Byrgismálið til lykta leitt - hver er raunverulegur dómur?

Hér í fréttinni er tekið fram að dómurinn sé fangelsis vist í tvö og hálft ár. En hvað af því er óskilorðsbundið? Ég er hryggur yfir þessu máli öllu, þó að ég gleðjist alltaf þegar dæmt er meiri refsing en 3 mánuðir fyrir kynferðisbrot, sem gerist því miður afar sjaldan.

En þetta mál hryggir mig af fleiri ástæðum en bara þessum augljósu. Þetta mál setti nefnilega inn efa hjá fólki um allt meðferðarstarf á Íslandi. Bæði af hinu góða þar sem oft er hollt að gagnrýna og skoða fagmennskuna í starfinu eða a.m.k. hvort að starfið byggi á ákveðnum prinsippum og leiði til endurhæfingar, en líka á slæman máta þar sem að up komu kröfur um "sótthreinsað" umhverfi, ef svo má þýða þetta, þar sem að allt átti að vera eins og 100% öruggt og ríkisrekið. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta steríla umhverfi virkar fyrir suma en alls ekki alla.

Ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á sem fjölbreyttasta flóru úrræða þannig að það sé líklegt að allir sem á þurfa að halda, geti fundið úrræði sem þeim hentar.

 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Einn smá galli við þetta viðhorf hjá þér Baddi.

"allir sem á þurfa að [...] geti fundið úrræði sem þeim hentar".

Þegar við erum farin að láta "hina sjúku" stjórna því hvað sé þeim fyrir beztu þá erum við komin í alvarlegan og djúpan skít með þau úrræði sem vissulega þurfa að vera til staðar.

Manstu; þú læknar ekki þinn sjúkan haus með þínum eigin sjúka haus.

Gísli Hjálmar , 4.12.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessi dómur er hneyksli - það er með ólíkindum að þessi ..... skuli sleppa svona vel. Svo vogar Hæstiréttur sér að stytta fangelsisdóminn. Skítt með peningana en hefur dómurunum nokkuð komið til hugar líðan stúlknanna? Eða aðstandenda þeirra? Hefur þessum dómurum nokkuð komið í huga að Guðmundur dæmdi þær til ævilangrar refsingar fyrir það eitt að vera veikar og það að treysta honum. 2 ár -------  30-40-50 ár - hver er dómur stúlknanna? eða 60 ár.  Þetta er til háborinnar skammar og er smánarblettur á Hæstarétti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.12.2008 kl. 23:57

3 identicon

sammála síðasta ræðumanni..... það hefur EGINN rétt til að nýta sér kúrekahatt

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Viðhorfið mitt Gísli snýst fyrst og fremst um það að vilja bjóða upp á sem flest úrræði. Sem sagt leyfa markaðnum að prófa sig áfram í stað þess að miðstýra því öllu. Snýst ekki um að sjúklingarnir ráði öllu, en þeir geta þó haft val.

Virkilega virkilega gaman að sjá þig hérna elsku Óli minn. Ég er sammála þér í því að dómurinn hefði átt að vera þyngri þegar haft er í huga að stúlkurnar eru að leyta til hans sem sjúklingar til "læknis".  Hvað hefði geðlæknir í sömu stöðu verið dæmdur langt?

Veit ekki alveg Reynir hvar kúrekahattur kemur til sögunnar, ertu ekki bara búinn að liggja á of mikið af Framsóknar bloggum núna??

Baldvin Jónsson, 5.12.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband