Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Kæra Ingibjörg, hvað þýðir þessi yfirlýsing þín í raun??

Þetta segir mér afskaplega lítið, væntanlega eins og þú vilt hafa það. Veita okkur upplýsingar sem skila engu nema persónulegri friðþægingu mögulega fyrir sjálfa þig.

Hvað sagði Davíð þá? 10% 15% 20%

Þetta skiptir miklu máli Ingibjörg. Eruð þið í Samfylkingunni virkilega að eyða öllum þessum kröftum í aftöku Davíðs til þess eins að fela eigið dómgreindarleysi?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarlegt ástand þarna við Sómalíu

Hvernig stendur á því að með alla þessa hagsmunaaðila hafi enginn tekið af skarið og stöðvað þessi sjórán þarna? Ég hef bara engan skilning á þessu.

Fyrstu bandítarnir sem teknir eru vikum saman þarna eru teknir af því að þeir kalla sjálfir eftir hjálp. Hvað er málið? Er bara öllum sama eða eru ekki nægir hagsmunir í húfi??

Þetta yrði nú seint liðið lengi í Atlantshafinu til að mynda.


mbl.is Danir handtaka sjóræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið væri ég til í að vera strand við Suðurskautið í nokkra daga

Vona að sjálfsögðu að væsi ekki um fólkið þarna og hef reyndar enga trú á því. Ég athugaði þetta fyrir ekki margt löngu síðan og þá var verið að selja þessar ferðir á verðum frá u.þ.b. 700.000 íslenskar (og það var fyrir 1. október).

Ferðir á slíkum verðum bjóða væntanlega upp á nokkurn lúxus um borð.

Vonandi að fólkið sé ekki hrætt og að þetta ýti bara enn frekar undir ævintýraþrá þeirra og ánægju af ferðinni. Miðað við spár ættu þau að fá nokkuð flotta Aurora þarna á morgun ef ekki verður mjög skýjað.

Mikið væri ég til í að vera með þeim :)


mbl.is Strandaði á Suðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrgismálið til lykta leitt - hver er raunverulegur dómur?

Hér í fréttinni er tekið fram að dómurinn sé fangelsis vist í tvö og hálft ár. En hvað af því er óskilorðsbundið? Ég er hryggur yfir þessu máli öllu, þó að ég gleðjist alltaf þegar dæmt er meiri refsing en 3 mánuðir fyrir kynferðisbrot, sem gerist því miður afar sjaldan.

En þetta mál hryggir mig af fleiri ástæðum en bara þessum augljósu. Þetta mál setti nefnilega inn efa hjá fólki um allt meðferðarstarf á Íslandi. Bæði af hinu góða þar sem oft er hollt að gagnrýna og skoða fagmennskuna í starfinu eða a.m.k. hvort að starfið byggi á ákveðnum prinsippum og leiði til endurhæfingar, en líka á slæman máta þar sem að up komu kröfur um "sótthreinsað" umhverfi, ef svo má þýða þetta, þar sem að allt átti að vera eins og 100% öruggt og ríkisrekið. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta steríla umhverfi virkar fyrir suma en alls ekki alla.

Ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á sem fjölbreyttasta flóru úrræða þannig að það sé líklegt að allir sem á þurfa að halda, geti fundið úrræði sem þeim hentar.

 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í stoðunum - var Davíð bara að djóka við ritstjórann á Fjóni?

Er sem sagt málið núna að við eigum að trúa því bara svona skilyrðislaust að þessi frétt í morgun hafi komið á akkúrat þessum tímapunkti??

Að þetta hafi nú bara verið misskilningur (lesist djók)? Erum við öll búin að vera að sveiflast þetta í dag bara út af misskilningi?  Ég held ekki.

En hver skildi ná nógu vel til Davíðs til að geta róað hann svona???


mbl.is Davíð: Of mikið gert úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ágúst Ólafur ekki að grínast bara?

Eftir að Seðlabankastjóri hreinlega hunsaði fyrsta fundarboðið, þarf þá nokkuð að koma á óvart að hann mæti síðan bara svona upp á grínið á næsta fund?

Davíð hefur innbyggða djúpa vandlætingu á svona Samfylkingar krökkum, eða það tel ég næsta víst, og hefur því væntanlega aldrei ætlað sér að veita þeim nokkurt það sem gæti styrkt þeirra málstað.

Davíð, eins og margir gamlir Sjallar, veit sem er, að Samfylkingin er í fjölmiðlastríði við samflokk sinn í ríkisstjórn. Það hlýtur að vera ótrúlega súrealísk stemmning á fundum ríkisstjórnar, þar sem allir passa að segja sem minnst af því að það lekur síðan væntanlega í fjölmiðla í framhaldinu.

Sama verður að segja um viðskiptanefnd. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að Árni Páll vísi hreinlega til þess í viðtali við DV að það sé eðlilegt að Davíð treysti ekki viðskiptanefndinni "þar sem ekki ríkir almennur trúnaður um það sem fram kemur á fundum nefndarinnar" eins og Árni Páll segir.

Hver nefndarmanna er það sem getur ekki þagað??  Væntanlega einhver sem hefur af því beinan hag, kannski Jón Magnússon?


mbl.is Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að verða svona brandarakalla dagur er það ekki? Davíð, svo Styrmir og nú....

Ástþór Magnússon - já ég segi það satt. Sjálfur glundroða meistarinn stígur nú fram með opinbera yfirlýsingu.

Ástþóri var víst vísað af lokuðum skipulagsfundi hjá félagi um Borgarafundi og var augljóslega ekki sáttur.

Ég hef heyrt segja margt um Ástþór og líklega ekkert af því fallegt, en sá kann nú aldeilis að nýta sér svona uppákomur til þess að koma sjálfum sér á framfæri.

Kallinn er meistari, það er bara þannig.


mbl.is Ósáttur við brottvísun af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð felur vanhæfi og yfirlýsingagleði með bankaleynd!??

Gaurinn verður nú að teljast orðinn undarlegur í besta falli. Missti hann þetta þá bara óvart út úr sér í tölunni hjá Viðskiptaráði?

Vísa annars bara í bloggið mitt hér á undan - það segir allt sem segja þarf og spyr alls sem spyrja þarf hann Davíð.

 


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Davíð Oddsson, ég biðst afsökunar á því að hafa ekki hlustað

... en staðreyndin er að málflutningur þinn hefði verið svo miklu trúverðugri ef þú hefðir ekki jafnframt verið faðir nýfrjálshyggjunnar á Íslandi.

Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna, ef þér leist raunverulega svona á alvarleika ástandsins, jafn valdamikill maður og þú ert komst ekki skilaboðunum betur á framfæri?  Hvers vegna bara að senda ábendingu á ráðherra sem voru allir í alsælu yfir skattheimtunni af þessari starfsemi?  Hvers vegna ekki að blása málið upp opinberlega? Ég held að staðreyndin sé nefnilega kæri Davíð að þú hafir ekki, frekar en aðrir, gert þér minnstu hugmynd um hversu alvarleg þessi katastrófía yrði. Þig grunaði eitthvað, en það gerði marga. Engan hér heima grunaði að fallið yrði svo hátt.

Að fallið hefði svo gríðarlegar afleiðingar fyrir venjulegt fólk sem tók nánast ENGAN þátt í þessu. Sýnt hefur verið fram á að sukk þjóðarinnar árið 2007 var ekki nema 3,6% af heildarútlánum bankanna. 3,6%!!!  59% útlána var til erlendra aðila sem að stærstum hluta voru íslensk fyrirtæki í innrás erlendis. (Já, það var víst bara kallað útrás hérna heima).

Þá langar mig líka að vita hvers vegna þessi gríðarlega langvinna gremja?? Er ekki mögulegt að ákveðin 12 spora stefna gæti hjálpað þér eins og svo mörgum sem raunverulega hafa fylgt henni?

Þú ert sár yfir því að þjóðin setji þig sem blóraböggul. Ég biðst aftur velvirðingar á því kæri Davíð, en ástæða mín fyrir því er aðallega byggð á því hvernig þú væntanlega stórmagnaðir afleiðingarnar með skyndilegri yfirtöku Glitnis og í framhaldi yfirlýsingum sem kláruðu endanlega bankana erlendis. Það er reikningurinn sem við erum að fá núna á okkur, þú veist, þjóðin. Reikningar vegna sukks bankanna hefðu ekki lent á okkur, þeir hefðu farið með gjaldþrotabúum. Allt sem bar með sér ríkisábyrgðir hins vegar er að lenda á mér og mínum, allt. Það gæti mögulega skýrt hluta af óánægju okkar. Það og líka "aðeins" það sem ég nefndi hér í byrjun, já þú ert jú pabbi þessa kerfis.

Og ein að lokum Davíð, hversu sæmandi finnst þér það vera manni í þinni stöðu að koma ekki fram opinberlega án þess að hóta einhverju í leiðinni??  Er það ekki frekar mikið svona út?

Eða er þetta ekki annars örugglega hótun þegar þú segir: „Þá hyggst ég hætta af sjálfsdáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráðherra. Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin,“ ??

Og annað, ég var enn ungur maður þegar að elskuleg amma mín benti mér á að það er ekkert til sem heitir "hrein samviska", aðeins slæmt minni. Gallinn fyrir þig er að núna á tíma upplýsingatækni aldarinnar, gleymast hlutirnir afar seint.

Þá nefnirðu þarna í lokin að allt hefði verið betra hefðum við haft frjálsa fjölmiðla. Ég spyr á móti hvað er það??  Ef við höfum einhvern tímann komist nálægt því að hafa frjálsa fjölmiðla er það án vafa á síðustu árum og þeir eru augljóslega bara hreint ekki frjálsir. Vorum við ekki bara frjálsari meðan að flokkarnir réðu blöðunum og við vissum þá að minnsta kosti með hvaða gagnrýni í huga bæri að lesa þær fréttir?Með það í huga brestur skyndilega gríðarlega í frjálshyggju draumum mínum,...

...er kannski ekkert frelsi í frjálshyggjunni??

Verðum við ekki alltaf á endanum þrælar eigin fjár og auðmanna í þessu kerfi?

Peningastefnan sem fylgt hefur verið í vestrænum heimi síðan í upphafi 20. aldarinnar er nefnilega svo undarleg að í henni er EKKI HÆGT að græða án þess að til verði skuldir á móti annarsstaðar í kerfinu. Ég endurtek, EKKI HÆGT AÐ SKAPA FÉ ÁN ÞESS AÐ SKAPA SKULDIR.

Er ekki augljóst að það er eitthvað verulega athugavert við það? Er það ekki augljós ástæða gríðarlegrar misskiptingar í heiminum?

Ég veit Davíð, þetta eru ansi margar spurningar og erfitt fyrir þig líklega að halda samhengi hér svo fullur af gremju sem þú virðist vera. En ef þú finnur hjá þér auðmýkt til þess að aumka þig yfir mig hérna og svara þessum spurningum skal ég lofa þér því að álit mitt á þér mun stórlagast.

Ég hef þó nákvæmlega enga trú á því að þjóðin sé svo gjörsamlega fyrrt að hún mundi raunverulega ljá þér atkvæði sitt í pólitík, sértu í alvöru að velta fyrir þér endurkomu.

Svo svona til þess að reyna að enda þetta á léttari nótum set ég hérna inn lagstúf til hlustunar, þú finnur lagið í tónlistarspilaranum hérna til vinstri á síðunni. Davíð hlustaðu endilega vel á textann. Hann er bara nokkuð beittur verð ég að segja. Ég smelli honum inn með svona til þess að hjálpa okkur að skilja hann.

 

ÞAÐ KOMA VONANDI JÓL

Allflestar útgönguspár
eru á eina lund;
þetta var skelfilegt ár.
Hér út við heimskautsins baug
hnípin þjóð – þráðbeint á höfuðið flaug.

Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við skellum könnu upp á stól
og Sollu í kjól.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir verðbólguskot
– þjóðargjaldþrot.

Við áttum íbúð og bens
og orlofshús.
Allt meikaði sens.
Góðgerðir gáfum og blóð
greiddum í – dulítinn séreignasjóð.

En nú er allt þetta breytt og eftir er
nákvæmlega ekki neitt.
Já nú er útlitið dökkt
ljósið er slökkt
og við erum fökkt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Þó vanti möndlu í graut
og amerískt skraut.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir háðung og smán
– myntkörfulán.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við étum á okkur gat
af innlendan mat.
Og þrátt fyrir allt
misnotum sykur og salt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við krössum afmælið hans
– heimslausnarans.
Því að þrátt fyrir allt
drekkum við mysu í malt.

 


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllum nýjum hugmyndum sem þessum ber að fagna

Það eru í boði á Íslandi mikið af góðum úrræðum fyrir fólk sem á í erfiðleikum með sjálft sig gagnvart áfengi og öðrum vímuefnum og oft talað um hvað fólkið sé heppið þess vegna.

Staðreyndin er að þó að Barónarnir og útigangsfólkið hér hafi marga kosti að þá verður stórt hlutfall úti á vetri hverjum, við búum við erfið veðurfarsleg skilyrði, það er augljóst.

Mér finnst þetta frábær viðbót í flóruna hér heima, það er um að gera að prófa sig áfram og sjá hvað virkar.

Í Svíþjóð var það reynt fyrir um 20 árum að láta rónana þar fá húsnæði til þess að búa í án skilyrða en það kom afar illa út þar. Í flestum tilfellum voru íbúar búnir að selja stóran hluta innanstokks muna úr íbúðunum innan þriggja mánaða til þess að svala óviðráðanlegri ílöngun í áfengi.

Það er því spurning hvort að svona úrræði verði ekki alltaf að skilyrða?


mbl.is Slegist um smáhýsi götufólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband