Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Er þörf á aðkomu samkeppniseftirlits þarna?

Er þetta ekki orðið svipuð samkeppnis staða sem ný framboð þurfa að takast á við og nýjir aðilar á t.d. ljósvakamarkaði sem þurfa að keppa við skattsttyrkt RÚV ohf?

Af hverju ekki að taka út alla ríkisstyrki til herferða og setja einfalt þak á kostnað?

Þetta er náttúrulega verulega villandi framsetning þar sem að tilteknir eru aðeins 2 auglýsingamiðlar.

Skv. þessu geta flokkarnir ausið því sem þeir vilja í t.d. netmiðla, veltiskilti, bílaauglýsingar, auglýsingaborða, auglýsingar í kvikmyndahúsum, auglýsingar í tölvupóstum, auglýsingar á SMS skeytum, auglýsingar á húsveggjum við umferðaræðar o.s.frv. o.s.frv.

Er ekki verið að fífla okkur með þessu?


mbl.is 28 milljóna króna mark sett á auglýsingakostnað flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og er framboðskostnaður "gömlu" flokkana greiddur úr ríkissjóði?

Sjá frétt á RÚV: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item148558/

Þurfa flokkarnir að greiða sjálfir fyrir eigin kynningarherferð eða koma aurarnir þeirra úr ríkissjóði??
Mér finnst þessi lög um greiðslur vegna kynningarherferða framboð della.

Ég er ekki að segja að það eigi allir að fá úr pottinum, miklu fremur að hver og einn eigi að standa undir eigin herferð. Það er sjálfsagt að setja lög um hámarkskostnað, en að borga það síðan úr ríkissjóði er afskaplega undarlegur gjörningur og skerðir samkeppnisstöðu nýrra framboð verulega.


Verulega áhugaverðar vangaveltur Kristinns Péturssonar

Sjá hugrenningar hans hér.

Ég er algerlega sammála því að fyrir atbeina ríkisstjórnar D og B á sínum tíma var á sínum tíma skrifað undir nánast dauðadóm flestra sjávarbyggða á Íslandi, sem nú á að leysa með álveri í helst hverri sýslu landsins.

Ríkisstjórnin á að axla ábyrgð gjörða sinna og bjóða fólki upp á a.m.k. jafn ákjósanlega valkosti og fólk hafði áður meðan byggðarlögin blómstruðu með mun fjölbreyttara atvinnulífi heldur en gengur og gerist í dag.

Ríkisstjórnin á að taka af skarið og ráða til starfa sérfræðinga/frumkvöðla sem væru í fullu starfi við það eingöngu að koma fram með nýjar hugmyndir til að hrinda í framkvæmd.  Það virðist sem að ríkisstjórnir hafi ekki hugmyndaflug til að bjóða neitt nema álver, skammtímalausnir eða "quick fixes" eru ekki farsæl lausn.

Fáum ríkisstjórnina til að a.m.k. bjóða okkur upp á fleiri valkosti, það er nú það minnsta sem við getum farið fram á.


Fékk sendan þennan tengil á myndband þar sem verið er að gagnrýna störf miðla

A.m.k. áhugavert að horfa á þetta:

Hef oft hugsað þetta með stjörnuspeki bækur. Ef að maður tekur 2000-3000 lýsingarorð og dembir inn í kafla um uppáhalds umræðuefni allra, mann sjálfan, þá að sjálfsögðu ná allir eða a.m.k. flestir að tengja kröftuglega við efnið.

Sérstaklega allt þetta jákvæða. Ef þú lest þér til um að þú sért t.d. "almennt" jákvæður, félagslyndur þó þú þrífist ekki alltaf í miklum fjölmenni, skilningsríkur þó þú eigir stundum erfitt með persónulega gagnrýni á þig eða þér nákomna, vel liðinn, og ert manneskja sem vill láta hlutina gerast (segir ekkert um hvort að þú síðan gerir eitthvað).

Passar þetta við þig? Þetta passar líka við u.þ.b. 90% þjóðarinnar reikna ég með Whistling


Eru afkomendur víkinganna frumkvöðlar?

Kemur mér ekki á óvart, ég hef a.m.k. alltaf haft ríka þörf til að gera eitthvað nýtt og gera það sem mest sjálfur.  Kemur heldur ekki á óvart lágt hlutfall háskólamenntaðra í þessum hópi.  Frumkvöðlar verða ekki til í háskólum, þörfin kemur innan frá og er jafnvel frekar kæfð en ræktuð í akademíunni. Hefur reyndar kannski breyst mikið í seinni tíð.

Háskólamenntaðir eiga gott með að ganga að vel launuðum störfum í dag og hafa þess vegna kannski ekki fjárhagslega hvatningu heldur til að taka áhættuna og prófa sitt eigið. Kemur mér því ekki á óvart að þeir séu ekki hlutfallslega fleiri hér heima.

Í Bandaríkjunum virðist nú hlutfallið vera svipað og hérna heima.
Mæli með lestri á blogginu hans Guy Kawazaki fyrir frumkvöðlahjörtun, maðurinn er mörgum innblástur Wink


mbl.is Fáar konur en margir ómenntaðir taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn viðskiptahugmynd óskast

Eru ekki einhverjir snillingar þarna úti sem vilja leggja hugmyndir í pottinn?

Hvaða grænu vöru finnst þér að ætti að markaðssetja á Íslandi?

Datt í hug að það gæti verið gaman að fá af stað umræðu ef mögulegt um hvaða grænu vöru, tækni eða þjónustu mætti markaðssetja til eða frá Íslandi.

Erum við ekki með fleiri hugmyndir en ferðamennsku (sem er ekkert sérstaklega græn reyndar vegna mengunar frá farartækjum, úrgangi sem fylgir og álagi á land þar sem koma saman stórir hópar), gufuorku og endurvinnslu?


Hvernig mælum við velgengni þjóðar?

Búinn að velta þessu þó nokkuð fyrir mér að undanförnu.  Það eru notaðar ákveðnar mælieiningar af ráðamönnum til að meta fjárhagslegan árangur þjóðarinnar og er hagvöxtur þar fremstur í flokki.  Fast á hæla honum kemur kaupmáttur sem virðist alltaf vera hægt að túlka þannig að hann hafi aukist.

En hver er raunmælingin?

Búinn að velta þessu mikið fyrir mér.  Það gengur svo vel hjá okkur að:
1. Íslenska þjóðin hefur meira en tvöfaldað skuldir heimilanna á 3 árum??
2. Bankarnir eru orðin stærsti iðnaður á landinu á eitthvað rúmlega 3 árum??
3. Innheimtu fyrirtæki eins og Intrum auglýsa stöðugt eftir starfsfólki vegna stóraukinna verkefna??
o.s.frv. o.s.frv.

Er velgengni þegar þeim ríku gengur vel eða ætti það ekki að vera þegar við hin eigum til hnífs og skeiðar?

Í allri velgengninni er búið að skerða t.d. laun flestra fjölskyldna í landinu um hátt í 500.000 á heimili við það að svipta okkur vaxtabótunum af því að við erum orðin svo "rík". Þ.e.a.s. húsnæðið okkar hefur hækkað svo í verði (og skattarnir af því þ.a.l. líka) að við missum vaxtabæturnar sem hafa skipt okkur flest gríðarlegu máli hingað til.

Hækkuðu launin okkar í samræmi við skerðingu og hækkaða skatta?
Hækkuðu launin okkar í samræmi við almenna hækkun á markaði?

Ekki tekst mér að reikna það út með sömu niðurstöðu og ráðamenn segja, því miður.


Betur má ef duga skal....

Úrtak í skoðanakönnunum Fréttablaðsins hefur aldrei verið nægjanlegt til að geta talist trúverðugt og verður því að túlka þessar tölur eingöngu til gamans en ekki að taka af alvöru.

Skv. þeim upplýsingum sem ég fékk á sínum tíma frá Félagsvísindastofnun þarf a.m.k. 1400 manna svarhlutfall í úrtaki í okkar samfélagi til þess að það geti talist trúverðugt og á byggjandi.

logo_IErum við ekki að horfa á kannski bara mun meira fylgi?  Það væri óskandi Smile


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa öll framboð að takast á við sömu málefni??

Vegna ítrekaðra spurninga um stefnumál Íslandshreyfingarinnar langar mig að varpa fram spurningu.

Af hverju þurfa ný framboð nauðsynlega að marka sér stefnu gagnvart öllum þeim málum sem önnur framboð telja mikilvægust hjá sér??

Er það ekki einmitt stór hluti af lýðræðinu sem við búum við að hverjum og einum sem telur sig hafa eitthvað fram er frjálst að bjóða fram?

Það að hafa málefni sem brennur á hjarta sínu, málefni sem að maður hreinlega veit og trúir að megi ekki sitja lengur á hakanum er yfirgnæfandi næg ástæða fyrir mig.

Ómari & Co hefur þó tekist í stefnu sinni að taka á þeim málum sem að mínu mati skipta okkur mesti máli núna.

Umhverfismál og bætt velferðarkerfi.  Þjóðin var a.m.k. í meirihluta sammála því í nýlegri skoðanakönnun að aðbúnaður aldraðra og þjónusta væri málefni sem við verðum bara að taka strax á.

Mér líst afar vel á Íslandshreyfinguna, stór plús fyrir mig er að eiga möguleika á að ná eyrum fleiri hægri manna með málefni sem varðar kröftuglega framtíð okkar allra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband