Mikið væri ég til í að vera strand við Suðurskautið í nokkra daga

Vona að sjálfsögðu að væsi ekki um fólkið þarna og hef reyndar enga trú á því. Ég athugaði þetta fyrir ekki margt löngu síðan og þá var verið að selja þessar ferðir á verðum frá u.þ.b. 700.000 íslenskar (og það var fyrir 1. október).

Ferðir á slíkum verðum bjóða væntanlega upp á nokkurn lúxus um borð.

Vonandi að fólkið sé ekki hrætt og að þetta ýti bara enn frekar undir ævintýraþrá þeirra og ánægju af ferðinni. Miðað við spár ættu þau að fá nokkuð flotta Aurora þarna á morgun ef ekki verður mjög skýjað.

Mikið væri ég til í að vera með þeim :)


mbl.is Strandaði á Suðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

"Nokkuð flotta Aurora"??, Baddi, þau heita Suðurljós !

Ég held að ég væri ekkert til í að vera þarna, olíulaus í skítakulda.

Börkur Hrólfsson, 5.12.2008 kl. 04:27

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vissi þetta með Suðurljósin hér heima, skilst samt að þau séu helst kölluð bara Aurora borealis þarna suður frá.  En verður ekki að teljast ólíklegt að dallurinn sé tæpur á olíu?  Það þarf nú ekki mikið að leka til þess að sjá stóra fleka á sjónum og björgunarskipin hljóta þá að geta séð fyrir þeim fyrir amk nægri olíu fyrir hita og ljósavélar.

Auðvitað værum við til í að vera þarna í einhverjum ævintýrum Börkur

Baldvin Jónsson, 5.12.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband