Öllum nýjum hugmyndum sem þessum ber að fagna

Það eru í boði á Íslandi mikið af góðum úrræðum fyrir fólk sem á í erfiðleikum með sjálft sig gagnvart áfengi og öðrum vímuefnum og oft talað um hvað fólkið sé heppið þess vegna.

Staðreyndin er að þó að Barónarnir og útigangsfólkið hér hafi marga kosti að þá verður stórt hlutfall úti á vetri hverjum, við búum við erfið veðurfarsleg skilyrði, það er augljóst.

Mér finnst þetta frábær viðbót í flóruna hér heima, það er um að gera að prófa sig áfram og sjá hvað virkar.

Í Svíþjóð var það reynt fyrir um 20 árum að láta rónana þar fá húsnæði til þess að búa í án skilyrða en það kom afar illa út þar. Í flestum tilfellum voru íbúar búnir að selja stóran hluta innanstokks muna úr íbúðunum innan þriggja mánaða til þess að svala óviðráðanlegri ílöngun í áfengi.

Það er því spurning hvort að svona úrræði verði ekki alltaf að skilyrða?


mbl.is Slegist um smáhýsi götufólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband