Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Krónan á flot á morgun - nú er að halda í sér andanum og skella á sig fallhlífinni

Nú mun verulega á það reyna hvernig staða krónunnar raunverulega er á næstu dögum. Skráð gengi krónunnar undanfarnar vikur hjá Seðlabanka Íslands hefur augljóslega ekki endurspeglað markaðsvirði krónunnar. Best líklega að skoða skráð gengi hjá Seðlabanka Evrópu til að komast sem næst réttu gengi, en á sama tíma þarf að hafa í huga að krónan heffur ekki verið á markaði í fjölmörgum löndum og bönkum undanfarnar vikur.

Annað afar merkilegt sem að ég rakst á í dag í bloggi hjá skrifara sem kallar sig Spámanninn.

Þar er talið upp hverjar eru raunverulegar skuldir þjóðarinnar, það er hvert var raunverulegt útlánahlutfall bankanna í skiptingu milli þjóðarinnar og svo fyrirtækja innlendis og erlendis og annarra erlendra aðila.

Eins og kemur fram í athugasemd hjá Spámanninum að þá er hlutfallið samkvæmt ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 2007 svona:

59% til erlendra aðila  (Væntanlega mest íslendingar - við vorum rænd!!!)

32% til innlendra fyrirtækja, sveitarfélaga o.s.frv. og svo aðeins

9% til heimilanna.  Af lánum til heimilanna voru um 60% fasteignalán og um 40% önnur lán.  Það er 40% af 9% er 3,6%.  Það eru sem sagt 3,6% af heildarútlánum bankanna fyrir árið 2007 til neyslu.

3,6% af heildarútlánum bankanna var í þessa "óráðsíu sem landsmenn tóku allir þátt í" samkvæmt framsögu ráðamanna.

Við bárum ábyrgð á 3,6%!!!

Ég veit ekki hvernig ég get komið því nógu vel á framfæri hér.

Við sukkuðum fyrir 3,6% en eigum að borga allt saman. Hverjum reiknaðist til að það væri eðlilegt?!?


mbl.is Millibankamarkaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vita að Umboðsmaður Alþingis er að verja þjóðina fyrir stjórnsýslunni

Neyðarlögin veit gríðarlegt alræðisvald fólki sem að um 70% þjóðarinnar treystir EKKI í dag. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að það sé hlutlaust eftirlit með framkvæmdinni og eitthvert afl sem gætir þess að ekki sé farið óeðlilega að málum við framkvæmd laganna.

Ég er sérstaklega ánægður með þessar upplýsingar frá Umboðsmanni þar sem sett er út á óáreiðanlegan fréttaflutning af gangi mála.

Það er jú eðlileg krafa er það ekki að við, þjóðin, fáum í það minnsta upplýsingar sem við getum treyst þá sjaldan að fréttir berast "að ofan".

En eftir stendur samt að 70% þjóðarinnar treysta ekki þessum valdhöfum. Á það að viðgangast lengi kæri Umboðsmaður að þjóðin fái ekki að kjósa um valdhafa sem hún telur treystandi?


mbl.is Umboðsmaður spyr um neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég bíð enn spenntur eftir upphafi goss við Upptyppinga

Það væri aldeilis skemmtilegt ef að það færi eitthvað af þessum 3 ætluðu gosum að láta kræla á sér. Ætlað gos við Upptyppinga yrði svokallað dyngjugos, en dyngjugos eru gos sem standa yfirleitt yfir í langan tíma.

Það yrði nú ekki leiðinlegt að fá svona Hawai gosvirkni stemmningu á Íslandi fyrir ferðaþjónustuna.


mbl.is Skjálftahrina norðaustur af Kistufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlaunafrumvarpið - enn eitt arðránið!!

Í viðtalið við Gylfa hjá ASÍ um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar bendir hann á þá staðreynd að menn muni halda fullum eftirlaunum þó að þeir séu í starfi, bara svo lengi sem það er ekki hjá ríkinu.

Ég er nánast orðlaus af pirringi núna.  Hvað á þetta að þýða?!?  Er þetta fólk enn að upplifa að það sé svona spes?  Var ekki upphafleg ástæða þess að þeir þyrftu þessi ofur-eftirlaun sú að það væri þingmönnum svo erfitt að snúa aftur til hefðbundinna starfa???

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest við DV að fyrrverandi stjórnmálamenn geti þegið eftirlaun frá ríkinu vinni þeir annars staðar en hjá ríkinu.
„Það er gert ráð fyrir því í þessu að það sé ekki hægt að taka það bara frá ríkinu en það er ekki tekið á því varðandi einkamarkað. Því það er þannig almennt í lífeyrismálunum að fólk sem er á eftirlaunum hjá tilteknum lífeyrissjóðum getur líka verið með laun. Það er almenna reglan sem gildir.“

Ég kýs þig aldrei aldrei nokkurn tímann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir!


Fasteignasalar eðlilega svekktir yfir samdrætti

Eiginlega alveg ótrúlegt, eftir að hafa sjálfur tekið þátt í þessari sveiflu sem sölumaður fasteigna, að sjá hversu afar fáir fasteignasalar virðast hafa lagt eitthvað til hliðar af þessum ofsa tekjum sem þeir eru búnir að hafa frá seinni parti ársins 2003 til ársloka 2007. Maður hefði nú ætlað að á fjórum árum "í Paradís" hefði safnast eitthvað í hlöðurnar.

En nei, ekki frekar en hjá stærstum hluta þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að fasteignasalar eru eins og við öll hin. Mannlegir og trúðu að þetta ástand myndi vara lengur. Fasteignasalar eru ítrekað gagnrýndir fyrir að vera í viðskiptum til að græða peninga. Uhh, en ekki hvað??

Sorglegt samt til þess að vita að með enga varasjóði eiga þeir litla möguleika á því að halda í staffið sitt. Á flestum sölum er samt staðreyndin sú að það varð gríðarleg aukning starfsfólks inn í stéttina á þessum uppgangs árum, rétt eins og gerðist í stuttu bólunni þarna um 2001-2002, og eðlilegt að gangi nokkuð til baka þar. Reyndar bara alveg eins og það er eðlilegt að fasteignaverð á Íslandi leiðrétti sig. Það vissu allir að verðið var orðið of hátt, það varð samt ekki til þess að fólk hægði á.

Það og bara það er skýrasta dæmi þess hve fáránlega stjórnlaus þessi þjóð er. Við tökum lán, á nánast hvaða kjörum sem er, svo lengi sem að bankinn segir já.

Áður en að þessi skyndilegi uppgangur hófst var talið að hátt hlutfall fasteignasalna á Íslandi væri á leiðina í þrot með sinn rekstur, að miklu leyti til vegna þess að þeir voru þá þegar orðnir allt of margir fyrir meðal-árferði í fasteignasölu. Undanfarin ár snerist þetta hressilega við og enn fleiri sölur urðu til til þess að mæta þessari gríðarlegu eftirspurn. Nú sígur hins vegar aftur í eðlilegt horf líklega á næstu 2-3 árum. En eðlilegt horf er innan við 50% af sölu síðustu 3-4 ára. Því má halda því fram að augljóslega verði að verða gríðarleg fækkun í fasteignasölum á Íslandi.

En Grétar nefnir hér nokkra punkta sem að ég vil staldra aðeins við sérstaklega.

Grétar segir að ástandið sé alvarlegra og svartara en það hafi nokkru sinni verið frá upphafi fasteignasölu á Íslandi. Það sé sorglegt að sjá hæft, vel menntað og öflugt fólk á þessu sviði í algerri óvissu hvað verði um það.

Þetta ástand Grétar á við um stærstan hluta þjóðarinnar. Kemur bara hraðar niður á fasteignasölum nú, eins og það skilaði sér hraðar í kassann hjá þeim við upphaf uppsveiflunnar.

Hann segir að taki fasteignamarkaðurinn, sem sé lífæð margra atvinnugreina, ekki við sér á næstu mánuðum muni það leiða til algers hruns fasteignasalastéttarinnar.

Hvað í ósköpunum hefur maðurinn fyrir sér í þessu??  Hrunið hefur þegar orðið, 80% fækkun í starfsfólki er algert hrun. En í hvaða atvinnugreinum (öðrum en fasteignasölu) er fasteignasala lífæð greinarinnar?? Veðlánum? Þetta er enn eitt dæmið um afar kjánalegar yfirlýsingar stéttarinnar í fjölmiðlum.

Grétar segir að ef fasteignamarkaðurinn verði mikið lengur frosinn muni verðmæti fólks í fasteignum þeirra skaðast enn meira en þegar sé orðið og fjöldi fólks muni sitja í yfirveðsettum fasteignum, og ekki  gert mögulegt að selja. 

Þetta vitum við Grétar. Finnum öll fyrir því og hefur verið stöðugt í fréttum frá því í október byrjun, já og reyndar nokkuð mikið í fréttum fyrir þann tíma. Er hér verið að endurtaka frasann til þess að reyna að leggja áherslu á að fasteignasalar séu merkilegir? Ég hef reynsluna frá báðum hliðum, fasteignasalar eru einfaldlega sölumenn með sérhæfingu.

Þið verðið að fyrirgefa mér ef hroki minn skýn hér í gegn lesendur góðir. Ástandið er vissulega grafalvarlegt, en að mínu mati einnig til þess fallið að slíkar yfirlýsingar muni aukast á næstunni. Yfirlýsingar sem eru pólitísk tæki til þess að reyna með einhverju móti að ota að sinni köku.

Félag fasteignasala er ekkert annað en baráttusamtök þeirra, svipað og VR er starfsfólkinu, og ber því að lesa allar yfirlýsingar þaðan með þeim gagnrýnu gleraugum.


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær heitir útrás innrás?

Nú er ég búinn að lesa um það árum saman hvernig það að íslendingar séu að koma undir sig fótunum heiti útrás, og það er búið að lofa það í hástert. Útrás er góð, útrás skapar margfaldar þjóðartekjur o.s.frv.

En er möguleiki að allan tímann hafi "hinir" upplifað útrásina okkar sem innrás??

Gæti það skýrt gremju dana gagnvart okkur? Gæti það skýrt hvers vegna Danir, Svíar, Norðmenn, Bretar, Hollendingar, Belgar og Lúxemborg flykktust ekki til okkar til þess að aðstoða á erfiðum tímum?  Gæti það haft eitthvað með það að gera hvernig íslenskir "útrásar" menn hafa hegðað sér í innrásinni til þeirra?  Gott ef ekki.

Þetta er alltaf spurning um túlkunaratriði. Spurning um hvor megin línunnar maðurinn sem dæmir stendur. Víkingarnir fóru "í víking" og var það mikill hetjuskapur og rómantískur blær þar yfir. Keltunum á Írlandi fundust þær ferðir alls ekkert hetjulegar og þeim mun síður rómantískar. Þeir kölluðu það á sínu máli "að nauðga og drepa".

Víkingarnir "náðu sér í kvonfang" - Keltarnir töpuðu dætrum sínum.

Af hverju er ég að þvaðra þetta hér? Jú, vegna þess að þó að það sé sárt að horfast í augu við það, þó að það sé sárt að þurfa að viðurkenna það, að þá hef ég líka oft horft með glígju í augum til "útrásar víkinganna" okkar og dáðst að dugnaðinum. Ég hef tekið þátt í að hlægja að skilningsleysi og hroka nágranna okkar þegar þeir kvörtuðu yfir framferði okkar manna í sínu heimalandi. Mér fannst danir t.d. oft bara svo þröngsýnir, að þetta væri nú bara réttlæti eftir einokunarverslunina. En er það svo??

Vorum við bara í INNRÁS kannski öll þessi ár?


mbl.is Búa sig undir íslenska innrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður með FVH - nú þurfum við á öllum góðum hugmyndum að halda

Stjórnvöld ættu að sjálfsögðu að vera búin að setja upp vefsíðu fyrir hugmyndabanka eins og bloggvinur minn og kollegi Kjartan Pétursson gerði fyrir nokkru og vefmiðlar hafa nú gert líka.

Það er fullt af fólki sem er ekki að hugsa um eigið ágæti eða hag fyrst, það er fullt af fólki sem vill fúst leggja eitthvað til málanna án pólitískra tengsla eða sérstakra verðlauna. Fólk sem vill einfaldlega leggja sitt af mörkum til að vinna okkur út úr ástandinu.

Öllu slíku á að taka með opnum huga og opnum faðmi.


mbl.is Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér lýst vel á þetta - hér er á ferðinni algerlega nauðsynleg viðbrögð

Sterkur atvinnurekstur er augljóslega undirstaða samfélagsins. Um leið og reksturinn hrynur eins og dómínó verður lítið eftir af störfum og engin leið að vinna okkur út úr þessu.

Er ekki næsta skref að byrja með erlendan gjaldmiðil, lækka skatta á hagnað fyrirtækja í 10% og opna fyrir markaðinn í samræmi við Írland.

isl_irl_vlf_1995_2005Írland hefur staðið sig mikið mikið betur frá 1995 í samanburði við Ísland. Sjáum hér samanburð fyrir 10 ára tímabil.

Mikið eðlilegri og jafnari vöxtur, þar er vöxtur byggður á því að auka fjölbreyttni í FRAMLEIÐSLU en ekki aðeins í FJÁRFESTINGUM og einkaneyslu.  Fjárfestingarnar hefðu reyndar komið sér afar vel ef stærri hluti þeirra hefði þá farið í að fjárfesta í framleiðslu, en nei. Íslendingar fjárfestu að mestu leyti bara í hringjum í sjálfum sér.

Stórmerkilegt í raun.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir ákvarða laun kjararáðs?

Jú jú, mikið rétt. Þeir sjálfir.  Það þarf nú meira sjáanlega persónu til þess að "samviskan" taki yfir græðgina er það ekki?  Ef enginn veit hver þú ert eða fáir er auðvelt að halda bara sínu. Vita það fáir hvort eð er.  Skammist ykkar.  Hefði verið rétt að skerða heldur mikið meira.

Er í einhverju tuð stuði í dag, ekkert nema stuttir tuðpistlar núna að virðist.

Ætla mér að skrifa góðan pistil um evruna fljótlega. Er að koma mér í gírinn.....


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi má nú túlka hlutina sér í hag er það ekki?

Jóhanna heldur enn miklum vinsældum, kemur mér reyndar á óvart þar sem að lítið hefur til hennar spurst undanfarnar 3-4 vikur.

Ráðherrar þetta og ráðherrar hitt. Samfylkingin þetta og Sjálfstæðisflokkurinn hitt.

Staðreyndin er að stuðningur við ríkisstjórn á Íslandi hefur væntanlega aldrei mælst lægri. Hvað þarf eiginlega til að við fáum um það yfirlýsingar að rétt væri að reyna að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni??


mbl.is Aukin ánægja með störf ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband