Grasrótin blómstrar - nýtt framboð að fæðast

Já, í dag komst það í hámæli að nýtt framboð væri að fæðast. Reyndar gætti þar nokkurs misskilnings þar sem nokkrir mismunandi hópar voru settir undir einn hatt, en líklega var það bara einhversskonar draumsýn sem vonandi verður þá að veruleika. Það er að minnsta kosti minn draumur að þessir hópar nái saman um sameiginlegt framboð - sameinuð stöndum vér og náum mun meira fylgi. Byltingarkenndar hugmyndir þarfnast mikils fylgis til þess að komast að.

Eins og ég hef marg oft bent á tengist ég hópi sem er að vinna að sínum undirbúningi fyrir opnum tjöldum á vefnum http://lydveldisbyltingin.is (reyndar afar erfitt að komast inn á hann núna skilst mér vegna mikillar aðsóknar) og þangað eru allir velkomnir og vonumst við eftir því að sem breiðust flóra pólitískra skoðana fái þrifist þar inni. Málið er mikilægt, endurheimt lýðræðis og löggjafans m.a.

Við erum að vinna í því að koma vefnum í vistun á Íslandi til þess að auka hraðann þar inni og gengur það vonandi eftir strax eftir helgina. Þessi skyndilega "auglýsing" fréttamiðlanna í dag kom okkur á óvart og við áttum svo sannarlega ekki von á þessari miklu umferð á síðuna.

En ég vil endilega taka fram að "við" erum ekki þröngur hópur fólks. "Við" eru ALLIR sem vilja taka þátt, endilega kynntu þér málið og vertu með.

Einhverjar frekari upplýsingar má líka nálgast til dæmis hér og hér ef þú kemst ekki strax inn á vefinn okkar allra.

Grasrótin blífur nú þegar staðnað kerfi er orðið að risaeðlu!


mbl.is Nýtt þingframboð í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta, þá fyrst kemur styrkur ykkar fram, 5 %,  4 % eða hvað. Svo verður Hörður Torfa með sitt, líka Ómar Ragnarsson og svo detta kannski 15 % atkvæða dauð. Í guðana bænum haldið þið áfram, gott mál ! Takk, Baldvin, takk !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Nákvæmlega, "við" erum allir sem vilja taka þátt. Nú er gangur í hlutunum.

Sævar

Sævar Finnbogason, 24.1.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Örn, þakka þér sömuleiðis. Það er nákvæmlega þessi gamli hroki sem mun styrkja okkar málstað.

Baldvin Jónsson, 24.1.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært og ég verð með.

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband