Er Ágúst Ólafur ekki að grínast bara?

Eftir að Seðlabankastjóri hreinlega hunsaði fyrsta fundarboðið, þarf þá nokkuð að koma á óvart að hann mæti síðan bara svona upp á grínið á næsta fund?

Davíð hefur innbyggða djúpa vandlætingu á svona Samfylkingar krökkum, eða það tel ég næsta víst, og hefur því væntanlega aldrei ætlað sér að veita þeim nokkurt það sem gæti styrkt þeirra málstað.

Davíð, eins og margir gamlir Sjallar, veit sem er, að Samfylkingin er í fjölmiðlastríði við samflokk sinn í ríkisstjórn. Það hlýtur að vera ótrúlega súrealísk stemmning á fundum ríkisstjórnar, þar sem allir passa að segja sem minnst af því að það lekur síðan væntanlega í fjölmiðla í framhaldinu.

Sama verður að segja um viðskiptanefnd. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að Árni Páll vísi hreinlega til þess í viðtali við DV að það sé eðlilegt að Davíð treysti ekki viðskiptanefndinni "þar sem ekki ríkir almennur trúnaður um það sem fram kemur á fundum nefndarinnar" eins og Árni Páll segir.

Hver nefndarmanna er það sem getur ekki þagað??  Væntanlega einhver sem hefur af því beinan hag, kannski Jón Magnússon?


mbl.is Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband