Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Verða ekki rannsakendur að vera hlutlausir?

Getur hópur vísindamanna verið hlutlaus í rannsókn um áhrif gáfna á gæði sæðis? Varla.

Það væri flott ef þetta reynist rétt, þetta er jú bara eins og alltaf, frétt af rannsókn sem er enn í gangi og ekki komin ákveðin niðurstaða enn.

Mér hefur einhvern veginn samt alltaf í gegnum tíðina fundist þessu vera akkúrat öfugt farið. Biðst velvirðingar á hrokanum, en mjög oft finnst mér það einmitt vera menn, sem ættu að þurfa í það minnsta að fara í gegnum jafn strangt ferli og þarf að fara í gegnum við umsókn um gæludýr, sem eignast flest börnin.

Ef að þessi niðurstaða rannsóknarinnar reynist rétt, virðist sem að á Íslandi sé málinu þannig farið að fjölskyldur sem ná hvað lengst, samkvæmt veraldlegum skilningi eiga almennt færri börn en fjölskyldur sem vinna til dæmis verkastörf.

Skyldi auðmanna elítan eftir allt saman bara vera vitlausari en hinir?


mbl.is Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ingibjörg Sólrún orðin svona meir við veikindin?

Ég vil lýsa yfir eindrægri ánægju minni með þig Össur, það var aldeilis kominn tími á formlega yfirlýsingu.

Vil ekki tala niður til Ingibjargar vegna veikinda, en mér virðist þó sem að hún sé búin að missa kraftinn sem hún hafði til þess að standa uppi í hárinu á Davíð. Veit ekki hvort að það eru veikindin, en líklega ekki, líklega var hún orðin svona meir gagnvart sjöllum löngu áður en til veikindanna kom.

Hvers vegna í ósköpunum er Samfylkingin ekki búin að samþykkja að stefna á kosningar í vor???


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar þú að gera við peningana sem að frúin í Hamborg gaf þér?


Er verið að ráðgera yfirtöku á Framsóknarflokknum?

Samkvæmt athugasemdum frá Jónínun Benediktsdóttur á blogginu hjá Agli er verið að safna fólki í Framsóknarflokkinn til að taka þar yfir. Hún segir þar í einni athugasemdinni að það sé betri kostur en að reyna að stofna nýtt framboð, það sé bara einfaldlega ekki nægur tími til stefnu.

Er þetta hugarfar vænlegt til árangurs í stjórnmálum?

Og hvaða tímamörk er hún að miða við? Er einhver einhversstaðar búin að gefa eitthvað út eða uppi um mögulegar kosningar??  Það myndi gleðja mig mikið en hefur þó gjörsamlega farið fram hjá mér.


Er þessi ísbrjótur enn einn Babel turn?

Það er nú reyndar verið að smíða "Babel" turn í þessum skrifuðu orðum í Dubai og miðar ógnvænlega vel eiginlega, en þegar ég las þessa frétt af þessum ofurísbrjót komu mér í hug allar stórkostlegu yfirlýsingarnar sem að fylgdu sjósetningu Titanic.

Að sjálfsögðu hefur tækni fleygt fram síðan og orðin mun meiri reynsla af siglingum um hafís, en samt.  Mér finnst við alltaf vera á mjög rangri leið þegar að við upplifum okkur nánast ósigrandi.

Maður þarf ekki að verða vitni að nema eins og einu litlu Heklugosi til þess að skilja hvað ég meina.


mbl.is Stærsti ísbrjótur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin sem felst í vali ræðumanna á mótmælum er mikil

Gerður Kristný stóð sig afar vel í dag, kom máli sínu vel til skila eftir því sem ég hef séð og heyrt og skilaboðin hennar voru skýr.

En ég segi nú við erindreka hryðuverkasamtaka trukkabílstjóra, eins og hann kynnti sig í dag, bara eins og frægur karakter sagði hér um árið í Heilsubælinu: Hver bauð þér eiginlega???

Hvað kom uppbyggilegt fram í ræðunni hans? Hann sagði mikið um hvað hann sjálfur vildi. Sagði frá slæmri stöðu lánanna sinna og bílsins sem að hann gat ekki borgað af lengur. Ég er hluti reksturs sem að á jeppa í ferðaþjónustu, verð jeppans hefur lækkað hratt en lánið, sem er 100% erlent, hinsvegar hækkað hratt. Reksturinn þarf samt að bera ábyrgð, hvers vegna bar rekstur hryðuverkamannsins ekki rekstur bílsins? Var hann kannski of upptekinn við að mótmæla eldsneytishækkunum sem höfðu lítið að gera með ríkisstjórnina en bitnuðu sterklega á samfélaginu. Sérstaklega eftir að trukkar fóru að þvælast fyrir um allan bæ.

Ábyrgðin við val ræðumanna er mikil. Endilega fáum fólk sem skapar samstöðu og einingu.

Fyrir mér er framboð byggt á aðeins gremju (trukkarar) og framboð byggt á að virðist ósvalandi athyglissýki (Lýðræðisflokkurinn) ekki líklegt til þess að klára það verk sem nú er hafið.

Við verðum, já verðum að fá fram fólk sem ætlar sér með fórnfýsi að ná í gegn breytingum. Okkur vantar ekki meira af fólki sem ætlar sér frægð og frama.


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er augljóslega stórhættulegt á tímum sem þessum að vera með svona sterka ríkisstjórn

Nú sest ríkisstjórnin saman niður á Alþingi og samþykkir að veita sér full umboð til þess að semja um erfiðasta mál sem að þjóðin hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, ef ekki frá upphafi síðustu aldar.

Hér eru engir fyrirvarar að virðist, enginn málskotsréttur. Hér fær Geir einfaldlega fullt umboð til þess að ákveða sjálfur hvað honum finnst best.

Treystum við Geir til þess??

 

Annars bara svona til þess að vera ekki allt of alvarlegur á þessum degi afmælisveislna verð ég að skella hérna inn einum gömlum góðum Dylan í flutningi Johnny Cash og June Carter.

 


mbl.is Með umboð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta formannsframboð ekki örugglega grín?

Eða eigum við von á því á næstunni að streymi fram á nýtt og óþekkt fólk sem vill taka að sér forystu sæti í þessum spilltasta stjórnmálaflokki allra tíma?

Eru það faldar gamlar SÍS eignir og verðmæti sem kalla eða hefur þetta fólk allt raunverulega trú á því að "Fram"sóknarflokkurinn geti unnið sig upp aftur?

Persónulega hefur mér alltaf verið afar illa við Framsóknarflokkinn, flokkurinn hefur einhvern veginn verið birtingarmynd alls hins versta í bitlinga stjórnmálum síðan að ég man eftir að hafa fyrst farið að velta fyrir mér pólitík, en satt best að segja yrði ég samt bara mjög ánægður ef að nú tækist að hreinsa frá allt það gengi sem stendur fyrir þau gömlu gildi spillingar.

Ég hef trú á mönnum eins og Hall Magnússyni sem hluta af þessu nýja, en Hallur verður þá að slíta á tengslin sem hann virðist vera í við Valgerði. Hún mun ekki verða honum til framdráttar.


mbl.is Jón Vigfús býður sig fram til formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er raunin sú að bara 8% vilji kjósa eitthvað nýtt?

Verður ekki að teljast afar líklegt að fylgi við nýtt framboð gæti aukist verulega ef slíkt framboð kæmi raunverulega fram? Allar vangaveltur um stuðning við nýtt framboð meðan það er ekki á borði eru heldur vafasamar.

Líklega misjafnt hvað fólk hugsar þegar talað er um nýtt framboð. Ég persónuleg t.d. myndi ekki kjósa Ástþór Magnússon, myndi reyndar heldur ekki kjósa Sturla og trukkana hans.

En ef fram kemur nýtt framboð með jarðbundna og heiðarlega stefnuskrá, framboð með ákveðna stefnu sem fólk getur treyst, þá eru allar líkur á því að ég myndi kjósa það.

Myndi reyndar taka þátt í því af fullum krafti og jafnvel taka þátt í stofnun þess.  Ertu með?


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var nú ekki raunveruleg fleyting er það Geir?

Er ekki krónan enn með bæði kút og kork ásamt axlaböndum með þessum gjaldeyrishöftum sem nú ríkja? Það er nú ekki hægt að tala um frjálsan markað meðan að öll þessi höft ríkja.

En engu að síður virðist þetta koma mun betur út en nokkur þorði að vona. Í staðinn fyrir frjálst fall styrkist krónan þennan fyrsta dag. Ég vona bara að markaðurinn gefi að sú þróun haldi áfram næstu daga og vikur á sama hraða. Það gæti bjargað mörgum frá því að missa ofan af sér heimilið.


mbl.is Fleyting gekk framar vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband