæpum 4 mánuðum síðan í stað þess að sitja áfram með engin markmið önnur en þau að a) halda völdum og b) hlýða AGS eins og það er nú mikil þversögn í því.

Hugmyndir um þjóðstjórn sem að Geir tekur undir núna að virðist, er síðan byggð á þeirri afneitun Sjálfstæðismanna að þeir séu stór flokkur og inn hjá þjóðinni. Hann talar um að að sjálfsögðu eigi stærsti stjórnmálaflokkur landsins að leiða slíka stjórn. Ég held að hann geri sér enga grein fyrir því að líklega eru Sjálfstæðismenn komnir niður í 4. sætið í dag.

En kæru ráðamenn nú er lag að taka af skarið og sanna hug ykkar til þess að vilja bæta ástandið. Stigið nú öll frá helstu embættum og fáið þar til lærða sérfræðinga til þess að taka við.

Krafan er neyðarstjórn skipuð sérfræðingum fram að kosningum. Það gengur ekki þetta ástand lengur, nú þarf skipulagða og arðbæra vinnu næstu vikurnar og þið hafið ÖLL sýnt það skýrt að þið eruð ekki fólkið í það.

En kæru landar, það er farið að glitta í sólarupprás. Vonin eykst með degi hverjum. Stöndum saman áfram. Mótmælin hafa skilað miklum árangri, mun meiri en nokkur ráðamaður vill nokkurn tímann viðurkenna. Öll helstu markmið utan eins hafa náðst. Nú verður ekki langt að bíða þess að Davíð verði hreinlega hent út úr Seðlabankanum af tilvonandi handhöfum valdsins.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég tek undir og óska þjóðinni til hamingju.

Úrsúla Jünemann, 26.1.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nú er hin viðkvæma fæðing í gangi... maður bíður og biður, með öndina í hálsinum

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband