Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Rakst á þessa dásamlegu grín-ádeilu á Bush stjórnina á YouTube

Ætli Jobs viti af þessu?

Ofdrykkja samræmist ekki almennri stefnu Ölgerðarinnar....

Bíddu bíddu, er þá Ölgerðin ekki rekin með hagnaðarsjónarmiði fyrst og fremst?  Er það ekki þeirra hagur að við drekkum okkur öll örend hels á hverjum degi?

Ofdrykkjukeppni er að sjálfsögðu kannski aðeins of áberandi fyrir áfengissalann út á við, en látum ekki blekkjast. Það er að sjálfsögðu þeirra hagur að við rennum nú sem mestu niður af þessum dýru veigum. Það er jú þeirra business.


mbl.is Ölgerðin kemur ekki að drykkjukeppni með neinum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hélt maðurinn að verkið fjallaði um???

Að kvarta yfir of mikilli áherslu á neikvæðni álvera á leikriti byggðu á bókinni hans Andra Snæs er fyrir mér eins og að borga sig inn á Formúlu 1 kappakstur og kvarta svo sáran yfir hávaða frá umferð.

Leikritið er að sjálfsögðu ádeila. Ef að maðurinn vill ásamt öðrum kynna sér dýpra rökin sem bókin leggur fram þá mæli ég að sjálfsögðu kröftuglega með lestri hennar.  Bókin er ekki fordómafull, heldur veltir fram fullt af hugmyndum sem a.m.k. gerðu mér gott. Þ.e.a.s. mínu hugarfari og urðu vopn gegn minni eigin þröngsýni og dómhörku.


mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði nú verið ansi merkilegt er það ekki?

Og einmitt líklega þess vegna sem að einhver hefur ákveðið að draga nafn einhverra bindindismanna í félagi (sem ég hef reyndar bara aldrei heyrt hið minnsta um) inn í umræðuna um ofdrykkjukeppnina. Það hljómar jú að sjálfsögðu mjög undarlega og vekur þ.a.l. tilætlaða athygli væntanlega.

Hefði kannski samt verið fróðlegt að fá úr því skorið hvort að allar þessar stríðssögur af svakalegu drykkjuúthaldi ofdrykkjumanna ættu við einhver rök að styðjast, hefði verið spennandi að sjá hvort að "svampurinn" ætti möguleika á sigri Sideways


mbl.is Dagdraumar koma ekki að drykkjukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig stendur á því að það er fyrst og fremst yngra fólk sem ber hag framtíðar fyrir brjósti sér?

Sá þessa frétt á sjónvarpshluta ruv.is

Vakti athygli mína sérstaklega að það er fyrst og fremst ungt fólk sem er í meirihluta þeirra sem gætu hugsað sér að kjósa með bættum aðbúnaði aldraðra og umhverfinu???

Erum við orðin svona samdauna?  Kjósum við bara af gömlum vana?  Látum við gömlu leiðtogana endalaust teyma okkur áfram?  Margar spurningar, en vekur hjá manni furðu að þau okkar sem jafnvel eru bara ansi stutt frá því að þurfa að nýta þjónustu dagvistunar skuli samt ekki kjósa með þeirri þjónustu núna. Vekur kannski minni furðu að yngra fólkið skuli vilja kjósa með umhverfinu, það eru jú þau sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða okkar í dag.


Bíddu bíddu, hver er fréttin???

Er það frétt að formaður hægri flokksins okkar íslendinga sé á því að vinstri-miðju stjórn væri slæmur kostur?  Væri að sjálfsögðu mjög slæmur kostur fyrir hann þar sem að hann yrði þá skyndilega sitjandi á varamannabekknum.

Álíka mikil frétt og að Valsmönnum þætti það slæmt að KR ynni titil Errm

En hvernig sem okkur líst á það virðast VG bara hafa aukið fylgi sitt milli kannana, og það þrátt fyrir afar umtalaða stefnuskrá sem þau kynntu á landsfundi fyrir nokkrum vikum.

Voru ansi margir í félagi Framsóknar a.m.k. að vona að stefnuskráin myndi draga verulega úr fylgi VG, fæstir hefðu trúað því að þreyta okkar á núverandi stjórn væri orðin þetta mikil.


mbl.is Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu eigum við líka að reyna að þéna sem mest á grænni byltingu....

Það er einmitt í gegnum fleiri hugmyndir, meiri þjónustu og meira vöruúrval sem okkur tekst að innleiða grænni hugsun hjá neytandanum.

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá ræðst neysla u.þ.b. 80% fólks af markaðssetningu og framboði.


mbl.is Hagnast á „Grænu byltingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega bara einfaldlega óþolandi ástand.....

Ef við viljum byggja okkur samfélag þar sem að við förum öll í þjónustuíbúðir á efri árum þá þarf ríkið að sjálfsögðu að axla þar ábyrgð og bjóða þeim, sem ekki hafa möguleika á (að borga 40% umfram markaðsvirði hefðbundinna fasteigna) að kaupa sér þjónustuíbúð á markaði, dagvistunarrými.

Mér finnst það alger skelfing að árið 2007 þegar þjóðin er orðin ríflega þrjúhundruð þúsund manns, að ekki sé meira framboð á rýmum en um 700 rými í HEILDINA á landsvísu.  Þetta ætti í versta falli að vera framboðið bara í t.d. Kópavogi.

Mér finnst það ekki vera til hróss, heldur til vans að slá sér á öxl vegna 75 nýrra rýma. Skorturinn er þvílíkur að þetta má ekki vera nema bara brot af því sem við getum gert á komandi misserum.


mbl.is Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega ólíklegt að þensla sé að skapast aftur á íbúðamarkaði

rvkÞrátt fyrir aukið lánaframboð bankanna nú þá er einfaldlega svo komið fyrir flesta að fólk ræður einfaldlega ekki við að kaupa dýrari eignir en nú er, og reyndar fjölmargir sem ráða ekki við núverandi verðlag sem styður svo leigumarkaðinn til að blómstra sem aldrei fyrr.

Mitt mat er að til þurfi að koma veruleg hækkun á launum landans til að svigrúm sé fyrir frekari hækkanir.

Vísitölufjölskyldan á einfaldlega mjög erfitt með að greiða um 150 þús. á mánuði fyrir hefðbundna 4. herbergja íbúð á Hbsv.


mbl.is Íbúðalán bankanna jukust um 3,7 milljarða í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna hafa: 5994 skrifað undir sáttmálann!! Vakniði kæru græningjar!!!

Þetta er ekki átak sem stendur fram að kosningum, þetta er 10 daga átak.

Koma svo, Ísland þarf á aðstoð ykkar að halda.

http://framtidarlandid.is/sattmali


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband